Innflutningsverslunin ræðir aðalatriði og aukaatriði Ögmundur Jónasson skrifar 31. janúar 2019 07:00 Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif. Þetta orðalag, „makalaus sekt“, er að sjálfsögðu mitt en ekki Andrésar Magnússonar. Ég hef nefnilega skrifað um þetta mál í þeim anda sem Magnús vill vara við. Ég hef bent á að innflutningsverslunin hafi innheimt frá neytendum hinar umdeildu álögur sem settar voru á innflutt hrátt kjöt og síðan fengið „skaða sinn“ bættan frá sama fólki, en að þessu sinni sem skattgreiðendum. Sá sem aldrei varð fyrir skaða varð þannig tvíbættur! Hið ósiðlega í þessu máli er þó ekki aðeins sú ósvífni að fara með þessum hætti fram gegn neytendum og skattgreiðendum heldur hitt að stilla sér upp með gróðaöflum sem ekkert gefa fyrir tilraunir stjórnvalda til að stuðla að matvælaöryggi í landinu með því að sporna gegn innflutningi á kjöti sem líkur eru á að beri fjölónæma sýkla eins og dæmin sanna í framleiðslulöndunum. Þar er þessi vandi viðurkenndur og menn hafa áhyggjur af honum. Hér á landi hefur innflutningsverslunin áhyggjur af því að Íslendingum skuli meinað að fá á sínar herðar sambærileg vandamál og fólk glímir við annars staðar. Undarlegt má það heita að geta ekki glaðst yfir því sem gott er hér og reynt að vernda þá stöðu eftir því sem frekast er unnt. Andrés segir að ótvíræð niðurstaða eftirlitsaðila í Brussel og Hæstaréttar Íslands sé mergurinn málsins og að bagalegt sé að umræðan skuli ekki hafa snúist um þetta heldur „um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt.“ Nú hljóti stjórnvöld að bregðast við „í formi viðeigandi lagafrumvarpa… Það er aðalatriði þessa máls“. Ekki ætla ég að véfengja þörf á breyttum lögum og þá hugsanlega einnig samningum Íslendinga við ESB. Þetta er meira að segja brýnt að gera þar sem sýnt er að núverandi regluverk tryggir ekki matvælaöryggi Íslendinga sem skyldi. Það er aðalatriði þessa máls!Höfundur er fv. alþingismaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ögmundur Jónasson Tengdar fréttir Að drepa málum á dreif Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. 25. janúar 2019 07:00 Mest lesið Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað kostar vímuefnavandinn? Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hægri menn vega að heilbrigðiskerfinu Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Jæja, ræðum þá þetta dásamlega Evrópusamband Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Kvikmyndagerð á Íslandi: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Sigurður Ingi og óverðtryggingin Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Varnarveggur gegn vonbrigðum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins vill efla byggð um land allt! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Gekk ég yfir sjó og land og ríkisstofnanir líka Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar Skoðun Skilum skömminni Elín Birna Olsen skrifar Skoðun Reynir Samband sveitarfélaga að spilla gerð kennarasamninga? Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Hefur sálfræðileg meðferð áhrif á líkamlegt heilbrigði? Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Vaxtahækkanir og brotið traust - hver ber ábyrgð? Sandra B. Franks skrifar Skoðun Rödd friðar þarf að hljóma skærar Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Af skynsemi Vegagerðarinnar Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar Skoðun Nýtt fangelsi – fyrir öruggara samfélag Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Ærin verkefni næstu ár Ásbjörg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Kominn tími á öðruvísi stjórnmál Gísli Rafn Ólafsson skrifar Skoðun Furðuleg réttlæting á hækkun verðtryggðra vaxta Marinó G. Njálsson skrifar Skoðun Raforka er ekki eina orkan! Dagur Helgason skrifar Skoðun Miskunnsami nýmarxistinn Kári Allansson skrifar Skoðun Skapandi skattur og skapandi fólk Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Teppaleggjum ekki íslenska náttúru með vindorku Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Kjósum á næsta kjörtímabili Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Kosningaloforðið sem gleymdist? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Eru aðventan og jólin kvíða- eða tilhlökkunarefni? Guðlaug Helga Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Sjá meira
Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, segir í Fréttablaðsgrein, föstudaginn 25. janúar, að ástæða sé til að vara við því að umræða um sektarálögur, sem innflutningsversluninni hlotnaðist nýlega úr vasa skattgreiðenda og nemur milljörðum króna, verði ekki látnar drepa umræðunni um aðalatriði þessarar makalausu sektar á dreif. Þetta orðalag, „makalaus sekt“, er að sjálfsögðu mitt en ekki Andrésar Magnússonar. Ég hef nefnilega skrifað um þetta mál í þeim anda sem Magnús vill vara við. Ég hef bent á að innflutningsverslunin hafi innheimt frá neytendum hinar umdeildu álögur sem settar voru á innflutt hrátt kjöt og síðan fengið „skaða sinn“ bættan frá sama fólki, en að þessu sinni sem skattgreiðendum. Sá sem aldrei varð fyrir skaða varð þannig tvíbættur! Hið ósiðlega í þessu máli er þó ekki aðeins sú ósvífni að fara með þessum hætti fram gegn neytendum og skattgreiðendum heldur hitt að stilla sér upp með gróðaöflum sem ekkert gefa fyrir tilraunir stjórnvalda til að stuðla að matvælaöryggi í landinu með því að sporna gegn innflutningi á kjöti sem líkur eru á að beri fjölónæma sýkla eins og dæmin sanna í framleiðslulöndunum. Þar er þessi vandi viðurkenndur og menn hafa áhyggjur af honum. Hér á landi hefur innflutningsverslunin áhyggjur af því að Íslendingum skuli meinað að fá á sínar herðar sambærileg vandamál og fólk glímir við annars staðar. Undarlegt má það heita að geta ekki glaðst yfir því sem gott er hér og reynt að vernda þá stöðu eftir því sem frekast er unnt. Andrés segir að ótvíræð niðurstaða eftirlitsaðila í Brussel og Hæstaréttar Íslands sé mergurinn málsins og að bagalegt sé að umræðan skuli ekki hafa snúist um þetta heldur „um sýklalyfjaónæmi og um matvælaöryggi almennt.“ Nú hljóti stjórnvöld að bregðast við „í formi viðeigandi lagafrumvarpa… Það er aðalatriði þessa máls“. Ekki ætla ég að véfengja þörf á breyttum lögum og þá hugsanlega einnig samningum Íslendinga við ESB. Þetta er meira að segja brýnt að gera þar sem sýnt er að núverandi regluverk tryggir ekki matvælaöryggi Íslendinga sem skyldi. Það er aðalatriði þessa máls!Höfundur er fv. alþingismaður
Að drepa málum á dreif Í nýliðnum desember voru liðin sjö ár frá því að Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) sendu erindi til Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA), þar sem samtökin kvörtuðu formlega undan innleiðingu íslenskra stjórnvalda á matvælalöggjöf EES-samningsins. 25. janúar 2019 07:00
Skoðun Barnaskapur Bjarna Ben; Fjölmargar þjóðir með meiri kaupmátt en við! Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Getur þú fengið þá hjálp sem þú þarft ef andlega heilsan hrörnar? Sigurrós Eggertsdóttir skrifar
Skoðun Nýja stjórnarskráin — Alþingi rjúfi stöðnunina með stjórnlagaþingi Stjórn Stjórnarskrárfélagsins skrifar
Skoðun Ísland og orkuskiptin: Styðjum þróun á jarðhita og alþjóðlegt samstarf Ester Halldórsdóttir skrifar