Öfugsnúin umhverfisvernd Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 2. október 2019 07:15 Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd. Í þeirra huga dugar að leggja til lausnir sem hljóma eins og þær séu umhverfisvænar. Engu máli virðist skipta hversu skilvirkar lausnirnar eru, eða hverjar afleiðingarnar eru. Góður ásetningur og miklar áhyggjur af stöðu mála vega þyngra en raunhæfar og skilvirkar lausnir. Á heimasíðu sinni vekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, réttilega athygli á því að ekki séu nema átta ár frá því að ríkisstjórn vinstriflokka lögfesti umfangsmiklar skattaívilnanir til að örva innflutning á „endurnýjanlegu eldsneyti“ sem einkum er unnið úr pálmum og matjurtum á borð við repju, soja og maís. Tveimur árum síðar leiddi sama ríkisstjórn í lög að allt eldsneyti skyldi blandað þessu endurnýjanlega eldsneyti. Útreikningar fjármálaráðuneytisins hafa síðan leitt í ljós að yfir milljarður króna renni árlega úr ríkissjóði til erlendra framleiðenda á endurnýjanlegu eldsneyti vegna þessara ríkisinngripa. Í þessu samhengi nefnir Sigríður að nýlega hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um bann við notkun á pálmaolíu á bíla. Þingmennirnir sem standa á bak við tillöguna draga upp dökka mynd. Í tillögunni segir að lönd á borð við Indónesíu og Malasíu, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, meðal annars fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð aukast þegar skógarnir eru ruddir því þá bæði losni kolefni út í andrúmsloftið þegar skógurinn er sjálfur brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. Ekki nóg með það heldur hefur verið komið upp um barnaþrælkun á pálmaolíuplantekrunum. „Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósentum meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir enn fremur í tillögunni. Stjórnmálamenn láta blekkjast af hugtökum á borð við „endurnýjanlegt eldsneyti“, festa í lög frumvörp með háleitum markmiðum sem síðan reynast hafa þveröfug áhrif. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn sem það gerist. Og enginn skyldi efast um að flestir af þeim sem standa á bak við þingsályktunartillöguna hefðu greitt atkvæði með blöndunarskyldunni og skattaívilnunum á sínum tíma ef þeir hefðu haft tækifæri til þess. Umhverfisvitundin ristir ekki dýpra en það. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Umhverfismál Þorsteinn Friðrik Halldórsson Mest lesið Halldór 08.03.2025 Halldór Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Halla Gunnarsdóttir, formaður VR Agla Arnars Katrínardóttir Skoðun Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íslenskar löggæslustofnanir sem lögmæt skotmörk Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Ó-frjósemi eða val Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Heimilisofbeldi – aðgerðir í þágu þolenda Alma D. Möller ,Drífa Jónasdóttir skrifar Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Við kjósum Kolbrúnu! Rannveig Klara Guðmundsdóttir,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði snertir okkur öll Sandra B. Franks skrifar Skoðun Hin nýja heimsmynd Trumps, Putins og Jinpings Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Virðismatskerfi í þágu launajafnréttis Helga Björg Olgu- Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Konur láta lífið og karlar fá knús Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar Skoðun VR Chairman Elections Have Begun – Your Vote Matters! Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Kosningar í VR Ólafur Reimar Gunnarsson skrifar Skoðun Kynjajafnrétti er mannanna verk Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Álfar og huldufólk styðja umhverfisvernd Bryndís Fjóla Pétursdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Jafnréttisparadís? Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Fíllinn í fjölmiðlastofu Þórðar Snæs Ragnar Sigurður Kristjánsson skrifar Skoðun Björn Þorsteinsson smellpassar í starf rektors Haraldur Ólafsson skrifar Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Ætlar Þorgerður Katrín að standa vörð um alþjóðlega lagakerfið? Magnús Magnússon skrifar Skoðun Var friður fyrir sjálfstæði Ísraels? Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun 10 atriði varðandi símabann í skólum Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Horfumst í augu og stígum yfir þröskuldinn Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Tilveran með ADHD Sigrún V. Heimisdóttir skrifar Skoðun Stillum saman strengi í ferðaþjónustu á höfuðborgarsvæðinu Inga Hlín Pálsdóttir skrifar Skoðun Nei, hættu nú alveg Jóhann Páll! Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Sjá meira
Umhverfisvernd er ekki það sama og umhverfisvernd. Hugtakið hefur verið útþynnt af þeim sem hafa meiri áhuga á sýndarmennsku en raunverulegri umhverfisvernd. Í þeirra huga dugar að leggja til lausnir sem hljóma eins og þær séu umhverfisvænar. Engu máli virðist skipta hversu skilvirkar lausnirnar eru, eða hverjar afleiðingarnar eru. Góður ásetningur og miklar áhyggjur af stöðu mála vega þyngra en raunhæfar og skilvirkar lausnir. Á heimasíðu sinni vekur Sigríður Á. Andersen, fyrrverandi ráðherra, réttilega athygli á því að ekki séu nema átta ár frá því að ríkisstjórn vinstriflokka lögfesti umfangsmiklar skattaívilnanir til að örva innflutning á „endurnýjanlegu eldsneyti“ sem einkum er unnið úr pálmum og matjurtum á borð við repju, soja og maís. Tveimur árum síðar leiddi sama ríkisstjórn í lög að allt eldsneyti skyldi blandað þessu endurnýjanlega eldsneyti. Útreikningar fjármálaráðuneytisins hafa síðan leitt í ljós að yfir milljarður króna renni árlega úr ríkissjóði til erlendra framleiðenda á endurnýjanlegu eldsneyti vegna þessara ríkisinngripa. Í þessu samhengi nefnir Sigríður að nýlega hafi verið lögð fram þingsályktunartillaga um bann við notkun á pálmaolíu á bíla. Þingmennirnir sem standa á bak við tillöguna draga upp dökka mynd. Í tillögunni segir að lönd á borð við Indónesíu og Malasíu, sem framleiða langmest af pálmaolíu, hafi nú þegar fellt stóran hluta af regnskógum sínum, meðal annars fyrir fjöldaframleiðslu á pálmaolíu. Áhrif loftslagsbreytinga eru sögð aukast þegar skógarnir eru ruddir því þá bæði losni kolefni út í andrúmsloftið þegar skógurinn er sjálfur brenndur og einnig þegar mýrin er ræst fram. Ekki nóg með það heldur hefur verið komið upp um barnaþrælkun á pálmaolíuplantekrunum. „Reiknað hefur verið út að lífeldsneyti frá jurtaolíu, sem er um 70 prósent af lífeldsneytismarkaði í Evrópu, losi 80 prósentum meira af gróðurhúsalofttegundum en jarðefnaeldsneytið sem verið er að skipta út. Pálmaolía trónir þar hæst og er þrisvar sinnum verri en jarðefnaeldsneyti, en næst á eftir kemur sojaolía sem er tvisvar sinnum verri,“ segir enn fremur í tillögunni. Stjórnmálamenn láta blekkjast af hugtökum á borð við „endurnýjanlegt eldsneyti“, festa í lög frumvörp með háleitum markmiðum sem síðan reynast hafa þveröfug áhrif. Þetta er ekki í fyrsta sinn og ekki í síðasta sinn sem það gerist. Og enginn skyldi efast um að flestir af þeim sem standa á bak við þingsályktunartillöguna hefðu greitt atkvæði með blöndunarskyldunni og skattaívilnunum á sínum tíma ef þeir hefðu haft tækifæri til þess. Umhverfisvitundin ristir ekki dýpra en það.
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Er íslenska geðheilbrigðiskerfið of strangt þegar kemur að nauðungarvistun? Arna Ósk Óskarsdóttir skrifar
Skoðun Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun We Are Icelanders Too: The Fight for Equality and Recognition for Women of Foreign Origin in Iceland Mouna Nasr skrifar
Skoðun Opið ákall til þjóðarinnar – frá ótta til bjartsýni á gervigreindaröld Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Þetta er ekki tæknimál - þetta er lífsspursmál Ingvar Hjálmarsson,Sigríður Mogensen skrifar
Skoðun Sagan af því þegar Halla Gunnarsdóttir dró í mig í fjallgöngu á Austfjörðum Diljá Ámundadóttir Zoëga skrifar
Skoðun Hvað þýðir niðurstaða Alþjóðadómstólsins fyrir viðskipti íslenskra aðila við Rapyd? Björn B. Björnsson skrifar
Þegar nemendur skilja ekki grundvallarhugtök: Hvað segir það um kennsluna? Guðmundur Björnsson Skoðun
Slökkviliðið sem ætlar að bjarga fjölmiðlum með því að kveikja í húsinu Þórður Snær Júlíusson Skoðun