Sósíalistaflokkurinn

Fréttamynd

Hver er kjarninn í sam­fé­lagi sem selur hjarta sitt?

Víða um land hefur verið ráðist að grunnkerfum sveitarfélaga undir möntrunni: „Við höfum ekki efni á þessu lengur.“ Hvort sem það eru heilsugæslur, skurðstofur, fæðingardeildir, skólastarf, sundlaugar eða nú síðast félagsheimilin, þá er stefnan alltaf sú sama. Þau hús sem gera samfélagið lifandi og gerir fólki kleift að lifa þar með reisn skulu fjúka í nafni „sparnaðar“ og „hagkvæmni.”

Skoðun
Fréttamynd

Fram­boðið „verður að koma í ljós“

Borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins hefur ekki ákveðið hvort hún bjóði sig fram fyrir flokkinn í komandi sveitastjórnarkosningum. Mikið hefur gengið á innan stjórnar flokksins eftir stjórnarskipti í vor. Hún segist opin fyrir samtali um samstarf við aðra flokka.

Innlent
Fréttamynd

Vin í eyði­mörkinni – al­mennings­bóka­söfn borgarinnar

Það getur reynst kostnaðarsamt að lifa í dag, þar sem flest rými samfélagsins hafa verið markaðsvædd. Við erum stöðugt hvött til að kaupa vörur, þjónustu og upplifanir. Á mörgum stöðum þarf að greiða fyrir aðgang og debetkortið er orðið lykillinn að þátttöku.

Skoðun
Fréttamynd

Gjör­ó­líkt gengi frá kosningum

Samfylkingin mælist með 31,6 prósenta fylgi í nýrri könnun Maskínu og hefur ekki mælst hærri í könnunum fyrirtækisins. Fylgið er helmingi meira en í kosningunum fyrir níu mánuðum á meðan fylgi Flokks fólksins hefur helmingast.

Innlent
Fréttamynd

Staða Sjálf­stæðis­flokksins versnar eftir þing­lok

Samfylkingin mælist langstærsti flokkurinn í nýrri könnun Maskínu, með 31 prósent. Sjálfstæðisflokkurinn er næststærstur með átján prósent, en það vekur athygli að fylgi flokksins dalaði verulega við þinglok og hefur sjaldan mælst jafn lítið í könnunum Maskínu. Varaformaðurinn telur hækkuð veiðigjöld skila auknu fylgi til flokksins. 

Innlent
Fréttamynd

Karl Héðinn stígur til hliðar

Karl Héðinn Kristjánsson, meðlimur í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands, hefur stigið til hliðar sem forseti Roða, ungliðahreyfingar flokksins. Ákvörðunin segir hann tekna í kjölfar umræðu um samband sem hann átti við 16 ára stúlku þegar hann var 22 ára.

Innlent
Fréttamynd

Ertu nú al­veg viss um að hafa læst hurðinni?

Ég hef tekið tímabil í lífi mínu þar sem ég athuga hluti aftur og aftur til að ganga úr skugga um að allt sé með felldu; gripið í hurðarhúna skammarlega oft til að vera viss um að það sé örugglega læst, athugað hvort slökkt sé á helluborðinu svo að ég kveiki nú pottþétt ekki í og skoðað virkni á Facebook vandræðalega oft til að athuga hvort ég hafi nokkuð líkað við eitthvað sem ég ætlaði alls ekki að líka við.

Skoðun
Fréttamynd

„Við erum bara happí og heimilis­laus“

Sósíalistaflokkurinn er enn heimilislaus en flokknum var vísað úr húsnæðinu í Bolholti fyrr í mánuðinum. Varaformaður framkvæmdastjórnar flokksins segir flokkinn enn ekki hafa fengið innbúið úr Bolholtinu.

Innlent
Fréttamynd

„Kom hvergi nærri sam­ræði hans við barn­unga stúlkuna“

Gunnar Smári Egilsson segist hvergi hafa komið nálægt samræði Karls Héðins Kristjánssonar, ritara framkvæmdarstjórnar Sósíaliflokksins, við barnunga stúlku árið 2017. Karl haldi áfram linnulausri rógsherferð sinni og máli sjálfan sig upp sem fórnarlamb í sögunni.

Innlent
Fréttamynd

Opin­berar gamalt ástar­sam­band við táningsstúlku

Karl Héðinn Kristjánsson, ritari framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins, hefur greint frá því að hann hafi átt í ástarsambandi við sextán ára stúlku í sumarbúðum Pírata árið 2017 þegar hann var sjálfur 22 ára. Málið varð til þess að hann sagði sig úr stjórn Ungra Pírata.

Innlent
Fréttamynd

Hvað hefur á­unnist á 140 dögum?

Fyrir 140 dögum tók nýr meirihluti við stjórn Reykjavíkurborgar þegar fimm flokkar ákváðu að hefja nýtt samstarf. Markmið þeirra eru skýr: Að byggja borg fyrir fólk, styrkja grunnstoðir velferðar og efla samfélagið á grænum, sjálfbærum grunni. Á þessum tiltölulega stutta tíma hefur þessi nýi meirihluti komið fjölda verkefna á góðan skrið og í framkvæmd.

Skoðun
Fréttamynd

Þeir sem verja stórútgerðina – og heimsvaldastefnuna

Alþingi hefur verið haldið í gíslingu í 147,35 klukkustundir — lengsta málþóf lýðveldissögunnar — þar sem þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins tefja atkvæðagreiðslu um einfalda og sjálfsagða leiðréttingu veiðigjalda. Þessi breyting myndi færa þjóðinni réttmætari hlut af sameiginlegri auðlind, en samt sem áður verja þessir sömu stjórnmálamenn áfram gjafastefnu gagnvart stórútgerðinni, sem hefur árum saman hagnast gríðarlega á kostnað almennings.

Skoðun
Fréttamynd

Sósíal­istum bolað úr Bol­holti

Sósíalistaflokkur Íslands er í leit að nýju húsnæði eftir að hafa verið vísað úr húsnæðinu í Bolholti. Flokkurinn hefur haft þar aðsetur um langt skeið en styrktarfélagið Vorstjarnan er með húsið á leigu.

Innlent
Fréttamynd

Þing­menn auð­valdsins

Þingmenn Sjálfstæðisflokksins og Miðflokksins í stjórnarandstöðu hafa staðið fyrir 110 klukkustunda málþófi á Alþingi til að tefja leiðréttingu veiðigjaldsins – einfalt skref sem myndi færa ríkissjóði 6–8 milljarða króna á ári og stöðva langvarandi og kerfisbundið svind stórútgerðanna gegn þjóðinni.

Skoðun
Fréttamynd

Rán um há­bjartan dag

Í fyrradag gerðist sá fáheyrði atburður að „sósíalísk“ stjórnmálakona tók þátt í yfirtöku á Vorstjörnunni, dótturfélagi eigin flokks. Úthýsti svo „flokki sínum“ og henti á götuna. Þessi stjórnmálakona heitir Sanna Magdalena Mörtudóttir.

Skoðun
Fréttamynd

Taka þurfi á­kvörðun um sam­einingu vinstrisins fyrr en síðar

Sanna Magdalena Mörtudóttir borgarfulltrúi Sósíalistaflokksins segir flokkinn í erfiðri stöðu og vill ekki segja af eða á um það hvort hún muni bjóða sig aftur fram fyrir flokkinn. Taka þurfi ákvörðun um sameiningu á vinstri væng stjórnmálanna fyrr en síðar. Markmið Vorstjörnunnar sé að vera styrktarsjóður en Sanna segist vilja heyra í félögum flokksins og hvort þeir séu sáttir við núverandi stjórn flokksins.

Innlent
Fréttamynd

Samstöðin hafi aldrei verið í hættu

Framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins hyggst leita réttar síns í kjölfar aðalfundar Vorstjörnunnar þar sem andstæð fylking Sönnu Magdalenu Mörtudóttur og Gunnars Smára Egilssonar hélt yfirráðum sínum yfir styrktarfélaginu. Flokkurinn er nú húsnæðislaus en skipt var um lás í Bolholti í gærkvöldi eftir að fundinum lauk.

Innlent
Fréttamynd

Skipt um lás hjá Sósíal­ista­flokknum

Skipt hefur verið um lás í húsnæði Sósíalistaflokksins eftir fjölsóttan fund þar sem Sanna Magdalena Mörtudóttir hlaut kjör í framkvæmdastjórn Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins. Húsnæðið var tekið á leigu í nafni styrktarfélagsins.

Innlent
Fréttamynd

Sanna og Gunnar Smári höfðu betur á æsingarfundi

Sanna Magdalena Mörtudóttir og þau sem staðið hafa gegn nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins höfðu betur á aðalfundi Vorstjörnunnar, styrktarfélags Sósíalistaflokksins, eftir vaxandi ólgu í aðdraganda fundarins. Þetta þýðir að öllum líkindum að sambandi Sósíalistaflokksins og Vorstjörnunnar verði slitið en ríkisstyrkir flokksins hafa runnið að stórum hluta til Vorstjörnunnar.

Innlent
Fréttamynd

Samstöðinni verði mögu­lega lokað í kvöld: Vilja fá lög­bann á boðaðan aðal­fund

Stjórnarmaður í framkvæmdastjórn Sósíalistaflokks Íslands segir stjórnina ætla að reyna að fá lögbann á boðaðan aðalfund Vorstjörnunnar í dag. Gangi það ekki hyggst stjórnin mæta á fundinn og ná stjórn á félaginu. Formaður Vorstjörnunnar segir alla reikninga félagsins verða lagða fram á fundinum, en félagsmenn hafa verið hvattir til að fylkja liði á fundinn til varnar félaginu.

Innlent
Fréttamynd

Vorstjarnan hans Gunnars Smára?

Aldrei hefur verið haldinn aðalfundur hjá Vorstjörnunni né nokkur stjórnarfundur eftir að félagið var stofnað. Engin reikningar eða bókhald lögmætrar stjórnar þrátt fyrir milljóna flæði í gegn um félagið í fjögur ár.

Skoðun
Fréttamynd

For­maður og gjald­keri Vorstjörnunnar kærð fyrir efnahagsbrot

Sara Stef Hildardóttir starfandi gjaldkeri Vorstjörnu, Védís Guðjónsdóttir formaður Vorstjörnu og Guðmundur Auðunsson, gjaldkeri kosningastjórnar Sósíalistaflokksins, hafa öll verið kærð til lögreglu af nýrri framkvæmdastjórn Sósíalistaflokksins fyrir efnahagsbrot.

Innlent
Fréttamynd

Flokkurinn hans Gunnars Smára?

Á Visir.is í gær tekur gamall vinnufélagi Gunnars Smára Egilssonar við hann viðtal. Er þetta nokk langt viðtal og prýða viðtalið hvorki fleiri né færri en 16 portrait myndir af viðfangsefninu. Þar mærir gamli vinnufélaginn Gunnar í hástert sem fer yfir feril sinn í fjölmiðlum. Ber þar á góma Samstöðina, upphaf hennar og framtíð. Þar vil ég aðeins staldra við.

Skoðun