Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Lovísa Arnardóttir skrifar 9. janúar 2026 08:02 Enn liggur ekki fyrir hvort vinstri flokkar sameinist í borginni. Formaður framkvæmdastjórnar Sósíalistaflokksins segir þó liggja fyrir að þau verði ekki með í sameiginlegu framboði vinstrisins. Vísir/Sara Oddvitar og borgarfulltrúr á vinstri væng stjórnamál í Reykjavík funda enn um möguleikann á sameiginlegu framboði fyrir sveitarstjórnarkosningar í vor. Niðurstaða ætti að liggja fyrir síðar í mánuðinum. Grasrót Vinstri grænna fundar og Pírata funda á næstu vikum. Sósíalistaflokkurinn tekur ekki þátt í framboðinu en oddviti flokksins segir það ábyrgðarhluta að bjóða fram sterkan valkost á vinstri væng. Reiðubúin að leiða Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir enn eiga eftir að ákveða hvort boðið verði fram undir formerkjum Vinstri grænna eða hvort Vinstri græn gangi til liðs við sameiginlegt vinstra framboð. Verði boðið fram undir formerkjum Vinstri grænna vilji hún áfram leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Ég hef sagt ítrekað að ég er reiðubúin að fara í þessa kosningabaráttu fyrir Vinstri græn og á meðan við höfum ekki ákveðið neitt hvernig við stöndum að vali á lista, þá stendur það bara,“ segir Líf í samtali við fréttastofu. Hún segir flokkinn með sína lýðræðisferla og það séu auðvitað félagar sem velja hverjir fara fram fyrir flokkinn. Það sé búið að boða til félagsfundar klukkan 10 þann 18. janúar þar sem verður ákveðið hvernig verði boðið fram og hverjir verði á lista. Hún segir ekki búið að útiloka sameiginlegt framboð vinstri flokka og það verði tekið fyrir á þessum fundi hvort ganga eigi til sameiginlegs framboðs. Píratar hafa þegar gefið út að þeir vilji ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð og Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi oddviti Sósíalistaflokksins, hefur gefið út að hún ætli að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri. Fráfarandi formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, sagði fyrir áramót að hún vonaðist til þess að vinstri flokkar í borginni myndu ná að stilla saman sína strengi. „Það er ekki búið að útiloka neitt,“ segir Líf. Píratar spenntir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns formaður Pírata segir þau spennt fyrir slíku samstarfi og vilji láta reyna á það. „Sama hvað þá held ég að veruleika að við viljum láta reyna á þetta. Þetta eru þrjár hreyfingar eða flokkar sem þurfa sama hvað að leggja þetta undir grasrót sína,“ segir hán. Þessar ákvarðanir séu teknar hjá svæðisfélögum og það eigi eftir að funda hjá bæði VG og Pírötum um þessa ákvörðun. „En Píratar eru mjög til í að sjá þetta koma til framkvæmda og eru mjög jákvæðir yfir því að geta náð saman en við erum að funda líka í janúar,“ segir hán og að líklega sé rúm vika í að niðurstaða liggi fyrir. „Mér finnst þetta jákvætt. Þetta er svona á pínu eins og að deita. Þetta er svona pínu daður og finnur út úr hvað maður hefur sameiginlegt, og það er margt. Píratar eru kannski ekki vinstri flokkur, við erum framtíðarflokkur, og VG og Vor til vinstri, eða þessi grein af Sósalistum, hafa líka sterka framtíðarsýn og eru að mörgu leyti í útfærslu á sínum stefnum, ekki íhaldssamir flokkar. Svo ég sé stórt tækifæri til að ná saman.“ Hán telur mikilvægt að vera í ábyrgri pólitík og að það sé ákall eftir því. „Ég held að fólk vilji sjá þessar þrjár hreyfingar koma saman í framboði til þess að sýna ábyrga pólitík,“ segir Oktavía og að það sé ábyrg leið til að bregðast við þeirri stöðu sem kom upp í síðustu þingkosningum þegar um tíu prósenta fylgið, á vinstri væng, féll dautt því flokkarnir fengu ekki fimm prósenta fylgi og því ekki fulltrúa á þingi. Ekki gilda sömu reglur í kosningum í sveitarstjórn um lágmarkshlutfall atkvæða til að fá borgarfulltrúa en fjöldi borgarfulltrúa fer þó eftir dreifingu atkvæða milli flokka. Sem dæmi kusu rúm 61 þúsund í Reykjavík í fyrra og þá þurfti tæp fjögur prósent atkvæða til að fá fulltrúa. Sem dæmi fengu Vinstri græn fjögur prósent og einn fulltrúa, Flokkur fólksins 4,5 prósent og einn fulltrúa, Viðreisn fékk 5,2 prósent og einn fulltrúa og Sósíalistaflokkur Íslands fékk 7,7 prósent og tvo fulltrúa. Í síðustu skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík mældist Sósíalistaflokkur með um sex prósent, Vinstri græn með 3,8 prósent, Píratar með 4,4 prósent og annað með 0,9 prósent. Oktavía telur ábyrgt í þessari stöðu að flokkarnir skoði hvort og hvernig þau geti náð saman svo fólk geti valið eitt sterkt framboð á vinstri væng. Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi oddviti flokksins, sagði skilið við Pírata í desember og gekk til liðs við Samfylkinguna. Hún hefur nú gefið út að hún sækist eftir 3.-4. sæti í forvali Samfylkingar. Oktavía segir það auðvitað dálítið högg fyrir flokkinn að missa sinn oddvita, hún hafi verið sterkur leiðtogi, en á sama tíma sé ekkert skemmtilegt að vera með manneskju sem vilji leita annað eða brenni ekki lengur fyrir sömu pólitík. „Svo ég bara af heilindum óska henni til hamingju með að hafa tekið erfiða ákvörðun. Núna verður bara skemmtilegt,“ segir hán og að þau séu auðvitað enn saman í samstarfi. Alexandra hafi tekið við sem oddviti og hafi reynslu af því frá því að Dóra Björt var í fæðingarorlofi. „Alexandra er ekkert óreyndur oddviti, en auðvitað er þetta ekki á óskalista. Staðan er svona og við erum enn að ná lendingu með nokkra hluti en þetta er ágætt, ég held þetta sé gott fyrir Dóru.“ Enn samtöl í gangi Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn, segir samtöl í gangi um mögulegt sameiginlegt vinstraframboð-framboð í sveitarstjórnarkosningum. Þau séu meðvituð um að tíminn líði hratt en hún geti ekkert sagt um mögulega tímalínu. „Ég auðvitað finn til ábyrgðar,“ segir hún og að þau þurfi öll að hugsa um það hvernig eða hvort þau geti fundið leið til að vinna saman. „Til að ná því fram sem borgarbúar eru að kalla eftir og hvað er það besta fyrir borgarbúa.“ Sanna segir í þessu samhengi mikilvægt að ganga út frá því að kjósendur þessara þriggja flokka, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista, virðist í grunninn sammála. „Þá er það auðvitað á okkar ábyrgð, sem erum í ólíkum flokkum, að tala saman og hérna, spyrja okkur hvað er best fyrir borgarbúa, erum við ekki sterkari saman? Það er í rauninni spurningin.“ Gerir ekki kröfu um oddvitasæti Sanna segir að það standi enn sem hafi komið fram í tilkynningunni um framboðið í desember. Hennar von sé að það sé hægt að leggja flokkana til hliðar til að finna leið til samvinnu. „Það eru alls konar skoðanir á því en mér finnst mikilvægt að halda samtalinu áfram. Við erum náttúrulega í þessu til að vinna fyrir borgarbúa,“ segir hún og að hennar ósk sé að atkvæði fólks á vinstri væng og þeirra sem vilji berjast fyrir félagshyggju nýtist sem best. Það yrði að hennar mati hræðileg niðurstaða í borginni ef það verði ekki sterkir fulltrúar á vinstri væng eða sem aðhyllast félagshyggju í borgarstjórn. „Við sjáum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast og þó svo þetta séu bara kannanir er það ábyrgðarhluti að skipuleggja og hugsa hvað sé best að gera í stöðunni.“ Sanna segist ekki gera neina kröfu um oddvitasæti í slíku sameiginlegu framboði en það verði þó ekki fram hjá því litið að í skoðanakönnunum hafi hún ítrekað mælst vel fyrir. „Ég lít bara þannig á þetta að við erum hérna fólk sem viljum það besta fyrir borgarbúa og vonandi náum við að tefla fram öllu öflugri heild sem getur náð árangri, og þá er ég opin fyrir öllu í þeim efnum. En auðvitað eru bara líka ákveðnar staðreyndir í málinu eða í gegnum tíðina, þá sjáum við að borgarbúar treysta mér og ég er bara virkilega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt, en ég geri ekki neina kröfu í svona.“ Sósíalistaflokkur býður einn fram Hann segir hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi á vali á lista frá því að hann tók við síðasta vor. Áður hafi framkvæmdastjórn stillt á lista en nú hafi svæðisfélög verið virkjuð og þeim falið að setja upp uppstillingarnefnd sem stilli á lista. Listarnir verði svo lagðir fyrir félagsfundi til samþykktar og breytinga. Það séu virk svæðisfélög í til dæmis Reykjavík, Kópavogi, Selfossi og á Norðausturlandi. Bjóða ein fram Sæþór segir að hann viti til þess að fulltrúar í svæðisfélagi Sósíalistaflokksins í Reykjavík hafi fundað með öðrum fulltrúum á vinstri væng um möguleikann á að taka þátt í sameiginlegu framboði en að ekkert hafi komið út úr því. Sósíalistaflokkurinn bjóði því sjálfur fram. Núverandi oddviti flokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, hefur gefið út að hún ætli fram fyrir Vor til vinstri en ekki flokkinn. Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Kópavogur Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Vor til vinstri Píratar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira
Reiðubúin að leiða Líf Magneudóttir oddviti Vinstri grænna í Reykjavík segir enn eiga eftir að ákveða hvort boðið verði fram undir formerkjum Vinstri grænna eða hvort Vinstri græn gangi til liðs við sameiginlegt vinstra framboð. Verði boðið fram undir formerkjum Vinstri grænna vilji hún áfram leiða lista flokksins í sveitarstjórnarkosningum í vor. „Ég hef sagt ítrekað að ég er reiðubúin að fara í þessa kosningabaráttu fyrir Vinstri græn og á meðan við höfum ekki ákveðið neitt hvernig við stöndum að vali á lista, þá stendur það bara,“ segir Líf í samtali við fréttastofu. Hún segir flokkinn með sína lýðræðisferla og það séu auðvitað félagar sem velja hverjir fara fram fyrir flokkinn. Það sé búið að boða til félagsfundar klukkan 10 þann 18. janúar þar sem verður ákveðið hvernig verði boðið fram og hverjir verði á lista. Hún segir ekki búið að útiloka sameiginlegt framboð vinstri flokka og það verði tekið fyrir á þessum fundi hvort ganga eigi til sameiginlegs framboðs. Píratar hafa þegar gefið út að þeir vilji ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð og Sanna Magdalena Mörtudóttir, fyrrverandi oddviti Sósíalistaflokksins, hefur gefið út að hún ætli að bjóða fram í sveitarstjórnarkosningunum undir merkjum nýs framboðs, Vors til vinstri. Fráfarandi formaður Vinstri grænna, Svandís Svavarsdóttir, sagði fyrir áramót að hún vonaðist til þess að vinstri flokkar í borginni myndu ná að stilla saman sína strengi. „Það er ekki búið að útiloka neitt,“ segir Líf. Píratar spenntir Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns formaður Pírata segir þau spennt fyrir slíku samstarfi og vilji láta reyna á það. „Sama hvað þá held ég að veruleika að við viljum láta reyna á þetta. Þetta eru þrjár hreyfingar eða flokkar sem þurfa sama hvað að leggja þetta undir grasrót sína,“ segir hán. Þessar ákvarðanir séu teknar hjá svæðisfélögum og það eigi eftir að funda hjá bæði VG og Pírötum um þessa ákvörðun. „En Píratar eru mjög til í að sjá þetta koma til framkvæmda og eru mjög jákvæðir yfir því að geta náð saman en við erum að funda líka í janúar,“ segir hán og að líklega sé rúm vika í að niðurstaða liggi fyrir. „Mér finnst þetta jákvætt. Þetta er svona á pínu eins og að deita. Þetta er svona pínu daður og finnur út úr hvað maður hefur sameiginlegt, og það er margt. Píratar eru kannski ekki vinstri flokkur, við erum framtíðarflokkur, og VG og Vor til vinstri, eða þessi grein af Sósalistum, hafa líka sterka framtíðarsýn og eru að mörgu leyti í útfærslu á sínum stefnum, ekki íhaldssamir flokkar. Svo ég sé stórt tækifæri til að ná saman.“ Hán telur mikilvægt að vera í ábyrgri pólitík og að það sé ákall eftir því. „Ég held að fólk vilji sjá þessar þrjár hreyfingar koma saman í framboði til þess að sýna ábyrga pólitík,“ segir Oktavía og að það sé ábyrg leið til að bregðast við þeirri stöðu sem kom upp í síðustu þingkosningum þegar um tíu prósenta fylgið, á vinstri væng, féll dautt því flokkarnir fengu ekki fimm prósenta fylgi og því ekki fulltrúa á þingi. Ekki gilda sömu reglur í kosningum í sveitarstjórn um lágmarkshlutfall atkvæða til að fá borgarfulltrúa en fjöldi borgarfulltrúa fer þó eftir dreifingu atkvæða milli flokka. Sem dæmi kusu rúm 61 þúsund í Reykjavík í fyrra og þá þurfti tæp fjögur prósent atkvæða til að fá fulltrúa. Sem dæmi fengu Vinstri græn fjögur prósent og einn fulltrúa, Flokkur fólksins 4,5 prósent og einn fulltrúa, Viðreisn fékk 5,2 prósent og einn fulltrúa og Sósíalistaflokkur Íslands fékk 7,7 prósent og tvo fulltrúa. Í síðustu skoðanakönnun um fylgi flokka í Reykjavík mældist Sósíalistaflokkur með um sex prósent, Vinstri græn með 3,8 prósent, Píratar með 4,4 prósent og annað með 0,9 prósent. Oktavía telur ábyrgt í þessari stöðu að flokkarnir skoði hvort og hvernig þau geti náð saman svo fólk geti valið eitt sterkt framboð á vinstri væng. Dóra Björt Guðjónsdóttir, fyrrverandi oddviti flokksins, sagði skilið við Pírata í desember og gekk til liðs við Samfylkinguna. Hún hefur nú gefið út að hún sækist eftir 3.-4. sæti í forvali Samfylkingar. Oktavía segir það auðvitað dálítið högg fyrir flokkinn að missa sinn oddvita, hún hafi verið sterkur leiðtogi, en á sama tíma sé ekkert skemmtilegt að vera með manneskju sem vilji leita annað eða brenni ekki lengur fyrir sömu pólitík. „Svo ég bara af heilindum óska henni til hamingju með að hafa tekið erfiða ákvörðun. Núna verður bara skemmtilegt,“ segir hán og að þau séu auðvitað enn saman í samstarfi. Alexandra hafi tekið við sem oddviti og hafi reynslu af því frá því að Dóra Björt var í fæðingarorlofi. „Alexandra er ekkert óreyndur oddviti, en auðvitað er þetta ekki á óskalista. Staðan er svona og við erum enn að ná lendingu með nokkra hluti en þetta er ágætt, ég held þetta sé gott fyrir Dóru.“ Enn samtöl í gangi Sanna Magdalena Mörtudóttir, oddviti Sósíalistaflokksins í borgarstjórn, segir samtöl í gangi um mögulegt sameiginlegt vinstraframboð-framboð í sveitarstjórnarkosningum. Þau séu meðvituð um að tíminn líði hratt en hún geti ekkert sagt um mögulega tímalínu. „Ég auðvitað finn til ábyrgðar,“ segir hún og að þau þurfi öll að hugsa um það hvernig eða hvort þau geti fundið leið til að vinna saman. „Til að ná því fram sem borgarbúar eru að kalla eftir og hvað er það besta fyrir borgarbúa.“ Sanna segir í þessu samhengi mikilvægt að ganga út frá því að kjósendur þessara þriggja flokka, Vinstri grænna, Pírata og Sósíalista, virðist í grunninn sammála. „Þá er það auðvitað á okkar ábyrgð, sem erum í ólíkum flokkum, að tala saman og hérna, spyrja okkur hvað er best fyrir borgarbúa, erum við ekki sterkari saman? Það er í rauninni spurningin.“ Gerir ekki kröfu um oddvitasæti Sanna segir að það standi enn sem hafi komið fram í tilkynningunni um framboðið í desember. Hennar von sé að það sé hægt að leggja flokkana til hliðar til að finna leið til samvinnu. „Það eru alls konar skoðanir á því en mér finnst mikilvægt að halda samtalinu áfram. Við erum náttúrulega í þessu til að vinna fyrir borgarbúa,“ segir hún og að hennar ósk sé að atkvæði fólks á vinstri væng og þeirra sem vilji berjast fyrir félagshyggju nýtist sem best. Það yrði að hennar mati hræðileg niðurstaða í borginni ef það verði ekki sterkir fulltrúar á vinstri væng eða sem aðhyllast félagshyggju í borgarstjórn. „Við sjáum hvernig Sjálfstæðisflokkurinn er að mælast og þó svo þetta séu bara kannanir er það ábyrgðarhluti að skipuleggja og hugsa hvað sé best að gera í stöðunni.“ Sanna segist ekki gera neina kröfu um oddvitasæti í slíku sameiginlegu framboði en það verði þó ekki fram hjá því litið að í skoðanakönnunum hafi hún ítrekað mælst vel fyrir. „Ég lít bara þannig á þetta að við erum hérna fólk sem viljum það besta fyrir borgarbúa og vonandi náum við að tefla fram öllu öflugri heild sem getur náð árangri, og þá er ég opin fyrir öllu í þeim efnum. En auðvitað eru bara líka ákveðnar staðreyndir í málinu eða í gegnum tíðina, þá sjáum við að borgarbúar treysta mér og ég er bara virkilega þakklát fyrir það traust sem mér hefur verið sýnt, en ég geri ekki neina kröfu í svona.“ Sósíalistaflokkur býður einn fram Hann segir hafa verið gerðar breytingar á fyrirkomulagi á vali á lista frá því að hann tók við síðasta vor. Áður hafi framkvæmdastjórn stillt á lista en nú hafi svæðisfélög verið virkjuð og þeim falið að setja upp uppstillingarnefnd sem stilli á lista. Listarnir verði svo lagðir fyrir félagsfundi til samþykktar og breytinga. Það séu virk svæðisfélög í til dæmis Reykjavík, Kópavogi, Selfossi og á Norðausturlandi. Bjóða ein fram Sæþór segir að hann viti til þess að fulltrúar í svæðisfélagi Sósíalistaflokksins í Reykjavík hafi fundað með öðrum fulltrúum á vinstri væng um möguleikann á að taka þátt í sameiginlegu framboði en að ekkert hafi komið út úr því. Sósíalistaflokkurinn bjóði því sjálfur fram. Núverandi oddviti flokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, hefur gefið út að hún ætli fram fyrir Vor til vinstri en ekki flokkinn.
Sósíalistaflokkurinn Reykjavík Kópavogur Árborg Sveitarstjórnarkosningar 2026 Vinstri græn Vor til vinstri Píratar Mest lesið „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Innlent Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Innlent Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Innlent Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Innlent Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Erlent Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Erlent Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Innlent „Ég er sátt“ Innlent Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Innlent Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Erlent Fleiri fréttir Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Ráðast í úttekt á hljóðdempun á höfuðborgarsvæðinu Frír leikskóli í sex klukkutíma á dag í Hveragerði Ákærður með hraði fyrir að nauðga dreng í Hafnarfirði Miklar tafir á Hellisheiði vegna slyss Tíðindi af kynferðisbrotamáli í Hafnarfirði „Ég veit ekkert hvað er í gangi“ Jón Rúnar stefnir Hafnarfjarðarbæ Framsókn velur á lista í febrúar og Einar enn óskoraður oddviti Hvatt til að hvíla einkabílinn vegna mengunar Enn eitt burðardýrið á leið í steininn Klappar fyrir ferðalöngunum í óveðrinu Skortur á húsnæði fyrsta verkefnið Átta mánuðir fyrir ofbeldi gegn eigin föður: „Ég stúta honum. Ég stúta þér sko“ „Ég er sátt“ Uppstökkun hjá Flokki fólksins og ferðalangar í vanda Samningur í höfn á síðustu stundu Rúmur fjórðungur lést vegna blóðrásarsjúkdóma Ekki hægt að byggja hagvöxt áfram á fólksfjölgun „Hér er amma komin upp á dekk og ég ætla að leggja mig alla fram“ Breytt hlutverk hjá Flokki fólksins: „Það eru tímamót hjá ríkisstjórninni okkar“ Sósalistaflokkurinn ekki með í Vori til vinstri Hringvegurinn opinn á ný Inga ræðir ráðherrakapalinn í beinni klukkan átta Þrír með réttarstöðu sakbornings vegna hópsýkingarinnar á Mánagarði Brösug og stutt ráðherratíð Guðmundar Inga Atvinnulífið misnoti heilbrigðiskerfið Tvö hundruð manns bjargað af þjóðvegi 1 Leita að manneskju við Sjáland Ragnar Þór verður ráðherra Sjá meira