Miðflokkurinn

Fréttamynd

Hið raun­veru­lega vanda­mál naut­gripa­ræktar

Háttvirtur þingmaður Framsóknar í Suðurkjördæmi birti grein undir heitinu Raunveruleg staða nautgriparæktar í síðustu útgáfu Bændablaðsins. Vill undirrituð taka undir að staða nautgriparæktunar í dag sé orðin grafalvarleg og hjá alltof mörgum nautgripabændum komin yfir þolmörk, því líkt og háttvirtur þingmaður benti réttilega á þá hefur rekstrarniðurstaða greinarinnar vegna áranna 2017-2021 verið í öllum tilfellum neikvæð.

Skoðun
Fréttamynd

Fit for 55: „Eins og að segja fólki að fara til út­landa með Nor­rænu“

Utanríkisráðherra segir það algjörlega kristaltært að ekkert verði af loftlagssköttum ESB um millilandaflug án þess að tillit verði tekið til séríslenskra aðstæðna. Um sé að ræða víðtækasta mál frá því að Ísland varð aðili að EES samningnum og forgangsröðun eftir því. Þingmaður Miðflokksins segir að verði innleiðingin samþykkt sé verið að rústa stöðu Íslands sem stoppistöðvar í tengiflugi. 

Innlent
Fréttamynd

Á guðs vegum með Bjarna Ben og FÍB

Þann 21. mars síðastliðinn glöddust fjármálaráðherra Bjarni Benediktsson og formaður samgöngunefndar Vilhjálmur Árnason fyrir hönd ríkisstjórnarinnar yfir liðsinni FÍB við að reyna sannfæra almenning um að eina sanngjarna leiðin til innheimtu skatts vegna viðhalds og uppbyggingar vegasamgangna, sé að skipta út núverandi skattlagningu á eldsneyti fyrir kílómetragjald.

Skoðun
Fréttamynd

Ráðvilltur ríkisendurskoðandi

Undanfarið hefur forseti Alþingis flúið úr einu horni í annað undan þeim sem berjast fyrir því að greinargerð setts ríkisendurskoðanda í Lindarhvolsmálinu verði birt. Forseti hefur bágan málstað að verja þar sem allir aðrir forsætisnefndarmenn hafa samþykkt birtingu greinargerðarinnar auk þess sem tvö lögfræðiálit liggja fyrir um að birta skuli greinargerðina.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki beint kostnaðar­aukning heldur ný fram­kvæmd

Framkvæmdastjóri Betri samgangna útskýrði í dag í Sprengisandi fimmtán milljarða hækkun á kostnaði við samgöngusáttmála. Þingmaður Miðflokksins segir að það þurfi að skera kostnaðinn niður, meðal annars með því að sleppa ákveðnum verkefnum. 

Innlent
Fréttamynd

Kardóbær

Kardóbær er yndislegur bær á Suðurlandi, fullur af skrítnum húsum og skemmtilegum dýrum og litríkum íbúum. Þekktur er bærinn fyrir friðsæld og veðurfar sem ekki fyrirfinnst annarsstaðar á Íslandi. Þrennt er það þó sem að ógnar friðsældinni í Kardóbæ, þrír kostulegir ræningjar, ógurlega ljónið þeirra sem elskar mjólkursúkkulaði og hin ráðríka og skapstygga en jafnframt hin fallega og góða Soffía frænka.

Skoðun
Fréttamynd

Ísland sem söluvara

Staðan í hælisleitendamálum á Íslandi er stjórnlaus. Dómsmálaráðherra hefur nú viðurkennt þetta ítrekað sem og að þetta sé afleiðing af stefnu íslenskra stjórnvalda. Enn bendir þó fátt til þess að stjórnvöld geri sér grein fyrir eðli og umfangi vandans.

Skoðun
Fréttamynd

Koma svo fjármálaráðherra! Birtu greinargerðina!

Í síðasta Silfri RUV sagði fjármálaráðherra að ekkert í greinargerð setts ríkisendurskoðanda ad hoc um Lindarhvol væri þess eðlis að það þyldi ekki opinbera birtingu. Þetta er hárrétt mat hjá ráðherranum og samhljóða tveim óháðum lögfræðiálitum. Samt er það svo að einn af undirmönnum ráðherrans, síðasti stjórnarmaður Lindarhvols stendur ásamt þriðja ríkisendurskoðandanum gegn birtingu greinargerðarinnar.

Skoðun
Fréttamynd

Mun fisk­vinnsla í Stykkis­hólmi leggjast af?

Á síðasta ári var sett á laggirnar nefnd á vegum sjávarútvegsráðherra til að kortleggja áskoranir og tækifæri í sjávarútvegi og tengdum greinum og meta þjóðhagslegan ávinning fiskveiðistjórnunarkerfisins.

Skoðun
Fréttamynd

„Innræting er ekki orð sem við notum“

Magnús Þór Jónsson formaður Kennarasambands Íslands segir í Íslandi í dag: „Ef ég væri Sigmundur Davíð myndi mér ekki þykja þægilegt að vera settur á sömu glæru og þessir þarna.“

Innlent
Fréttamynd

Er ekki tilefni til að skammast sín og biðjast afsökunar?

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands þvertekur fyrir það í samtali við fréttamann visir.is fyrr í dag að biðja Sigmund Davíð Gunnlaugsson formann Miðflokksins og fyrrverandi forsætisráðherra afsökunar á því óþverrabragði kennara við skólann að stilla Sigmundi upp við hlið alræðissinna og fjöldamorðingja á glæru í „kennslustund“ við skólann.

Skoðun
Fréttamynd

Skólastjóri vísar ásökunum um innrætingu kennara í Verzló á bug

Skólastjóri Verzlunarskóla Íslands segir það klaufalegt að þingmaðurinn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson hafi verið settur í hóp með Hitler og Mussolini á glæru í kennslustund en að málið hafi verið tekið úr samhengi. Sigmundur segir atvikið skýrt dæmi um innrætingu og áróður af hálfu kennara. Skólastjóri vísar því á bug og segist munu ræða við Sigmund. 

Innlent
Fréttamynd

Sigmundi slegið upp með Hitler og Mússólíní í Verzló

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson er allt annað en sáttur við að hafa birst með á glæru með frægustu fasistum sögunnar í kennslustund í Verslunarskóla Íslands. Á glæru sem Sigmundur segir hafa verið notaða við kennslu sést Sigmundur ásamt þeim Adolf Hitler og Benító Mússólíní undir yfirskriftinni „Nokkrir merkir þjóðernissinnar".

Innlent
Fréttamynd

Fliss Katrínar og Sigmundar vekur upp spurningar

Augnablik þar sem Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra og Sigmundur Davíð Gunnlaugsson formaður Miðflokksins pískra sín á milli á meðan Inga Sæland fer mikinn um útlendingamál hefur vakið athygli.

Lífið
Fréttamynd

Þægileg innivinna

Nú er árið 2023 handan við hornið og óhjákvæmilegt að staldra við og líta um öxl. Þar sem ég hef starfað á sjó síðastliðið ár, eftir að hafa verið eitt kjörtímabil sem alþingismaður, eru stjórnmálin enn ofarlega í huga. Segja má að núverandi ríkisstjórn sé sú sama og var við völd árin 2017 til 2021, sett saman úr flokkum sem spanna þvert yfir hinn margumtalaða pólitíska öxul frá vinstri yfir miðjuna til hægri.

Skoðun
Fréttamynd

Fylgi Sam­fylkingar rúm­lega tvö­faldast frá síðustu kosningum

Fylgi Samfylkingarinnar hefur rúmlega tvöfaldast frá þingkosningum á síðustu ári samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallúp. Fylgi flokksins mælist nú rúmlega 21 prósent samanborið við 9,9 prósent í þingkosningunum í september 2021 og fengi flokkurinn samkvæmt könnuninni fimmtán þingmenn kjörna.

Innlent
Fréttamynd

Vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið

Fjármálaráðherra segir vísbendingar um að glæpagengi misnoti hælisleitendakerfið og vegabréf frá Venesuela gangi kaupum og sölum sem komi fólki í skuld við þau. Dómsmálaráðherra væri að vinna að því að ná sátt um breytingar á lögum um útlendinga þannig að það gagnist þeim sem þurfi á kerfinu að halda.

Innlent
Fréttamynd

Stefna stjórnar (og stjórnar­and­stöðu) í hælis­leit­enda­málum

Eins og svo oft hefst ekki umræða um mikilvæg mál fyrir alvöru fyrr en í óefni er komið. Þingmenn Miðflokksins hafa árum saman bent á í hvað stefndi í hælisleitendamálum. -Bent á að búið væri að koma Íslandi rækilega á kortið hjá þeim sem skipuleggja fólksflutninga og samanburðinn við hin Norðurlöndin.

Skoðun
Fréttamynd

Ósammála um hvort fólk komi af neyð eða í leit að betra lífi

Þingmaður Miðflokksins segir aðsókn flóttafólks til landsins vera hlutfallslega þá langmestu í Evrópu. Þingmenn eru ósammála um hvort flóttafólk komi hingað í neyð eða í leit að betra lífi. Tekist var á um árangur Norðurlandaþjóðanna í innflytjendamálum að lokinni sendiferð allsherjar- og menntamálanefndar til Danmerkur og Noregs á Sprengisandi.

Innlent
Fréttamynd

Vill senda flótta­­fólk til Rúanda

Formaður Miðflokksins segist ekki trúa því að nýopnuð fjöldahjálparmiðstöð fyrir flóttafólk verði tímabundið úrræði. Opnunin sé til marks um stjórnleysi í málefnum flóttafólks. Ísland hafi ranglega verið auglýst sem áfangastaður fyrir þá sem skipuleggi fólksflutninga. 

Innlent