Norski boltinn

Fréttamynd

Ingibjörg og Svava skiptu stigunum á milli sín í lokaumferðinni

Lokaumferð norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu fór fram í dag, en úrslit hennar voru nú þegar ráðin. Svava Rós Guðmundsdóttir og stöllur hennar í Brann tryggðu sér titilinn í seinustu umferð, en þær gerðu 1-1 jafntefli gegn Ingibjörgu Sigurðardóttur og liðsfélögum hennar í Vålerenga í dag.

Fótbolti
Fréttamynd

Svava skoraði er Brann tryggði sér titilinn

Svava Rós Guðmundsdóttir skoraði fyrra mark Brann er liðið tryggði sér efsta sæti efri hluta norsku deildarinnar í knattspyrnu með 1-2 útisigri gegn Selmu Sól Magnúsdóttur og stöllum hennar í Rosenborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Vilja afnema úrslitakeppnina strax

Forráðamenn norska knattspyrnufélagsins Vålerenga, liðsins sem Ingibjörg Sigurðardóttir leikur með, vilja að nýja úrslitakeppnin sem notast er við í úrvalsdeild kvenna í Noregi í ár verði afnumin strax.

Fótbolti
Fréttamynd

Svava Rós nálgast norska meistara­titilinn | Berg­lind Rós drap titil­vonir Kristian­stad

Svava Rós Guðmundsdóttir nældi sér í gult spjald þegar Brann vann öruggan 3-0 sigur í úrvalsdeild kvenna í fótbolta. Sigurinn þýðir að Brann er hársbreidd frá norska meistaratitlinum. Þá skoraði Berglind Rós Ágústsdóttir í 3-2 sigri Örebro á Kristianstad, segja má að tapaði hafi endanlega gert út um vonir Kristianstad að verða sænskur meistari.

Fótbolti
Fréttamynd

Ísak Snær mættur til Þrándheims

Ísak Snær Þorvaldsson, leikmaður Breiðabliks, er mættur til Þrándheims í Noregi og mun líklega ganga frá skiptum til Rosenborgar. Hann mun þá ganga til liðs við félagið þegar félagsskiptaglugginn opnar á ný um áramótin.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Íslendingaliðin töpuðu stigum í toppbaráttunni

Íslendingaliðin Bodö/Glimt og Lilleström töpuðu bæði stigum í toppbaráttu norsku úrvalsdeildarinnar í knattspyrnu í dag. Alfons Sampsted og félagar hans í Bodö/Glimt gerðu 1-1 jafntefli gegn Haugesund og Hólmbert Aron Friðjónsson og félagar hans í Lilleström máttu þola 3-1 tap gegn Rosenborg.

Fótbolti
Fréttamynd

Svava Rós og Selma Sól skoruðu báðar í jafn­tefli

Svava Rós Guðmundsdóttir og Selma Sól Magnúsdóttir skoruðu báðar þegar Brann og Rosenborg gerðu 1-1 jafntefli. Sveindís Jane Jónsdóttir hóf tímabilið á bekknum hjá Wolfsburg, Berglind Björg Þorvaldsdóttir spilaði sínar fyrstu mínútur fyrir París Saint-Germain og Anna Björk Kristjánsdóttir var í liði Inter sem vann stórsigur.

Fótbolti
Fréttamynd

Evrópu­ævin­týri Al­fons og fé­laga hófst gegn Val

Alfons Sampsted og liðsfélagar hans í norska meistaraliðinu Bodø/Glimt hafa nú unnið 14 Evrópuleiki í röð í annað hvort Evrópu- eða Sambandsdeild Evrópu. Sigurgangan hófst þann 29. júlí 2021 er liðið lagði þáverandi Íslandsmeistara Vals 3-0.

Fótbolti