Lið Hildar yfir gegn meisturunum í hálfleik en töpuðu með sjö Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 5. október 2024 17:15 Hildur (til vinstri í efri röðinni) getur huggað sig við það að án hennar fékk liðið á sig fimm mörk á aðeins tuttugu mínútum. Madríd CFF Hildur Antonsdóttir og stöllur í Madríd CFF voru 1-0 yfir gegn Evrópu- og Spánarmeisturum Barcelona þegar flautað var til hálfleiks í leik liðanna í efstu deild kvenna í knattspyrnu fyrr í dag. Börsungar skoruðu átta mörk í síðari hálfleik. Íslenska landsliðskonan samdi við Madríd Club de Fútbol Femenino fyrir tímabilið og var í byrjunarliðinu þegar ógnarsterkt lið Barcelona kom í heimsókn. Allegra Poljak skoraði eina mark fyrri hálfleiks og voru heimakonur gríðarlega óvænt 1-0 yfir þegar síðari hálfleikur var flautaður á. ALLEGRAAAA ⚽😍🇷🇸#LigaF | #VamosMiMadrid 🤍🩷 https://t.co/9JsQEypf4C pic.twitter.com/QDath89vf2— Madrid CFF (@MadridCFF) October 5, 2024 Eftir það lá leiðin niður á við en Keira Walsh jafnaði metin á 49. mínútu. Tíu mínútum síðar hafði Ewa Pajor komið gestunum yfir eftir sendingu frá Wals og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-3, hin 18 ára gamla Vicky López með markið. Hildur var svo tekin af velli þegar rétt rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks en við það virtist allur botn falla úr leik heimaliðsins. Aðeins mínútu eftir að Hildur fékk sér sæti á bekknum kom Alexia Putellas gestunum 4-1 yfir. Walsh bætti svo við öðru marki sínu áður en Ingrid Syrstad Engen, Ona Batlle og Jana Fernández skoruðu allar, lokatölur 1-8. WOW 🤩 #MadridCFFBarça pic.twitter.com/GZLLarebQR— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2024 Þegar fimm umferðum er lokið í La Liga kvenna á Spáni er Barcelona með fullt hús stiga ásamt Real og Atlético Madríd. Lið Hildar situr í 9. sæti með sex stig eftir tvo sigra og þrjú töp. Í efstu deild Noregs skoraði Stefán Ingi Sigurðarson eina mark Sandefjord í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi og félagar eru því áfram í fallsæti, stigi á eftir Haugesund þegar 24 umferðir eru búnar. Í Sádi-Arabíu fékk Jóhann Berg Guðmundsson að kenna á Cristiano Ronaldo og Sadio Mané þegar lið hans Al Orubah tapaði 3-0 fyrir Al Nassr. Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann lagði upp annað mark leiksins sem Mané skoraði. Senegalinn kláraði svo leikinn endanlega á 71. mínútu þegar hann bætti þriðja marki leiksins við. Jóhann Berg spilaði allan leikinn á miðju Al Orubah sem átti lítinn möguleika gegn stórstjörnum Al Nassr. Eftir tapið er Al Orubah enn með sjö stig, nú í 11. sæti. Fótbolti Spænski boltinn Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira
Íslenska landsliðskonan samdi við Madríd Club de Fútbol Femenino fyrir tímabilið og var í byrjunarliðinu þegar ógnarsterkt lið Barcelona kom í heimsókn. Allegra Poljak skoraði eina mark fyrri hálfleiks og voru heimakonur gríðarlega óvænt 1-0 yfir þegar síðari hálfleikur var flautaður á. ALLEGRAAAA ⚽😍🇷🇸#LigaF | #VamosMiMadrid 🤍🩷 https://t.co/9JsQEypf4C pic.twitter.com/QDath89vf2— Madrid CFF (@MadridCFF) October 5, 2024 Eftir það lá leiðin niður á við en Keira Walsh jafnaði metin á 49. mínútu. Tíu mínútum síðar hafði Ewa Pajor komið gestunum yfir eftir sendingu frá Wals og tveimur mínútum síðar var staðan orðin 1-3, hin 18 ára gamla Vicky López með markið. Hildur var svo tekin af velli þegar rétt rúmar tuttugu mínútur lifðu leiks en við það virtist allur botn falla úr leik heimaliðsins. Aðeins mínútu eftir að Hildur fékk sér sæti á bekknum kom Alexia Putellas gestunum 4-1 yfir. Walsh bætti svo við öðru marki sínu áður en Ingrid Syrstad Engen, Ona Batlle og Jana Fernández skoruðu allar, lokatölur 1-8. WOW 🤩 #MadridCFFBarça pic.twitter.com/GZLLarebQR— FC Barcelona Femení (@FCBfemeni) October 5, 2024 Þegar fimm umferðum er lokið í La Liga kvenna á Spáni er Barcelona með fullt hús stiga ásamt Real og Atlético Madríd. Lið Hildar situr í 9. sæti með sex stig eftir tvo sigra og þrjú töp. Í efstu deild Noregs skoraði Stefán Ingi Sigurðarson eina mark Sandefjord í 2-1 tapi gegn Kristiansund. Stefán Ingi og félagar eru því áfram í fallsæti, stigi á eftir Haugesund þegar 24 umferðir eru búnar. Í Sádi-Arabíu fékk Jóhann Berg Guðmundsson að kenna á Cristiano Ronaldo og Sadio Mané þegar lið hans Al Orubah tapaði 3-0 fyrir Al Nassr. Ronaldo skoraði fyrsta markið úr vítaspyrnu áður en hann lagði upp annað mark leiksins sem Mané skoraði. Senegalinn kláraði svo leikinn endanlega á 71. mínútu þegar hann bætti þriðja marki leiksins við. Jóhann Berg spilaði allan leikinn á miðju Al Orubah sem átti lítinn möguleika gegn stórstjörnum Al Nassr. Eftir tapið er Al Orubah enn með sjö stig, nú í 11. sæti.
Fótbolti Spænski boltinn Norski boltinn Sádiarabíski boltinn Mest lesið Bíll Shaquille O'Neal enn ófundinn Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Íslenski boltinn Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Fótbolti Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Fótbolti Vonast til að komast í Kórinn: „Menn hafa aldrei séð annað eins“ Fótbolti Fær þrjár milljónir á dag næstu sex árin fyrir að gera ekkert Sport Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Enski boltinn Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Fótbolti Landsleiknum aflýst og framhaldið óljóst Fótbolti Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool Enski boltinn Fleiri fréttir Vísar slúðrinu til föðurhúsanna Ísak Bergmann lagði upp gegn Bayern „Við tókum bara þá ákvörðun að fara í Svanavatnið“ Albert og Mikael Egill í vondum málum á Ítalíu Palace neitar að sleppa takinu á Liverpool „Eitthvað sem ég mun aldrei gleyma“ Einkunnir Íslands: Þrjár heitastar í frostinu Viktor Bjarki skoraði og lagði upp í fyrsta byrjunarliðsleiknum Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Pedri gæti verið frá keppni til langs tíma Arteta fyrstur stjóranna á fætur Þorsteinn breytir engu á milli leikja Snjóbræðslukerfi Þróttar kom KSÍ til bjargar Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar Segja spurningar vakna um stöðu Elísabetar Litu á hann sem risaeðlu en sjáið hvað er í tísku núna Formaðurinn hjálpaði til við að moka völlinn Formenn sambandanna hjálpuðu við að moka völlinn Real Madrid mun ekki refsa Vinícius Júnior Fluttu fréttir af snjónum í Reykjavík Sýknaður í alvarlegu ofbeldismáli Búið að finna leiðina til að pirra og vinna Liverpool Sú leikjahæsta leggur skóna á hilluna og klárar læknanámið Stuðningsmaður RB Leipzig lést á bikarleiknum í gærkvöldi Arteta óttast ekki að keppinautarnir steli undrabarninu frá honum FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Spánn og Þýskaland mætast í úrslitum Anguissa hetja meistaranna Hákon Rafn hélt hreinu þegar Brentford flaug áfram Sjá meira