Seðlabankinn

Fréttamynd

Skulda­bréfa­markaðurinn verið að dýpka og veltu­hlut­fallið ekki hærra um ára­bil

Framkvæmdastjóri eins af stærstu lífeyrissjóðum landsins furðar sig á umræðu um grunnan skuldabréfamarkað hérlendis, sem veltutölur sýni að hafi í reynd verið að dýpka fremur en hitt að undanförnu, en stjórnendur Seðlabankans hafa sagt ekki hægt að draga of miklar ályktanir til skemmri tíma um verðbólguálagið byggt á viðskipum á þeim markaði. „Hvenær var það þá síðast hægt?“, spyr hann og segir mikilvægt að bæta upplýsingamiðlun þegar rætt sé um skilvirkni markaða.

Innherji
Fréttamynd

„Mjög ó­þægi­legt“ að hærri vextir séu að hafa á­hrif til hækkunar á verð­bólgu

Þótt sú aðferð að innihalda áhrif vaxtabreytinga á reiknaða húsaleigu við mælingu verðbólgu kunni að vera „fræðilega rétt“ þá hefur hún óheppileg áhrif núna þegar vextir Seðlabankans fara hækkandi, að sögn seðlabankastjóra. Árstaktur verðbólgunnar væri umtalsvert lægri um þessar mundir ef vaxtaþátturinn væri undanskilin í húsnæðisliðnum í vísitölu neysluverðs.

Innherji
Fréttamynd

Skulda­bréfa­fjár­festar enn með augun á verð­bólgu­á­hættu vegna kjara­samninga

Grunnur skuldabréfabréfamarkaður, með nánast engri þátttöku frá erlendum fjárfestum, þýðir að ekki er hægt að draga of sterkar ályktanir af skammtímahreyfingum á verðbólguálaginu, að sögn seðlabankastjóra. Með meiri vissu um þróun verðbólgu og vaxta er sennilegt að áhrifin verði lík því að „lemja á tómatsósuflösku“ þegar fjárfestar fari að koma allir inn í einu á skuldabréfamarkaðinn.

Innherji
Fréttamynd

Bankaránið mikla

Fjárhagslegar afleiðingar þess að missa heimili sitt eru skelfilegar en það voru ekki bara fjármunir og eignir sem var stolið af fólki, heldur hreinlega lífinu sjálfu.

Skoðun
Fréttamynd

Virðist vera „kapps­mál“ sumra verka­lýðs­fé­laga að tala upp verð­bólgu­væntingar

Greinendur og markaðsaðilar spáðu rangt fyrir um vaxtaákvörðun peningastefnunefndar af því að þeir voru að einblína um of á skammtímamælikvarða en ekki heildarmyndina, að sögn seðlabankastjóra, sem segir það „einnar messu virði“ að leyfa talsvert háum raunvöxtum að vinna sitt verk. Óvænt ákvörðun um að halda vöxtunum óbreyttum var ekki gerð til að friða verkalýðshreyfinguna í aðdraganda kjaraviðræðna en mikilvægt er að hún geri sér grein fyrir að það sé á „hennar valdi að flýta fyrir vaxtalækkunum.“ 

Innherji
Fréttamynd

All­góð­ar lík­ur á því að botn­inn hafi ver­ið sleg­inn í vaxt­a­hækk­un­ar­ferl­ið

Þótt alls ekki sé hægt að útiloka frekari hækkun stýrivaxta á næstunni eru allgóðar líkur á því að botninn hafi verið sleginn í vaxtahækkunarferlið í bili, að mati aðalhagfræðings Íslandsbanka. Seðlabankastjóri segir þörf á hærri raunvöxtum, sem væntingar eru um að muni nást með lækkandi verðbólguvæntingum, en kjarasamningar á vinnumarkaði eiga eftir að ráða mestu um þróunin á skuldabréfamarkaði.

Innherji
Fréttamynd

Seðla­banka­stjóri hengir bakara fyrir smið

Líkt og í samanburðarlöndum hefur verðbólga verið há hér á landi síðustu misseri, en í flestum samanburðarlöndum er farið að rofa til og verðbólga fer hratt lækkandi. Það sama gerist hins vegar ekki hér og við erum enn að glíma við meira en 8% verðbólgu þrátt fyrir að hér séu stýrivextir í hæstu hæðum.

Skoðun
Fréttamynd

Seðlabankinn „staldrar við“ og á­kveður ó­vænt að halda vöxtum ó­breyttum

Eftir að hafa hækkað meginvexti Seðlabankans fjórtán sinnum í röð hefur peningastefnunefnd ákveðið, sem er á skjön við spár nánast allra greinenda og markaðsaðila, að halda vöxtum óbreyttum í 9,25 prósent. Vísar hún til þess að óvissa sé um framvindu efnahagsmála og hvort aðhaldið sé nægjanlegt – raunvextir hafi hækkað nokkuð á árinu – og því vilji nefndin „staldra við.“

Innherji
Fréttamynd

Markaðurinn spáir enn annarri hækkun og raun­vextir verði „háir lengi“

Þrátt fyrir vísbendingar um kólnun í hagkerfinu eftir miklar vaxtahækkanir þá er líklegt að peningastefnunefnd Seðlabankans vilji ná raunvöxtum enn hærra í því skyni að auka taumhaldið frekar, að mati markaðsaðila og hagfræðinga í könnun Innherja, sem spá fimmtándu vaxtahækkun bankans í röð – en mikil óvissa er hversu langt verður gengið í þetta sinn. Þeir sem vilja taka minna skref, eða 25 punkta hækkun, benda á að jákvæðir raunvextir séu ekki byrjaðir að bíta en aðrir segja nauðsynlegt að halda háum raunvöxtum lengi eigi að ná tökum á verðbólguvæntingum.

Innherji
Fréttamynd

Á­vöxtunar­krafa ríkis­bréfa tók snarpa dýfu eftir kaup er­lends sjóðs

Markaðsvextir á ríkisskuldabréfum lækkuðu talsvert á síðustu tveimur dögum vikunnar, sem tók sömuleiðis niður verðbólguálagið, samhliða kaupum erlends fjárfestis á óverðtryggðum bréfum og var veltan á markaði sú mesta frá því snemma árs 2020. Nýjar hagtölur sýna að verðbólguvæntingar fyrirtækja og heimila, bæði til skamms og lengri tíma, hafa lækkað talsvert sem peningastefnunefnd mun vafalaust líta til við ákvörðun vaxta í næstu viku.

Innherji
Fréttamynd

Spá 0,5 prósentu­stiga stýri­vaxta­hækkun

Hagfræðideild Landsbankans spáir því að peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands hækki vexti bankans um 0,5 prósentustig í næstu viku. Hækkunin yrði sú fimmtánda í röð og meginvextir bankans, vextir á sjö daga bundnum innlánum, færu úr 9,25% í 9,75%.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Flest „lagst gegn“ bankanum frá síðustu á­kvörðun og spáir 50 punkta hækkun

Á þeim ríflega mánuði sem er liðin frá því að peningastefnunefnd Seðlabankans hækkaði síðast vextina í 9,25 prósent þá hafa skammtímavísbendingarnar „heilt yfir lagst gegn“ bankanum, hvort sem litið er til verðbólgu, verðbólguvæntingar eða þróunar efnahagsmál, að mati greiningar Arion banka, sem spáir þess vegna að nefndin muni hækka vextina á ný um 50 punkta. Aðhald peningastefnunnar sé „enn of lítið“ og fari verðbólguvæntingar ekki að hjaðna á næstunni er sennilegt að vextirnir muni brjóta tíu prósenta múrinn áður en árið er liðið.

Innherji
Fréttamynd

Háir lang­tíma­vextir vestan­hafs minnka á­huga fjár­festa á „framandi“ mörkuðum

Þegar það kemst á meiri vissa um að vextir hafi náð hámarki og verðbólgan sé á niðurleið ætti það að skila sér í meira innfæði fjármagns í íslensk ríkisbréf, að sögn seðlabankastjóra, en háir langtímavextir í Bandaríkjunum valda því að skuldabréfafjárfestar sýna framandi mörkuðum núna lítinn áhuga. Eftir nánast ekkert innflæði í ríkisbréf um margra mánaða skeið kom erlendur sjóður inn á markaðinn í gær sem átti sinn þátt í því að ávöxtunarkrafan féll skarpt.

Innherji
Fréttamynd

Verð­bólgu­á­lagið á markaði féll þótt bólgan hafi verið yfir spám grein­enda

Viðsnúningur varð á skuldabréfamarkaði þegar leið á daginn og fjárfestar sóttust eftir því að kaupa óverðtryggð ríkisskuldabréf í mikilli veltu sem varð til þess að verðbólguálagið, sem hefur hækkað mikið frá síðustu vaxtahækkun Seðlabankans, lækkaði töluvert.  Skuldabréfafjárfestar virðast því sumir hverjir hafa átt von á enn verri verðbólgumælingu í morgun enda þótt hún hafi reynst hærri en greinendur gerðu ráð fyrir.

Innherji
Fréttamynd

Met slegið í verðtryggðum íbúðalánum bankanna annan mánuðinn í röð

Talsvert hefur hægt á útlánavexti bankanna til atvinnulífsins á undanförnum þremur mánuðum samhliða hækkandi fjármagnskostnaði en meðalvextir óverðtryggðra fyrirtækjalána voru farnir að nálgast tólf prósent fyrr í sumar. Á sama tíma er ekkert lát á tilfærslu heimila úr óverðtryggðum íbúðalánum yfir í verðtryggð en annan mánuðinn í röð var met slegið í nýjum verðtryggðum lánum bankanna með veði í íbúð.

Innherji
Fréttamynd

Þurfum „stóran“ forða og segir eðlilegt að ríkið gefi reglulega út bréf erlendis

Það er mikilvægt fyrir Ísland að halda úti „stórum“ gjaldeyrisvaraforða en sem hlutfall af landsframleiðslu hefur hann minnkað talsvert á skömmum tíma og er nú aðeins lítillega yfir þeim viðmiðum sem Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn hefur sett. Hægt væri að styrkja forðann með lántöku ríkissjóðs í erlendri mynt en eðlilegt er að íslenska ríkið gefi reglulega út slík skuldabréf, að sögn seðlabankastjóra.

Innherji
Fréttamynd

Líf­eyris­sjóðir halda svipuðum takti í gjald­eyris­kaupum og í fyrra

Þrátt fyrir að lífeyrissjóðir hafi aukið nokkuð við fjárfestingar sínar í erlendum gjaldmiðlum yfir sumarmánuðina samhliða auknu innflæði gjaldeyris til landsins vegna mikils fjölda ferðamanna þá styrktist gengi krónunnar stöðugt á tímabilinu. Hrein gjaldeyriskaup lífeyrissjóðanna jukust um liðlega fimmtán prósent á fyrstu átta mánuðum ársins en flestir sjóðir eru hins vegar enn talsvert fjarri innri viðmiðum um hlutfall gjaldeyriseigna af heildareignum sínum.

Innherji
Fréttamynd

„Mun taka tíma“ að byggja upp heima­markað fyrir ó­tryggðar út­gáfur bankanna

Fjármálakerfið hefur sýnt að það er sumpart í sterkari stöðu en margir bankar erlendis, með því að geta þolað tímabundið hátt vaxtastig og meira fjármálalegt aðhald, og vaxtaálagið á erlendar skuldabréfaútgáfur bankanna hefur lækkað skarpt að undanförnu. Seðlabankastjóri segir að horft fram á við megi hins vegar áfram búast við sveiflum í vaxtakjörum bankanna á erlendum mörkuðum en fjarvera íslenskra stofnanafjárfesta þegar kemur að kaupum á ótryggðum útgáfum stendur þeim fyrir þrifum.

Innherji
Fréttamynd

„Við erum á tánum“

Viðskiptabankarnir gætu búist við holskeflu viðskiptavina á næstu mánuðum vegna aukinnar greiðslubyrði fasteignalána. Seðlabankastjóri segir að verðbólga þurfi að minnka svo áfram verði hægt að bjóða upp á óverðtryggða vexti.

Viðskipti innlent