„Algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins“ Sunna Sæmundsdóttir skrifar 16. ágúst 2024 13:58 Ragnar Þór Ingólfsson formaður VR. Stöð 2/Arnar Ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist að stýra efnahag landsins segir formaður VR. Þetta sýni samanburður sem félagið hafi gert á vaxtaþróun og verðbólgu á Norðurlöndum. Verkalýðshreyfingin hafi verið blekkt við gerð síðustu kjarasamninga. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun á miðvikudag og hefur hagfræðideild Landsbankans spáð því að vöxtum verði haldi óbreyttum í ljósi þess að verðbólga var umfram væntingar í sumar. Innan VR hefur verið unnið að samanburðargreiningu á vaxtaumhverfi og verðbólgu á Norðurlöndunum og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna skýra. „Staðan horfir þannig við mér að bæði ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist í að stýra hér efnahag landsins,“ segir Ragnar Þór, ómyrkur í máli. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku.vísir/arnar Hann bendir á að verðbólga hafi mælst yfir tólf prósentum í Svíþjóð í kringum ársbyrjun 2023 en að þar hafi stýrivextir ekki verið hækkaðir eins skarpt. „Þar fóru þeir hæst í um fjögur prósent á meðan stýrivextir hafa verið hér í 9,25 prósentum. Húsnæðislánavextir hér eru um og yfir ellefu prósentin á meðan húsnæðisvextir í Svíþjóð eru 4,4 prósent,“ segir Ragnar. Samið hafi verið um aðeins meiri launahækkanir í Svíþjóð en hér á landi og þar sé verðbólga nú komin undir þrjú prósent. Hér á landi þokaðist verðbólga aftur upp fyrir sex prósent í júlí og er að mestu drifin áfram af húsnæðismarkaðnum. „Það er meðal annars vegna skortstöðu sem hefur myndast á húsnæðimarkaði og hárra vaxta sem dregur úr framboði á húsnæði vegna þess að verktakar eru að draga úr framkvæmdum. Ábyrgðaleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismarkaðinn og ábyrgðaleysi seðlabanka varðandi efnahagsstjórn er með þvílíkum einsdæmum að það er erfitt að koma orðum yfir það,“ segir Ragnar. Óttast spíral vanskila Vanskil heimila og fyrirtækja hafa aukist nokkuð hratt á síðustu mánuðum og Ragnar óttast að þau fari ört vaxandi í þessu vaxtaumhverfi. „Þegar sá spírall er kominn í gang er bara ekki víst að við náum að vinda ofan af þessu.“ Ragnar bendir á að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir í vor í von um að ná tökum á verðbólgu til þess að lækka mætti stýrivexti. „Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum seðlabankans sem taldi að til þess að það væri hægt að fara í verulegar vaxtalækkanir þyrftu kjarasamningar að vera með ákveðnum hætti. Seðlabankinn hefur greinilega gert eins og hann hefur gert áður, blekkt bæði verkalýðshryeringuna og almenning í landinu, alveg eins og þegar hann taldi lágvaxtastefnu komna til að vera.“ Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands kynnir næstu stýrivaxtaákvörðun á miðvikudag og hefur hagfræðideild Landsbankans spáð því að vöxtum verði haldi óbreyttum í ljósi þess að verðbólga var umfram væntingar í sumar. Innan VR hefur verið unnið að samanburðargreiningu á vaxtaumhverfi og verðbólgu á Norðurlöndunum og Ragnar Þór Ingólfsson, formaður félagsins, segir niðurstöðuna skýra. „Staðan horfir þannig við mér að bæði ríkisstjórninni og seðlabankanum hefur algjörlega mistekist í að stýra hér efnahag landsins,“ segir Ragnar Þór, ómyrkur í máli. Peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands mun kynna næstu vaxtaákvörðun sína á miðvikudag í næstu viku.vísir/arnar Hann bendir á að verðbólga hafi mælst yfir tólf prósentum í Svíþjóð í kringum ársbyrjun 2023 en að þar hafi stýrivextir ekki verið hækkaðir eins skarpt. „Þar fóru þeir hæst í um fjögur prósent á meðan stýrivextir hafa verið hér í 9,25 prósentum. Húsnæðislánavextir hér eru um og yfir ellefu prósentin á meðan húsnæðisvextir í Svíþjóð eru 4,4 prósent,“ segir Ragnar. Samið hafi verið um aðeins meiri launahækkanir í Svíþjóð en hér á landi og þar sé verðbólga nú komin undir þrjú prósent. Hér á landi þokaðist verðbólga aftur upp fyrir sex prósent í júlí og er að mestu drifin áfram af húsnæðismarkaðnum. „Það er meðal annars vegna skortstöðu sem hefur myndast á húsnæðimarkaði og hárra vaxta sem dregur úr framboði á húsnæði vegna þess að verktakar eru að draga úr framkvæmdum. Ábyrgðaleysi stjórnvalda varðandi húsnæðismarkaðinn og ábyrgðaleysi seðlabanka varðandi efnahagsstjórn er með þvílíkum einsdæmum að það er erfitt að koma orðum yfir það,“ segir Ragnar. Óttast spíral vanskila Vanskil heimila og fyrirtækja hafa aukist nokkuð hratt á síðustu mánuðum og Ragnar óttast að þau fari ört vaxandi í þessu vaxtaumhverfi. „Þegar sá spírall er kominn í gang er bara ekki víst að við náum að vinda ofan af þessu.“ Ragnar bendir á að samið hafi verið um hóflegar launahækkanir í vor í von um að ná tökum á verðbólgu til þess að lækka mætti stýrivexti. „Við fórum í einu og öllu eftir leiðbeiningum seðlabankans sem taldi að til þess að það væri hægt að fara í verulegar vaxtalækkanir þyrftu kjarasamningar að vera með ákveðnum hætti. Seðlabankinn hefur greinilega gert eins og hann hefur gert áður, blekkt bæði verkalýðshryeringuna og almenning í landinu, alveg eins og þegar hann taldi lágvaxtastefnu komna til að vera.“
Seðlabankinn Efnahagsmál Fjármál heimilisins Mest lesið Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Fleiri fréttir Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Sjá meira