Hefði ekki í „blautustu, villtustu draumum“ órað fyrir óbreyttum stýrivöxtum Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 21. ágúst 2024 10:27 Vilhjálmur Birgisson, formaður Verkalýðsfélags Akraness, segist hlessa yfir ákvörðun peningastefnunefndar að lækka ekki stýrivexti. Vísir/Arnar Formaður Verkalýðsfélags Akraness segir að sig hefði ekki órað fyrir því, í sínum villtustu draumum, þegar hann undirritaði kjarasamninga í vor að enn yrðu stýrivextir í 9,25 prósentum í dag. Hann segir tíma til kominn að rótargreina hvers vegna vaxtastig sé svona hátt í landinu. Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur í viðbót. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir í Bítinu á Bylgjunni að honum líði ekki vel með þetta afmæli. Hann segist hissa á ákvörðun peeningastefnunefndar að lækka ekki vextina. „Sérstaklega í ljósi þess að við erum núna búin að fara eftir, í einu og öllu, því sem Seðlabankinn vildi að aðilar vinnumarkaðarins myndu gera. Takið eftir því að þegar við erum að semja glumdi það í eyrum okkar að einn mikilvægasti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi væru kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði,“ segir Vilhjálmur. Hann minnir á að aðilar vinnumarkaðarins hafi í vor gengið frá hófstilltum kjarasamningum til fjögurra ára á almennum vinnumarkaði til að bregðast við óskum Seðlabankans. Nú hafi opinberi vinnumarkaðurinn leikið það eftir. „Þannig að það er komin ró á vinnumarkaðinn næstu fjögur árin og þessari óvissu hefur algerlega verið ýtt til hliðar. Ég skal fúslega viðurkenna það að fyrir fimm mánuðum síðan, þegar við vorum að undirrita kjarasamningana, hefði mig ekki í blautustu, villtustu draumum látið hvarfla að mér að stýrivextir væru enn óbreyttir í 9,25 prósentum.“ Stýrivaxtatólið virki ekki þegar fólki er smalað í verðtryggð lán Hann segir stýrivextina nú í huga peningastefnunefndar tengda verðbólgunni, sem komi til endurskoðunar á næsta ári. Hann minnir á að sígi verðbólgan ekki losni kjarasamningar. „Ég hef sagt það opinberlega og ítreka það enn og aftur að þetta var tilraunaverkefni sem við vorum að gera með þessum hætti að fara í einu og öllu eftir því sem Seðlabankinn sagði okkur að gera vegna þess að það liggur alveg fyrir að öll spjót hafa alltaf beinst að aðilum vinnumarkaðarins um að þetta sé þeim að kenna, að það sé verið að semja um of miklar launahækkanir og svo framvegis,“ segir Vilhjálmur. „Núna erum við að semja með afar hófstilltum hætti. Það virðist ekki hafa nein áhrif. Það er rétt að geta þess að 50 prósent af verðbólgunni frá áramótum er vegna hækkunar á húsnæðisverði, eða vegna húsnæðisliðar. 50 prósent af verðbólgunni er vegna þess, þrátt fyrir að við séum hér með stýrivexti í 9,25 prósentum.“ Stýrivextir í 3,5 prósentum í Svíþjóð Hátt vaxtastig hafi verið meðal annars til að slá á verðhækkanir á húsnæðisverði. „Það sem gerist er að við erum með þetta rammruglaða kerfi okkar Íslendingar, sem er svokölluð verðtrygging. Það sem gerist er það að fólkinu, sem var með óverðtryggð lán, er smalað yfir í verðtryggð lán þar sem vextir eru í raun og veru lægri en þegar þeir voru óverðtryggðir. Þá virkar stýrivaxtatól Seðlabankans ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segir ótrúlegt að staðan sé þessi hér á Íslandi þegar nágrannaþjóðirnar séu á allt öðrum stað og nefnir Svíþjóð til dæmis. „Það var verið að lækka stýrivexti þar niður um 0,25 prósent, [í 3,5 prósent] verðbólgan þar er 2,6 prósent sem þýðir að raunvextir stýrivaxta í Svíþjóð eru 0,9 prósent. Þeir eru í 2,95 prósentum hér. Hér er fyrst og fremst slegin skjaldborg utan um fjármálakerfið frá A til Ö á kostnað lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Vilhjálmur. Nú þurfi að rótargreina hvers vegna staðan sé þessi. „Svo sannarlega þarf að rótargreina núna nákvæmlega hvað er það sem veldur því að það eru tvö lönd í heiminum sem eru með hærra vaxtastig en við? Það eru Úkraína og Rússland, sem eru í blóðugum stríðsátökum. Þetta eru löndin fyrir ofan okkur. Öll önnur lönd sem við erum að bera okkur saman við eru með miklu lægra vaxtastig en við.“ Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42 SA og ASÍ hnýta í Seðlabankann Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. 20. ágúst 2024 18:24 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Tilkynnt var í morgun að stýrivextir Seðlabankans verði óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur í viðbót. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness segir í Bítinu á Bylgjunni að honum líði ekki vel með þetta afmæli. Hann segist hissa á ákvörðun peeningastefnunefndar að lækka ekki vextina. „Sérstaklega í ljósi þess að við erum núna búin að fara eftir, í einu og öllu, því sem Seðlabankinn vildi að aðilar vinnumarkaðarins myndu gera. Takið eftir því að þegar við erum að semja glumdi það í eyrum okkar að einn mikilvægasti óvissuþátturinn í íslensku efnahagslífi væru kjarasamningar á hinum almenna vinnumarkaði,“ segir Vilhjálmur. Hann minnir á að aðilar vinnumarkaðarins hafi í vor gengið frá hófstilltum kjarasamningum til fjögurra ára á almennum vinnumarkaði til að bregðast við óskum Seðlabankans. Nú hafi opinberi vinnumarkaðurinn leikið það eftir. „Þannig að það er komin ró á vinnumarkaðinn næstu fjögur árin og þessari óvissu hefur algerlega verið ýtt til hliðar. Ég skal fúslega viðurkenna það að fyrir fimm mánuðum síðan, þegar við vorum að undirrita kjarasamningana, hefði mig ekki í blautustu, villtustu draumum látið hvarfla að mér að stýrivextir væru enn óbreyttir í 9,25 prósentum.“ Stýrivaxtatólið virki ekki þegar fólki er smalað í verðtryggð lán Hann segir stýrivextina nú í huga peningastefnunefndar tengda verðbólgunni, sem komi til endurskoðunar á næsta ári. Hann minnir á að sígi verðbólgan ekki losni kjarasamningar. „Ég hef sagt það opinberlega og ítreka það enn og aftur að þetta var tilraunaverkefni sem við vorum að gera með þessum hætti að fara í einu og öllu eftir því sem Seðlabankinn sagði okkur að gera vegna þess að það liggur alveg fyrir að öll spjót hafa alltaf beinst að aðilum vinnumarkaðarins um að þetta sé þeim að kenna, að það sé verið að semja um of miklar launahækkanir og svo framvegis,“ segir Vilhjálmur. „Núna erum við að semja með afar hófstilltum hætti. Það virðist ekki hafa nein áhrif. Það er rétt að geta þess að 50 prósent af verðbólgunni frá áramótum er vegna hækkunar á húsnæðisverði, eða vegna húsnæðisliðar. 50 prósent af verðbólgunni er vegna þess, þrátt fyrir að við séum hér með stýrivexti í 9,25 prósentum.“ Stýrivextir í 3,5 prósentum í Svíþjóð Hátt vaxtastig hafi verið meðal annars til að slá á verðhækkanir á húsnæðisverði. „Það sem gerist er að við erum með þetta rammruglaða kerfi okkar Íslendingar, sem er svokölluð verðtrygging. Það sem gerist er það að fólkinu, sem var með óverðtryggð lán, er smalað yfir í verðtryggð lán þar sem vextir eru í raun og veru lægri en þegar þeir voru óverðtryggðir. Þá virkar stýrivaxtatól Seðlabankans ekki,“ segir Vilhjálmur. Hann segir ótrúlegt að staðan sé þessi hér á Íslandi þegar nágrannaþjóðirnar séu á allt öðrum stað og nefnir Svíþjóð til dæmis. „Það var verið að lækka stýrivexti þar niður um 0,25 prósent, [í 3,5 prósent] verðbólgan þar er 2,6 prósent sem þýðir að raunvextir stýrivaxta í Svíþjóð eru 0,9 prósent. Þeir eru í 2,95 prósentum hér. Hér er fyrst og fremst slegin skjaldborg utan um fjármálakerfið frá A til Ö á kostnað lítilla og meðalstórra fyrirtækja,“ segir Vilhjálmur. Nú þurfi að rótargreina hvers vegna staðan sé þessi. „Svo sannarlega þarf að rótargreina núna nákvæmlega hvað er það sem veldur því að það eru tvö lönd í heiminum sem eru með hærra vaxtastig en við? Það eru Úkraína og Rússland, sem eru í blóðugum stríðsátökum. Þetta eru löndin fyrir ofan okkur. Öll önnur lönd sem við erum að bera okkur saman við eru með miklu lægra vaxtastig en við.“
Efnahagsmál Seðlabankinn Verðlag Íslenska krónan Kjaramál Bítið Kjaraviðræður 2023-24 Tengdar fréttir Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31 Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42 SA og ASÍ hnýta í Seðlabankann Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. 20. ágúst 2024 18:24 Mest lesið Varar við framtíðarreikningum í nafni barnsins Neytendur Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Viðskipti innlent Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Viðskipti innlent Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Viðskipti innlent Ofurtollarnir lækkaðir tímabundið Viðskipti erlent Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent Myglulaust, einangrandi og hagkvæmt byggingarefni Samstarf Ríkið eignast hlut í Norwegian Viðskipti erlent Svandís tekur við Fastus lausnum Viðskipti innlent Hrósæfingar fyrir vinnustaði, gryfjur og góð ráð Atvinnulíf Fleiri fréttir Síðasti bíllinn fylltur á Ægisíðu Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Sjóvá fundaði með PPP en afþakkaði þjónustu Svandís tekur við Fastus lausnum Ráðinn framkvæmdastjóri Starbucks á Íslandi Tæknin geti komið í veg fyrir þjófnað Hafa þegar skilað nettóbindingu en tafir á stærri föngunarstöð „Umbreyting í átt að velsældarhagkerfi krefst hugrekkis“ Salan á Íslandsbanka: Samið við fjóra erlenda söluaðila Til IDS á Íslandi frá Íslenskri erfðagreiningu Hagnaðist um rúma fimm milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hundrað og fimmtíu manns unnu að opnuninni Samþykktu að bæta við leið fyrir stóra fjárfesta í sölu Íslandsbanka Gríðarlegt áhyggjuefni fyrir Norðurþing Ingunn ráðin framkvæmdastjóri Auðnu Rannsakendur og nemendur við HA fá aðgang að sérhæfðu gervigreindartóli Tæplega átta milljarða króna viðsnúningur milli ára Rekstrarstöðvun sé yfirvofandi á Bakka Til Samtaka atvinnulífsins eftir mánuð á auglýsingastofu Margrét hættir sem forstjóri Nova Sýkna í Samskipamálinu en Eimskip þarf samt að passa sig Ekkert fékkst upp í gjaldþrot upp á tugi milljóna Áhrif tolla Trumps væru innan við eitt prósent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Sjá meira
Óbreyttir stýrivextir í enn eitt skiptið Stýrivextir Seðlabankans verða óbreyttir í að minnsta kosti sex vikur til viðbótar. Þeir hafa nú verið óbreyttir í 9,25 prósentum í meira en ár. Bankinn varar við því að það gæti tekið tíma að ná niður verðbólgu. 21. ágúst 2024 08:31
Íslendingar eyða og eyða þrátt fyrir verðbólgu og háa vexti Ekkert lát er á eyðslu og neyslu Íslendinga og erlendra ferðamanna og enn er mikil þensla á húsnæðismarkaði sem keyrir verðbólguna áfram. Forsætisráðherra segir hagvöxt enn og aftur langt umfram spár. Fjármálaráðherra segir Seðlabankann hljóta að íhuga áhrif stýrivaxta þegar heimilin flýi með húsnæðislánin í skjól verðtryggingarinnar. 20. ágúst 2024 20:42
SA og ASÍ hnýta í Seðlabankann Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hvetja Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir séu íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og dragi úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. 20. ágúst 2024 18:24
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent
Ráðuneytið ræður fjögur íslensk fjármálafyrirtæki vegna sölunnar á Íslandsbanka Viðskipti innlent