Hefur trú á að verðbólgumarkmið náist Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 21. ágúst 2024 20:46 Anna Hrefna Ingimundardóttir kveðst bjartsýn. Stöð 2 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnnulífsins segist vera bjartsýn á að markmiðum um minnkun verðbólgunnar verði náð og að ekki þurfi að endurskoða kjarasamninga sem undirritaðir voru í vor. Í dag kynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir hafa ekki lækkað í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir á breiðum grunni ásamt því að verðbólguvæntingar hafi lítið breyst og haldist yfir settu marki. Húsnæðisliðurinn íburðamikill Anna Hrefna Ingimundardóttir segir fjölmargar skýringar búa því að baki að verðbólgan hafi ekki gengið hraðar niður. Erfitt sé að festa fingur á það en að húsnæðisliðurinn sé þó helsti orsakavaldurinn. Samtök atvinnulífsins og Alþýðubandalag Íslands gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem samtökin hvöttu Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir væru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og drægju úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við erum ekki að segja að Seðlabankinn sé ekki framsýnn. Við erum að leggja áherslu á að rétt eins og það væri varhugavert fyrir Seðlabankann að lækka vexti of snemma þá gæti líka verið slæmt að gera það of seint. Raunvaxtastig er mjög hátt eins og margir hafa bent á og það má svo sem deila um það hvert hæfilegt raunvaxtastig er við þessar aðstæður. Raunvextir eru í 4,2 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan 2009 og það er spáð að hagvöxtur í ár verði hálft prósent,“ segir Anna. Fullan skilning á klemmu Seðlabankans Aðspurð segir Anna tilganginn með yfirlýsingunni ekki hafa verið að hvetja til neinnar sérstakrar ákvörðunar varðandi stýrivexti og að í henni sé engin gagnrýni á að vextir hafi ekki verið lækkaðir hingað til. „Okkur er umhugað um að það sé jafnvægi og stöðugleiki í hagkerfinu og við höfum fullkomnan skilning á þeirri klemmu sem Seðlabankinn er í og því lögbundna markmiði sem hann er bundinn af. Í þessu felst í sjálfu sér ekki gagnrýni á það að vextir hafi ekki verið lækkaðir miðað við það sem nefndin sagði á seinasta fundi og það sem hefur svo raungerst, þeas, að verðbólga hefur ekki minnkað og verðbólguvæntingar hafa ekki lækkað. Þá var viðbúið að vextir yrðu óbreyttir enda voru langflestir greiningaraðilar að spá því,“ segir Anna. Hefur þú trú á að markmiðum um verðbólgu verði náð? „Að sjálfsögðu hef ég trú á því. Ég kýs að vera bjartsýn,“ segir hún að lokum. Seðlabankinn Húsnæðismál Kjaramál ASÍ Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira
Í dag kynnti peningastefnunefnd Seðlabanka Íslands að stýrivöxtum yrði haldið óbreyttum í 9,25 prósentum. Þeir hafa ekki lækkað í heilt ár. Í rökstuðningi segir að verðbólga hafi aukist lítillega eftir að hafa hjaðnað fram eftir ári. Hins vegar væri undirliggjandi verðbólga enn mikil og verðhækkanir á breiðum grunni ásamt því að verðbólguvæntingar hafi lítið breyst og haldist yfir settu marki. Húsnæðisliðurinn íburðamikill Anna Hrefna Ingimundardóttir segir fjölmargar skýringar búa því að baki að verðbólgan hafi ekki gengið hraðar niður. Erfitt sé að festa fingur á það en að húsnæðisliðurinn sé þó helsti orsakavaldurinn. Samtök atvinnulífsins og Alþýðubandalag Íslands gaf frá sér sameiginlega yfirlýsingu þar sem samtökin hvöttu Seðlabankann til að vera framsýnan í ákvörðunum sínum varðandi stýrivexti. Háir raunvextir væru íþyngjandi fyrir skuldsett heimili og drægju úr þrótti á íslenskum hlutabréfamarkaði. „Við erum ekki að segja að Seðlabankinn sé ekki framsýnn. Við erum að leggja áherslu á að rétt eins og það væri varhugavert fyrir Seðlabankann að lækka vexti of snemma þá gæti líka verið slæmt að gera það of seint. Raunvaxtastig er mjög hátt eins og margir hafa bent á og það má svo sem deila um það hvert hæfilegt raunvaxtastig er við þessar aðstæður. Raunvextir eru í 4,2 prósentum og hafa ekki verið hærri síðan 2009 og það er spáð að hagvöxtur í ár verði hálft prósent,“ segir Anna. Fullan skilning á klemmu Seðlabankans Aðspurð segir Anna tilganginn með yfirlýsingunni ekki hafa verið að hvetja til neinnar sérstakrar ákvörðunar varðandi stýrivexti og að í henni sé engin gagnrýni á að vextir hafi ekki verið lækkaðir hingað til. „Okkur er umhugað um að það sé jafnvægi og stöðugleiki í hagkerfinu og við höfum fullkomnan skilning á þeirri klemmu sem Seðlabankinn er í og því lögbundna markmiði sem hann er bundinn af. Í þessu felst í sjálfu sér ekki gagnrýni á það að vextir hafi ekki verið lækkaðir miðað við það sem nefndin sagði á seinasta fundi og það sem hefur svo raungerst, þeas, að verðbólga hefur ekki minnkað og verðbólguvæntingar hafa ekki lækkað. Þá var viðbúið að vextir yrðu óbreyttir enda voru langflestir greiningaraðilar að spá því,“ segir Anna. Hefur þú trú á að markmiðum um verðbólgu verði náð? „Að sjálfsögðu hef ég trú á því. Ég kýs að vera bjartsýn,“ segir hún að lokum.
Seðlabankinn Húsnæðismál Kjaramál ASÍ Mest lesið „Gróskuhugarfarið hjálpar okkur líka að viðurkenna mistök” Atvinnulíf Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Buffett hættir sem forstjóri við lok árs Viðskipti erlent Fleiri fréttir Berjaya vill halda áfram að leigja Nordica og Natura Farþegum fjölgaði um 24 prósent í apríl Sólon lokað vegna gjaldþrots Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Ráðin hagfræðingur SVÞ Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Ráðinn framkvæmdastjóri mannauðs hjá Benchmark Genetics Þórdís til dómsmálaráðuneytisins „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Hjálmtýr viðskiptastjóri fyrirtækjasviðs ELKO Landsbankinn geri úrbætur vegna lánveitinga til lítilla og meðalstórra fyrirtækja Óttast ekki komu Starbucks til Íslands Selja Íslandsbanka á næstu vikum þó það sé „mikil óvissa“ Hömlulaus einokun á Keflavíkurflugvelli „Í markaðshagkerfi þurfa menn bara að synda“ Kaupfélagið hagnaðist um 3,3 milljarða Syndis kaupir Ísskóga Segja afkomuna ásættanlega þrátt fyrir tap „Þetta er ömurleg staða“ Landsbankinn hagnaðist um 7,9 milljarða á fyrsta ársfjórðungi Hætta við að selja hlutina í Olíudreifingu Tap á Vinnslustöðinni og fjárfestingar settar á ís Rannsaka meint samkeppnisbrot Landsvirkjunar Staðfesta frávísun vegna stefnu Samskipa í samráðsmáli Play tapaði þremur og hálfum milljarði á fyrsta ársfjórðungi Staðfesta að gjöf í formi bankakorts er skattskyld Þau vilja stýra ÁTVR Sjá meira