Seðlabankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti Jón Ísak Ragnarsson skrifar 15. ágúst 2024 23:58 Finnbjörn segir að það yrðu veruleg vonbrigði, verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Vísir/Vilhelm Finnbjörn Hermannsson, forseti ASÍ, segir að það yrðu veruleg vonbrigði verði stýrivextir ekki lækkaðir í næstu viku. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans, í ljósi þess að verðbólga jókst umfram væntingar í sumar. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir, 9,25 prósent, í eitt ár. Veruleg vonbrigði ef vextir verða ekki lækkaðir „Þessi spá, þessarar greiningardeildar, er náttúrulega bara afstaða viðkomandi banka, sem græðir á tá og fingri á háum vöxtum,“ segir Finnbjörn. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Verðbólgan hafi hjaðnað frá því fyrir ári síðan, samdráttur sé í hagkerfinu og hóflegir kjarasamningar liggi fyrir. „Vegna þess að þegar að þessir 9,25 prósent vextir voru settir á, þá bjuggum við við 8,8 prósent verðbólgu og 6,2 prósent undirliggjandi verðbólgu. Í dag er verðbólga 6,3 prósent, og undirliggjandi verðbólga er rétt yfir 4 prósent,“ segir Finnbjörn, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir settu líka það að það væri mikil þensla í hagkerfinu, í dag erum við farin að sjá samdrátt í hagkerfinu,“ segir Finnbjörn. Einnig hafi mikil áhersla verið lögð á það fyrir ári síðan að kjarasamningar væru lausir og mikil óvissa væri þess vegna. Nú sé búið að gera kjarasamninga fyrir meira en 90 prósent vinnumarkaðarins, og allir viti hvernig þeir eru til næstu fjögurra ára. „Þannig það eru engar forsendur miðað við þær forsendur sem Seðlabankinn gaf á þeim tíma, sem ættu að styrkja það að þeir héldu stýrivöxtum óbreyttum.“ Auka þurfi lóðaframboð og grípa til aðgerða Finnbjörn segir að forsendur kjarasamninganna séu ekki brostnir þótt vextir verði ekki lækkaðir í næstu viku. „Nei ekki að svo stöddu. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera, og þau koma ekki fyrr en á næsta ári.“ Huga þurfi að því, af hverju verðbólgan sé með þessum hætti. Hún komi að stærstum hluta til af húsnæðisliðnum. „Við verðum að fara ráðast á þennan lið með einhverjum aðgerðum. Þær aðgerðir eru ekkert annað heldur en að það þurfi að auka lóðaframboð verulega mikið. Til skamms tíma gæti ríkisstjórnin skilið á milli íbúðamarkaðar og fjárfestingamarkaðar,“ segir hann. Hann segir að íbúðamarkaðurinn sé að keppa við fjárfestingamarkað. „Þessir aðilar sem eru að kaupa aðra, þriðju eða fjórðu íbúð, ef þeir eiga íbúðina í 2 ár, þá fá þeir hagnaðinn skattfrjálsann. Og það verður bara að stoppa þennan hvata fjárfestingaraðila, til þess að vera kaupa íbúðir af íbúðamarkaðnum,“ segir Finnbjörn. Einnig verði að fara skoða Airbnb íbúðir aftur, hvernig hægt væri að koma þeim á almennan íbúðamarkað. Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira
Peningastefnunefnd Seðlabankans mun halda stýrivöxtum óbreyttum við vaxtaákvörðun í næstu viku samkvæmt spá hagfræðideildar Landsbankans, í ljósi þess að verðbólga jókst umfram væntingar í sumar. Stýrivextir hafa nú verið óbreyttir, 9,25 prósent, í eitt ár. Veruleg vonbrigði ef vextir verða ekki lækkaðir „Þessi spá, þessarar greiningardeildar, er náttúrulega bara afstaða viðkomandi banka, sem græðir á tá og fingri á háum vöxtum,“ segir Finnbjörn. Hann lítur svo á að bankinn hafi ekki önnur úrræði en að lækka vexti. Verðbólgan hafi hjaðnað frá því fyrir ári síðan, samdráttur sé í hagkerfinu og hóflegir kjarasamningar liggi fyrir. „Vegna þess að þegar að þessir 9,25 prósent vextir voru settir á, þá bjuggum við við 8,8 prósent verðbólgu og 6,2 prósent undirliggjandi verðbólgu. Í dag er verðbólga 6,3 prósent, og undirliggjandi verðbólga er rétt yfir 4 prósent,“ segir Finnbjörn, sem var til viðtals í kvöldfréttum Stöðvar 2. „Þeir settu líka það að það væri mikil þensla í hagkerfinu, í dag erum við farin að sjá samdrátt í hagkerfinu,“ segir Finnbjörn. Einnig hafi mikil áhersla verið lögð á það fyrir ári síðan að kjarasamningar væru lausir og mikil óvissa væri þess vegna. Nú sé búið að gera kjarasamninga fyrir meira en 90 prósent vinnumarkaðarins, og allir viti hvernig þeir eru til næstu fjögurra ára. „Þannig það eru engar forsendur miðað við þær forsendur sem Seðlabankinn gaf á þeim tíma, sem ættu að styrkja það að þeir héldu stýrivöxtum óbreyttum.“ Auka þurfi lóðaframboð og grípa til aðgerða Finnbjörn segir að forsendur kjarasamninganna séu ekki brostnir þótt vextir verði ekki lækkaðir í næstu viku. „Nei ekki að svo stöddu. Það eru ákveðin skilyrði sem þurfa að vera, og þau koma ekki fyrr en á næsta ári.“ Huga þurfi að því, af hverju verðbólgan sé með þessum hætti. Hún komi að stærstum hluta til af húsnæðisliðnum. „Við verðum að fara ráðast á þennan lið með einhverjum aðgerðum. Þær aðgerðir eru ekkert annað heldur en að það þurfi að auka lóðaframboð verulega mikið. Til skamms tíma gæti ríkisstjórnin skilið á milli íbúðamarkaðar og fjárfestingamarkaðar,“ segir hann. Hann segir að íbúðamarkaðurinn sé að keppa við fjárfestingamarkað. „Þessir aðilar sem eru að kaupa aðra, þriðju eða fjórðu íbúð, ef þeir eiga íbúðina í 2 ár, þá fá þeir hagnaðinn skattfrjálsann. Og það verður bara að stoppa þennan hvata fjárfestingaraðila, til þess að vera kaupa íbúðir af íbúðamarkaðnum,“ segir Finnbjörn. Einnig verði að fara skoða Airbnb íbúðir aftur, hvernig hægt væri að koma þeim á almennan íbúðamarkað.
Efnahagsmál Seðlabankinn Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Spotify liggur niðri Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Um 80 prósent vilja að gjöld útgerða taki mið af raunverulegu aflaverðmæti Álögur ríkisins á bankana lendi að miklu leyti á almenningi Þriggja ára fangelsi og tveggja milljarða sekt Stofnandinn búinn að eignast Mandi á ný Matvælastofnun gerir ekki athugsemdir við kjötvinnslu í Álfabakka Íslandshótel taka að óbreyttu yfir rekstur Nordica og Natura Ánægjulegt að breið sátt liggi fyrir um uppgjör vegna ÍL-sjóðs Hafa samþykkt tillögu um uppgjör ríkisins á bréfum ÍL-sjóðs Icelandair skrúfar fyrir fría gosið Bein útsending: Ársfundur Seðlabankans Sýknaður í Ímon-málinu tíu árum seinna Bein útsending: Vorfundur RARIK - Hreyfum samfélagið til framtíðar Milljarðaafgangur og besta niðurstaðan í sautján ár Enginn sjái eftir því á dánarbeðinum að hafa ekki unnið meira Mögulega leikflétta og eða viðbrögð við lækkunum Miðlunarlónin standa öll mun betur en á horfðist Bein útsending: Hlýtur Carbfix Nýsköpunarverðlaun Norðurlandanna? Penninn leggst í miklar breytingar Ríflega tveggja milljarða afgangur á Akureyri Sjá meira