Bítið

Fréttamynd

„Maður er al­gjör­lega and­lega og líkam­lega ör­magna“

Ásta Hafberg segir að það hafi verið mjög erfitt fyrir sig að sætta sig við það að hún væri komin í kulnun. Hún hafi dæmt sjálfa sig hart þegar hún fór í þriggja mánaða veikindaleyfi frá vinnu enda hefði hún litið svo á að það væri ekkert að henni, hún væri til dæmis ekki fótbrotin.

Innlent
Fréttamynd

Smá­báta­sjó­menn saka Fiski­stofu um lög­brot

Stjórn Landsambands smábátaeigenda óskar eftir því við sjávarútvegsráðherra, að upplýst verði um ástæður þess að krókaaflamarksbátum var gert heimilt að tilheyra flokki uppsjávarskipa í aflaheimildum með makríl.

Innlent
Fréttamynd

Frumsýning á nýju myndbandi með Baggalúti

Baggalút þarf vart að kynna fyrir fólki en sveitin hefur verið starfandi um margra ára bil og er ein vinsælasta hljómsveit landsins, og ber þess sérstaklega merki í desembermánuði þar sem jólatónleikar þeirra telja á tugum og allir smekkuppseldir.

Tónlist
Fréttamynd

„Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu“

Ég veit ekki hvaða snillingur fann þessa tölu. Hún er algjörlega út úr öllu samhengi við það sem rætt hefur verið um, segir Jón Gunnarsson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins og formaður umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis um orð Runólfs Ólafssonar, framkvæmdastjóri Félags íslenskra bifreiðaeigenda

Innlent
Fréttamynd

Elísabet segir að vegan og keto verði oft að þráhyggju

"Ég lít á keto sem ákveðin trúarbrögð. Ég tek eftir því þegar ég er einhversstaðar og fólk er á keto þá má alls ekki svindla og þráhyggjan verður svo mikil,“ segir Elísabet Reynisdóttir næringafræðingur í Bítinu á Bylgjunni í morgun.

Lífið
Fréttamynd

Oddný eldaði fyrir stjörnurnar hjá Netflix

"Ég byrjaði með veitingastað sem ég er með og byrjaði síðan að búa til vörur og þróaði þær. Þetta endaði síðan í svona street food festival og byrjaði síðan bara að vinna einhver verðlaun fyrir þennan íslenska mat.“

Lífið
Fréttamynd

Spæjara­skóli fyrir krakka settur á lag­girnar á Akur­eyri

"Þetta eru í rauninni ráðgátukassar í áskrift fyrir 9-12 ára krakka. Hugmyndin er að í hverjum kassa er ein saga, bara ráðgátusaga sem að áskrifandinn þarf að aðstoða aðalpersónurnar við,“ segir Lína Rut Olgeirsdóttir, einn stofnenda Spæjaraskólans sem hefur verið settur á laggirnar á Akureyri.

Lífið
Fréttamynd

"Þjóðvegurinn er dálítið eins og dansgólf“

"Við erum með stóra bíla, við erum litla bíla, við erum með mótorhjól. Við erum með bíla með hjólhýsi, við erum með reiðhjólamenn. Allir eru að nota sama dansgólf og það er ekkert stórt. Það þurfa allir sitt pláss. “

Innlent
Fréttamynd

Deilihagkerfið í miklum blóma

Rakel Garðarsdóttir hefur fjallað mikið um umhverfismál og þá sérstaklega matarsóun á síðunni Vakandi. Hún segir deilihagkerfi vera eina kerfið sem gangi upp ef snúa eigi við núverandi þróun í loftslagsmálum.

Innlent
Fréttamynd

Siðmenning og siðleysi á samfélagsmiðlum

Í pistlum mínum um ástina og stefnumót hef ég nokkuð oft minnst á þessi rafrænu samskipti og hvaða misskilningi þau geta valdið. Auðvitað er þetta ekki einungis bundið við samskipti kynjana eða stefnumótaheiminn. Í samskiptum sem við eigum við fólk augliti til auglitis gilda ákveðnar óskráðar reglur sem hafa þróast með mannkyninu yfir nokkur hundruði ára.

Makamál