„Við getum ekki verið að skilyrða mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks“ Hólmfríður Gísladóttir skrifar 8. apríl 2021 10:01 „Transkona er bara kona, það er ekkert flóknara en það,“ segir Dóra Björt. Transfólk sækir sundlaugar sjaldnar en það vildi og raunar íþróttaiðkun almennt, segir Dóra Björt Guðjónsdóttir, oddviti Pírata í borgarstjórn. Hún segir það upplifa að það sé óvelkomið. Um sé að ræða lýðheilsuvandamál. Dóra Björt mætti í Bítið í morgun þar sem til umræðu voru nýjar leiðbeiningar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið út fyrir starfsfólk sundlauga, til að hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður. Nýleg lög um kynrænt sjálfræði hafa það í för með sér að upp getur komið sú staða að kona með karlkynfæri notar kvennaklefann í sundi og karl með kvenkynfæri karlaklefann. „Það er auðvitað þannig að fólk getur nú þegar farið inn í klefana; það eru engir verðir, það eru engar löggur fyrir utan. Þannig að það er bara staðreyndin í dag. En eins og áður eru karlar ekki velkomnir í karlaklefann og öfugt; það er algjörlega óbreytt,“ segir Dóra Björt. Í öllum laugum borgarinnar er nú að finna sérklefa en Dóra Björt segir þá ekki endilega henta öllum. „Það er auðvitað þannig að transfólk fer í sund og transkona vill kannski bara fara með vinkonum sínum í kvennaklefann,“ segir hún. Lykilatriðið sé kynvitund, ekki staða viðkomandi í mögulegu kynleiðréttingarferli. „Við getum ekki verið að skilgreina mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks,“ segir hún. Dóra Björt bendir á að réttindi skipti engu máli ef fólk geti ekki nýtt þau og segir óásættanlegt að tala um líkama transfólks eins og þeir séu eitthvað tabú. „Hvað er það sem fólk hefur áhyggjur af? Er það typpi á konum? ...eða er typpið svona hættulegt?“ spyr hún. Dóra Björt segir umræðuna um transfólk í kynjuðum rýmum byggja á mýtum og hræðsluáróðri. Hún samrýmist til að mynda ekki niðurstöðum rannsókna. „Þetta er skilyrt samþykki,“ segir hún. „Transfólk má vera til og fólk segir „Já, þetta er ekkert vandamál fyrir mig“ en við viljum samt ekki sjá þau; við viljum ekki sjá fjölbreytta kyntjáningu.“ Hinsegin Reykjavík Sundlaugar Mannréttindi Bítið Málefni transfólks Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira
Dóra Björt mætti í Bítið í morgun þar sem til umræðu voru nýjar leiðbeiningar, sem Reykjavíkurborg hefur gefið út fyrir starfsfólk sundlauga, til að hjálpa þeim að takast á við nýjar aðstæður. Nýleg lög um kynrænt sjálfræði hafa það í för með sér að upp getur komið sú staða að kona með karlkynfæri notar kvennaklefann í sundi og karl með kvenkynfæri karlaklefann. „Það er auðvitað þannig að fólk getur nú þegar farið inn í klefana; það eru engir verðir, það eru engar löggur fyrir utan. Þannig að það er bara staðreyndin í dag. En eins og áður eru karlar ekki velkomnir í karlaklefann og öfugt; það er algjörlega óbreytt,“ segir Dóra Björt. Í öllum laugum borgarinnar er nú að finna sérklefa en Dóra Björt segir þá ekki endilega henta öllum. „Það er auðvitað þannig að transfólk fer í sund og transkona vill kannski bara fara með vinkonum sínum í kvennaklefann,“ segir hún. Lykilatriðið sé kynvitund, ekki staða viðkomandi í mögulegu kynleiðréttingarferli. „Við getum ekki verið að skilgreina mannréttindi við drastísk inngrip í líkama fólks,“ segir hún. Dóra Björt bendir á að réttindi skipti engu máli ef fólk geti ekki nýtt þau og segir óásættanlegt að tala um líkama transfólks eins og þeir séu eitthvað tabú. „Hvað er það sem fólk hefur áhyggjur af? Er það typpi á konum? ...eða er typpið svona hættulegt?“ spyr hún. Dóra Björt segir umræðuna um transfólk í kynjuðum rýmum byggja á mýtum og hræðsluáróðri. Hún samrýmist til að mynda ekki niðurstöðum rannsókna. „Þetta er skilyrt samþykki,“ segir hún. „Transfólk má vera til og fólk segir „Já, þetta er ekkert vandamál fyrir mig“ en við viljum samt ekki sjá þau; við viljum ekki sjá fjölbreytta kyntjáningu.“
Hinsegin Reykjavík Sundlaugar Mannréttindi Bítið Málefni transfólks Mest lesið Tugir látnir eftir sprengingu í svissneskum skíðabæ Erlent Íslendingar tjá sig um skaupið: „Versta skaup ever“ eða það besta í manna minnum? Lífið Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Innlent Kirkja í Amsterdam alelda Erlent Óttast að um fjörutíu hafi látist á skemmtistaðnum Erlent Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Innlent Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Innlent Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Innlent Kamilla Bretadrottning greinir frá kynferðisofbeldi Erlent Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Innlent Fleiri fréttir „Líðan barna nú mun móta sögu og styrk Íslands á næstu árum“ Fleirum þykir Flokki fólksins ganga illa að hrinda málum í framkvæmd Fimmtán leituðu á bráðamóttöku vegna flugeldaslysa Fjögurra stiga skjálfti í Bárðarbungu: „Stærsti skjálftinn á árinu“ Hvetur Íslendinga til að hafna „svartagallsrausi“ Ríflega tuttugu útköll vegna eldsvoða Vill annað sætið hjá Samfylkingunni í borginni Kveðst hlakka til að mæta aftur til starfa Á bak við tjöldin: „Með alls konar exit plans, trúið mér“ Fyrsta barn ársins kom í heiminn klukkan 00:24 Miðahafi á Íslandi vann 642 milljónir í Víkingalottói Stunguárás og margar tilkynningar um flugeldaslys Gleðilegt nýtt ár kæru lesendur Vísis Eitthvað í íslensku samfélagi fjandsamlegt börnunum okkar Simmi vinsælasti leynigesturinn „Þetta er Íslandsmet, Íslandsmet í svikum“ Tal um Ingu eftir kosningar ekki til sóma Gummi lögga er maður ársins 2025 Árangur breyti ekki alltaf upplifun fólks „Viðreisn jafnvel erfiðari viðfangs en Flokkur fólksins“ Vara við hættu á sinubruna Haldlögðu metmagn af fíkniefnum á árinu Vanhelgunin ýmist skemmdarverk eða persónuleg árás Árið gert upp í Kryddsíld 2025 Hafþór Freyr maður ársins að mati lesenda Vísis og hlustenda Bylgjunnar Segir myndbandsupptöku af því þegar skórnir voru teknir Tveir með alvarlega áverka eftir hnífstunguárás Vonast til að rafmagn verði komið á seinni partinn Rúmur helmingur bjartsýnn fyrir 2026 Grunaður um stórfellda líkamsárás og frelsissviptingu Sjá meira