Páll blæs á sögusagnir þess efnis að hann sé arftaki Davíðs Jakob Bjarnar skrifar 16. apríl 2021 10:33 Páll segist þurfa að standa í rökræðum við fólk á þinginu sem telur sig vita að hann sé á leið í ritstjórastól Moggans. En það hefur enginn hringt. vísir/vilhelm Páll Magnússon alþingismaður þvertekur fyrir það að hann sé á leið í ritstjórastól Morgunblaðsins. Páll var gestur Bítisins í morgun þar sem hann gerði upp feril sinn á þinginu en eins og fram hefur komið hefur hann tilkynnt um að hann ætli ekki að gefa kost á sér fyrir komandi alþingiskosningar. Strax í kjölfarið komu fram kenningar þess efnis að ástæðan hlyti að vera sú að honum hafi verið lofað ritstjórastóli uppi í Hádegismóum hvar Morgunblaðið hefur bækistöðvar sínar. Páll hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum sem spannar á fjórða áratug. Var hann meðal annars bæði fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar útvarpsstjóri. Davíð Oddsson ritstjóri hjá Morgunblaðinu er orðinn 73 ára gamall og þó ern sé hlýtur hann að vera farinn að líta til þess að setjast í helgan stein. Og meðritstjóri hans og framkvæmdastjóri blaðsins jafnframt, Haraldur Johannessen, mun vart sjá út úr augum vegna álags. Þarna hlyti röskur Páll að geta lagt gjörva hönd á plóg, vildu ýmsir meina sem rýndu í þessi spil. Páll var spurður út í þetta í útvarpsþættinum, hvað hann væri að fara að gera og hvort þetta væri rétt, sem sagan segði? „Neineinei, þessi saga er svo lífsseig að ég þarf að standa í rökræðum niðri í þingi út af þessu. Þar sem fólk telur sig vita. Það hefur bara enginn hringt. En þá er sagt: Ég veit nú allt um þetta,“ sagði Páll og taldi þetta af og frá. Fjölmiðlar Alþingi Vistaskipti Bítið Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira
Páll var gestur Bítisins í morgun þar sem hann gerði upp feril sinn á þinginu en eins og fram hefur komið hefur hann tilkynnt um að hann ætli ekki að gefa kost á sér fyrir komandi alþingiskosningar. Strax í kjölfarið komu fram kenningar þess efnis að ástæðan hlyti að vera sú að honum hafi verið lofað ritstjórastóli uppi í Hádegismóum hvar Morgunblaðið hefur bækistöðvar sínar. Páll hefur mikla reynslu úr fjölmiðlum sem spannar á fjórða áratug. Var hann meðal annars bæði fréttastjóri Stöðvar 2 og Bylgjunnar og síðar útvarpsstjóri. Davíð Oddsson ritstjóri hjá Morgunblaðinu er orðinn 73 ára gamall og þó ern sé hlýtur hann að vera farinn að líta til þess að setjast í helgan stein. Og meðritstjóri hans og framkvæmdastjóri blaðsins jafnframt, Haraldur Johannessen, mun vart sjá út úr augum vegna álags. Þarna hlyti röskur Páll að geta lagt gjörva hönd á plóg, vildu ýmsir meina sem rýndu í þessi spil. Páll var spurður út í þetta í útvarpsþættinum, hvað hann væri að fara að gera og hvort þetta væri rétt, sem sagan segði? „Neineinei, þessi saga er svo lífsseig að ég þarf að standa í rökræðum niðri í þingi út af þessu. Þar sem fólk telur sig vita. Það hefur bara enginn hringt. En þá er sagt: Ég veit nú allt um þetta,“ sagði Páll og taldi þetta af og frá.
Fjölmiðlar Alþingi Vistaskipti Bítið Mest lesið Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Innlent Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Innlent Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Innlent Trump hrósaði forsetanum fyrir færni í eigin móðurmáli Erlent „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Innlent Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Innlent „Það er orrustan um Ísland“ Innlent „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ Innlent Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? Innlent Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Innlent Fleiri fréttir Segir ummæli ráðherra um sig ógeðfelld Fundu tuttugu kíló af grasi eftir húsleit í Hafnarfirði Mennirnir þrír sjáist ekki í myndefni Vara við slysahættu vegna kaldavatnsleysis Vilja herða reglur um frágang rafhlaupahjóla í Reykjavík Segir valkyrjur rangnefni og vill kalla þær skjaldmeyjar Samtal við stjórnarandstöðuna fullreynt Kemur kjarnorkuvetur á eftir kjarnorkuákvæðinu? „Forsætisráðherra veit ekkert hvernig þetta hefur verið!“ „Enginn vafi á að fyrirkomulag Bílastæðasjóðs er löglegt“ Nóróveira líkleg orsök hópsýkingar á Laugarvatni „Það er orrustan um Ísland“ „Alvarleg yfirlýsing frá formanni flokks“ „Þjóðin þarf að fá að vita hvernig þau hafa hagað sér á bak við tjöldin“ Þykir leitt að hafa valdið uppnámi Ávarp forsætisráðherra og kjarnorkukafbátur við Grundartanga Minnihlutinn hafi lagt fram eigið veiðigjaldamál: „Þetta er skrumskæling á lýðræðinu“ Spyr hvort draga eigi valdhafa undir húsvegg og skjóta Fangaverðir á sjúkrahús eftir hópárás fanga Sauð upp úr þegar Bryndís sagði Hildi fylgja vinnureglum Óvænt ávarp forsætisráðherra: „Við munum verja lýðveldið Ísland“ Jökulhlaup úr Mýrdalsjökli í Leirá Syðri og Skálm enn í gangi Telur sig hafa orðið vitni að aðdraganda drápsins Borgarbúar frekar hlynntir kílómetragjaldi en landsbyggðin Aðilar „einfaldlega ekki tilbúnir að teygja sig nógu langt“ Tveir menn fjárkúguðu ungan dreng Fundu jöklafýlu í Þórsmörk vegna hlaupsins Metnaðarfullar malbikunarauglýsingar hluti af væb-kúltúrnum Mátti ekki lána sér pening úr eigin fyrirtæki Pilturinn er fundinn Sjá meira