Samgönguslys

Fréttamynd

„Ekki vera fimmtugur, fullur og prófa þetta“

Nokkrir leita á bráðamóttöku landspítalans á hverjum degi vegna rafskútuslysa, flestir með andlitsáverka eða áverka á handleggjum. Um fjörutíu prósent slasaðra hafa verið undir áhrifum áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Kona dæmd vegna bana­slyss á Þing­valla­vegi árið 2018

Héraðsdómur Reykjavíkur hefur dæmt konu á fertugsaldri í þriggja mánaða fangelsi vegna banaslyss sem varð á Þingvallavegi í Mosfellsbæ, nálægt Æsustöðum, í júlí 2018. Fullnusta refsingarinnar skal frestað í tvö ár, haldi dæmda almennt skilorð.

Innlent
Fréttamynd

Bíl­slys við Grundar­tanga

Tveir bílar lentu saman á gatnamótum við iðnaðarsvæðið á Grundartanga í morgun. Slökkvilið þurfti að klippa eina konu út úr öðrum bílnum.

Innlent
Fréttamynd

Vagn­stjórinn verður á sjúkra­húsi næstu daga

Vagnstjóri strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekku í gær, liggur enn inni á spítala eftir óhappið. Að sögn upplýsingafulltrúa Strætó slapp maðurinn, sem er á sextugsaldri, mjög vel í árekstrinum.

Innlent
Fréttamynd

Vagn­stjórinn ekki talinn í lífs­hættu

Ökumaður strætisvagns, sem lenti í árekstri í Ártúnsbrekkunni í morgun, er ekki talinn í lífshættu. Maðurinn, sem er á sextugsaldri, gengst nú undir rannsóknir á Landspítala en að sögn upplýsingafulltrúa Strætó gat hann staðið í fæturna á vettvangi í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Ölvun og ofsaakstur í aðdraganda banaslyss

Karlmaður á fimmtugsaldri sem lést í banaslys á Norðausturvegi á Norðurlandi eystra í júlí í fyrra var undir áhrifum áfengis, ekki í bílbelti og ók á allt að 160 kílómetra hraða á klukkustund. Þetta er niðurstaða Rannsóknarnefndar samgönguslysa sem ítrekar fyrri ábendingar um ökumenn setjist aldrei undir stýri eftir að hafa neytt áfengis.

Innlent
Fréttamynd

Misstu stjórn á hjólunum á gölluðu og hálu mal­bikinu

Rannsóknanefnd samgönguslysa hefur nú birt skýrslu sína um banaslysið sem varð á Vesturlandsvegi í júní síðastliðinn þar sem 54 ára karlmaður og 53 ára kona létust. Þar kemur fram að ökumaður bifhjólsins hafi misst stjórn á hjólinu á hálu vegyfirborðinu svo bifhjólið féll á hliðina og rann yfir á öfugan vegarhelming í veg fyrir húsbifreið.

Innlent
Fréttamynd

Flugslys á Hólmsheiði

Lítil tveggja manna fisflugvél brotlenti við flugvöllinn á Hólmsheiði í kvöld. Tveir voru í vélinni og voru báðir fluttir á slysadeild. Hvorugur er sagður alvarlega slasaður. Tilkynning um slysið barst Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu um klukkan korter fyrir níu í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Sjö mánaða viðbótarrefsing fyrir ofsaakstur með hörmulegum afleiðingum

Karlmaður á þrítugsaldri var í morgun dæmdur í sjö mánaða fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness fyrir að hafa orðið valdur að alvarlegu slysi á Sandgerðisvegi laugardaginn 18. janúar í fyrra. Karlmaðurinn játaði brot sitt en kona á fimmtugsaldri slasaðist lífshættulega í slysinu og er enn að jafna sig á afleiðingunum.

Innlent