Innlent

Ekið á gangandi veg­faranda við Kringlu­mýrar­braut

Bjarki Sigurðsson skrifar
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan eru á svæðinu.
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu og lögreglan eru á svæðinu. Vísir/Vilhelm

Ekið var á gangandi vegfarenda við gatnamót Kringlumýrarbrautar og Háaleitisbrautar í Reykjavík í morgun. Ekki er vitað um líðan þess sem keyrt var á. 

Hinn slasaði var fluttur á slysadeild.Vísir/Vilhelm

Varðstjóri hjá Slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu staðfestir þetta í samtali við fréttastofu. Þeim slasaða hefur verið komið í sjúkrabíl og ekið á bráðamóttöku Landspítalans. 

Í samtali við fréttastofu segir Guðmundur Páll Jónsson, lögreglufulltrúi hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, að um alvarlegt slys sé að ræða. Ekki sé hægt að veita frekari upplýsingar um málið en sem komið er. 

Um er að ræða alvarlegt slys.Vísir/Egill

Lokað hefur verið fyrir umferð norður um Kringlumýrarbraut á meðan tæknideild lögreglunnar er að störfum. 

Tæknideild lögreglunnar er nú að störfum við slysstað.Vísir/Egill
Viðbragðsaðilar að störfum.Vísir/Egill



Frá slysstað.Vísir/Vilhelm

Fréttin hefur verið uppfærð. 




Fleiri fréttir

Sjá meira


×