Kynferðisofbeldi

Fréttamynd

Við tökum barna­níð al­var­lega

Alþingi hefur nú til meðferðar frumvarp dómsmálaráðherra til breytinga á almennum hegningarlögum þar sem lagt er til að hámarksrefsing fyrir barnaníðsbrot verði hækkuð úr tveimur árum í sex ár.

Skoðun
Fréttamynd

Bein út­sending: Ekkert of­beldi án ger­enda

Hvernig náum við til gerenda í ofbeldisbrotum? Öll vitum við að til þess að koma í veg fyrir ofbeldisbrot þurfa gerendur að hætta að beita ofbeldi. Hingað til hafa úrræði fyrir gerendur verið afar takmörkuð.

Innlent
Fréttamynd

Fimm táningar í Belgíu handteknir fyrir hópnauðgun

Fimm táningar hafa verið handteknir í Belgíu í tengslum við meinta hópnauðgun 14 ára stúlku sem lést minna en viku eftir árásina. Samkvæmt belgískum miðlum var myndum af árásinni deilt á netinu og stúlkan framdi sjálfsvíg fjórum dögum seinna.

Erlent
Fréttamynd

Banna prestum að misnota fullorðna

Kynferðisbrot presta gegn fullorðnum verða nú sérstaklega bönnuð með breytingum sem Frans páfi hefur fyrirskipað á lögum kaþólsku kirkjunnar. Þá verður einnig hægt að refsa leikmönnum sem starfa fyrir kirkjuna fyrir kynferðisbrot.

Erlent
Fréttamynd

Út­rýmum kyn­ferðis­of­beldi á Ís­landi

Kynbundið ofbeldi og kynferðisofbeldi er dýrt. Það kostar þjóðfélagið milljarða á hverju ári í fjarvistum brotaþola frá vinnu, rekstri ýmissa úrræða eins og Neyðarmóttöku, Stígamóta og fleiri, töfum eða brottfalli úr námi og langvinnum veikindum brotaþola sem jafnvel enda í örorku sem aftur stuðlar að fátækt, bæði brotaþola og barna þeirra.

Skoðun
Fréttamynd

Dæmdur nauðgari fær ekki áheyrn í Hæstarétti

Hæstiréttur hefur hafnað beiðni karlmanns um áfrýjunarleyfi sem sakfelldur var fyrir nauðgun á tveimur dómstigum. Rétturinn telur málið ekki hafa verulega almenna þýðingu eða að meðferð málsins fyrir dómum hafi verið stórlega ábótavant.

Innlent
Fréttamynd

Sýknaður af á­kæru um nauðgun í Lands­rétti

Karlmaður var sýknaður af ákæru um nauðgun í Landsrétti í gær. Dómararnir voru þó ekki allir sammála um niðurstöðu í málinu en einn þeirra skilaði inn sératkvæði. Málinu var skotið til landsréttar eftir að Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi manninn sekan í febrúar á síðasta ári.

Innlent
Fréttamynd

Hand­tekinn í mið­bænum vegna gruns um kyn­ferðis­brot

Karlmaður á þrítugsaldri var handtekinn á skemmtistað í miðbæ Reykjavíkur í byrjun þessa mánaðar vegna gruns um kynferðisbrot. Rannsókn á málinu stendur nú yfir. Þetta staðfestir Ævar Pálmi Pálmson, yfirmaður kynferðisbrotadeildar lögreglunnar, í samtali við fréttastofu. 

Innlent
Fréttamynd

Í fangelsi í tvö og hálft ár fyrir nauðgun

Héraðs­dómur Reykja­víkur dæmdi í dag Augustin Du­fatanye í tveggja og hálfs árs fangelsi fyrir að hafa nauðgað konu. Hann verður þá að greiða út tæpa fimm og hálfa milljón vegna málsins, þar á meðal 1,8 milljón til konunnar í miska­bætur og tæpar fjórar milljónir fyrir allan sakar­kostnað.

Innlent
Fréttamynd

Ertu í ofbeldisfullu sambandi? Taktu prófið

Árleg forvarnarherferð Stígamóta – SJÚKÁST – um ofbeldi í nánum samböndum ungmenna er komin í loftið. Hluti af herferðinni er svokallað sambandspróf þar sem fólk fær svör við spurningum um hvort hlutir sem komi upp í samböndum séu heilbrigðir eða ekki og í versta falli ofbeldi.

Innlent
Fréttamynd

Sönnun í kynferðisbrotamálum II

Einhverjum hitnaði í hamsi yfir því að ég tel ásakanir um nauðgun ekki, einar og sér, næga sönnun, fyrir dómi, um að hún hafi átt sér stað. Að óbreyttri stjórnarskrá verða dómstólar að líta svo á.

Skoðun
Fréttamynd

Skárri kostur en að rústa lífi manns með fangelsisdómi

Eiríkur Tómasson fyrrverandi Hæstaréttardómari segir skárra að sekir menn sleppi við fangelsisvist en að saklaus maður endi bak við lás og slá. Dómarar eigi að hafa sannleiksreglu að leiðarljósi í því skyni að rétt sé dæmt í málum sem rati fyrir dóminn.

Innlent
Fréttamynd

Sönnun í kynferðisbrotamálum

Miklar umræður eru um þetta málefni. Sjálfur hef ég komið að tugum slíkra mála oftast fyrir brotaþola en í einhverjum tilvikum sem verjandi. Málin hafa verið á öllum dómstigum, sennilega oftast í Hæstarétti.

Skoðun
Fréttamynd

„Af hverju ekki bara trúa konu sem kveður mann hafa nauðgað sér?“

Hæstaréttarlögmaðurinn Einar Gautur Steingrímsson hefur gert nýjustu bylgju MeToo-byltingarinnar að viðfangsefni sínu í pistli á Facebook-síðu sinni, sem hann áætlar að verði einn af mörgum. Hann hyggst þó ræða málin út frá lagalegu sjónarhorni og reynslu sinni af málaflokknum og réttarkerfinu í heild.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert rými fyrir kynferðislegt ofbeldi í samfélaginu

Forsætisráðherra vonar að sögur sem hafa sprottið upp í tengslum við metoo byltinguna muni stuðla að raunverulegum samfélagsbreytingum. Rótin að vandanum sé viðhorf og menning og því þurfi að auka fræðslu og umræðu. Hún kynnti í dag aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn kynbundnu ofbeldi.

Innlent