Dómarinn á báðum áttum vegna samkomulagsins við Epstein Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 4. janúar 2022 22:21 Lögmenn Andrésar prins vinnna hörðum höndum að því að fá máli Virginiu Giuffre á hendur honum vísað frá. EPA-EFE/WILL OLIVER Dómari í máli Virginiu Giuffre gegn Andrési prins virðist á báðum áttum þegar kemur að tilraun lögmanna Andrésar til að nýta sér gamalt samkomulag Giuffre við Jeffrey Epstein til að fá málinu vísað frá dómstólum. Dómarinn er þó sagður hafa virst efins um þessa túlkun lögmanna prinsins. Lögmenn Giuffre og Andrésar takast nú á fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum um hvort samkomulag sem Giuffre gerði við Epstein árið 2009 nái einnig til Andrésar. Í grófum dráttum snerist samkomulagið um að Giuffre samþykkti að falla frá máli hennar gegn Epstein, en hún sakaði hann um kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Samkomulagið náði til Epsteins og annarra mögulegra sakborninga. Í staðinn fékk hún fimm hundruð þúsund dollara, um 65 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Lögmenn Andrésar halda því fram að samkomulagið frá 2009 gildi um Andrés, þar sem hann flokkist sem annar mögulegur sakborningur. Krefjast þeir því að málinu verði vísað frá á þeim grundvelli að Giuffre geti ekki lögsótt Andrés vegna samkomulagsins. Lögmenn Giuffre halda því hins vegar fram að samkomulagið taki ekki til Andrésar, þar sem hann hafi ekki verið sá sem hafi hneppt Giuffre í kynlífsþrælkun. Hann sé frekar einstaklingur sem hafi nýtt sér kynlífsþrælkun Giuffre. Segist skilja bæði sjónarmið Lewis Kaplan, dómari í málinu, virtist á báðum áttum hvor túlkunin ætti við þegar tekist var á um málið í dómsal í dag. Í frétt AP vegna dómsmálsins segir þó að dómarinn hafi virst hallast frekar að túlkun lögmanna Giuffre. „Við erum að tala um hvort að það eru tvær eða fleiri raunhæfar túlkanir á þessu samkomulagi,“ sagði Kaplan við lögmann Andrésar. „Ég skil hvert þú ert að fara. Ég skil líka hitt sjónarmiðið.“ Kaplan reiknar með að úrskurða um gildi samkomlagsins í náinni framtíð. Verði kröfu lögfræðinga Andrésar vísað frá og samkomulagið ekki talið ná til Andrésar er reiknað með að aðalmeðferð geti farið fram næsta haust. Giuffre steig fram í sviðsljósið árið 2019 þegar hún sagði Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein, sem lést árið 2019 í fangaklefa. Giuffre hefur kært Andrés fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega þrisvar sinnum á meðan hún var enn undir lögaldri. Prinsinn hefur staðfastlega neitað ásökununum og segist ekki muna eftir því að hafa verið kynntur fyrir Giuffre, þrátt fyrir að mynd sé til af þeim saman. Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Bandaríkin Kóngafólk Bretland Mál Andrésar prins Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04 Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Lögmenn Giuffre og Andrésar takast nú á fyrir dómstóli í New York í Bandaríkjunum um hvort samkomulag sem Giuffre gerði við Epstein árið 2009 nái einnig til Andrésar. Í grófum dráttum snerist samkomulagið um að Giuffre samþykkti að falla frá máli hennar gegn Epstein, en hún sakaði hann um kynferðisofbeldi og kynlífsþrælkun. Samkomulagið náði til Epsteins og annarra mögulegra sakborninga. Í staðinn fékk hún fimm hundruð þúsund dollara, um 65 milljónir króna á gengi dagsins í dag. Lögmenn Andrésar halda því fram að samkomulagið frá 2009 gildi um Andrés, þar sem hann flokkist sem annar mögulegur sakborningur. Krefjast þeir því að málinu verði vísað frá á þeim grundvelli að Giuffre geti ekki lögsótt Andrés vegna samkomulagsins. Lögmenn Giuffre halda því hins vegar fram að samkomulagið taki ekki til Andrésar, þar sem hann hafi ekki verið sá sem hafi hneppt Giuffre í kynlífsþrælkun. Hann sé frekar einstaklingur sem hafi nýtt sér kynlífsþrælkun Giuffre. Segist skilja bæði sjónarmið Lewis Kaplan, dómari í málinu, virtist á báðum áttum hvor túlkunin ætti við þegar tekist var á um málið í dómsal í dag. Í frétt AP vegna dómsmálsins segir þó að dómarinn hafi virst hallast frekar að túlkun lögmanna Giuffre. „Við erum að tala um hvort að það eru tvær eða fleiri raunhæfar túlkanir á þessu samkomulagi,“ sagði Kaplan við lögmann Andrésar. „Ég skil hvert þú ert að fara. Ég skil líka hitt sjónarmiðið.“ Kaplan reiknar með að úrskurða um gildi samkomlagsins í náinni framtíð. Verði kröfu lögfræðinga Andrésar vísað frá og samkomulagið ekki talið ná til Andrésar er reiknað með að aðalmeðferð geti farið fram næsta haust. Giuffre steig fram í sviðsljósið árið 2019 þegar hún sagði Epstein hafa skipað henni að stunda kynlíf með valdamiklum mönnum þegar hún var aðeins sautján ára gömul. Á meðal þeirra hafi verið Andrés prins, sem hún segir hafa verið virkan þátttakanda í misnotkun og ofbeldi af hálfu Epstein, sem lést árið 2019 í fangaklefa. Giuffre hefur kært Andrés fyrir að hafa brotið gegn sér kynferðislega þrisvar sinnum á meðan hún var enn undir lögaldri. Prinsinn hefur staðfastlega neitað ásökununum og segist ekki muna eftir því að hafa verið kynntur fyrir Giuffre, þrátt fyrir að mynd sé til af þeim saman.
Kynferðisofbeldi Erlend sakamál Bandaríkin Kóngafólk Bretland Mál Andrésar prins Mál Jeffrey Epstein Tengdar fréttir Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04 Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53 Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59 Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Telja samning Giuffre við Epstein fría Andrés prins af ábyrgð Virgina Giuffre, sem kært hefur Andrés prins fyrir nauðgun, tók á móti greiðslu úr hendi Jeffrey Epstein árið 2009 gegn því að höfða ekki mál gegn „mögulegum sakborningum“ vegna kynferðisofbeldis. 3. janúar 2022 20:04
Lögmenn Andrésar prins krefjast frávísunar Andrés prins, sonur Elísabetar Englandsdrottningar, krefst frávísunar í kynferðisbrotamáli. Prinsinn er sakaður um að hafa misnotað hina 38 ára gömlu Virginu Giuffre þegar hún var táningur. Prinsinn hefur ávallt neitað sök í málinu. 30. október 2021 08:53
Lögmenn Andrésar fá trúnaðarsamning Giuffre og Epstein afhentan Dómstóll í Bandaríkjunum hefur heimilað að samningur milli Virginiu Giuffre og athafnamannsins Jeffrey Epstein, sem trúnaður hefur ríkt um, sé afhentur lögmönnum Andrésar Bretaprins. 7. október 2021 10:59