Enn engin niðurstaða í máli Maxwell Samúel Karl Ólason skrifar 28. desember 2021 13:55 Ghislaine Maxwell varð sextíu ára gömul í fangelsi á laugardaginn. Verði hún fundin sek gæti hún varið það sem eftir er af ævi sinni í fangelsi. AP/Elizabeth Williams Kviðdómendur í máli Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, hafa ekki komist að niðurstöðu eftir þriggja daga umræðu en sá fjórði hefst í dag. Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 60 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Við vitnaleiðslur sögðu þrjár konur að Maxwell sjálf hefði brotið á þeim. Áður en málflutningi lauk í málinu gegn Maxwell stóð henni til boða að bera vitni en hún vildi það ekki og sagði saksóknara ekki hafa tekist að sýna fram á sekt hennar. Sjá einnig: Maxwell neitaði að bera vitni Kviðdómendur hafa beðið um töflu, upplýsingar um vitnisburð, merkimiða, lagalegar skilgreiningar og skilgreiningar á orðum. AP fréttaveitan segir stöðuna hvorki til marks um að kviðdómendur eigi erfitt með að sammælast um niðurstöðu né það að þau séu skammt frá niðurstöðu. Þá bað dómarinn kviðdómendur um að gefa sér meiri tíma í dag til að ræða málið og komast að niðurstöðu um sekt Maxwell eða sýknu. Meðal þess sem kviðdómendur hafa beðið um er eftirrit af vitnisburði manns sem bjó með konu sem hefur sakað Epstein um að brjóta á sér. Hann sagði hana hafa lýst Epstein sem nokkurs konar guðföður sem hefði hjálpað fjölskyldu hennar fjárhagslega vegna veikinda og dauða föður hennar. Hún var fjórtán ára gömul þegar hún kynntist Epstein og sagði seinna við þáverandi kærasta sinn að hjálp Epsteins hefði ekki verið ókeypis, án þess þó að fara nánar út í það. Kviðdómendur báðu einnig um eftirrit vitnisburðar Juan Alessi, fyrrverandi ráðsmanni Epsteins, sem sagði meðal annars frá því að Maxwell hefði meinað honum að horfa í augun á Epstein. Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag. 2. desember 2021 21:23 Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Verið er að rétta yfir Maxwell, sem er 60 ára gömul, í New York en hún var ákærð fyrir að hafa útvegað Epstein ungar stúlkur sem hann misnotaði og hefur hún einnig verið sökuð um að taka þátt í misnotkuninni. Hún er sökuð um að hafa fært Epstein allt að fjórtán ára gamlar stúlkur til að misnota í húsnæði hans víðsvegar um Bandaríkin og í London milli 1994 til 1997. Alls hefur hún verið ákærð í átta liðum og þar á meðal fyrir mansal. Hún neitar sök í öllum ákæruliðum. Verjendur hennar hafa haldið því fram að verið sé að gera hana að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epsteins. Epstein svipti sig lífi í fangelsi þann 10. ágúst 2019, þá 66 ára gamall. Það var eftir að hann var ákærður fyrir mansal og önnur brot. Við vitnaleiðslur sögðu þrjár konur að Maxwell sjálf hefði brotið á þeim. Áður en málflutningi lauk í málinu gegn Maxwell stóð henni til boða að bera vitni en hún vildi það ekki og sagði saksóknara ekki hafa tekist að sýna fram á sekt hennar. Sjá einnig: Maxwell neitaði að bera vitni Kviðdómendur hafa beðið um töflu, upplýsingar um vitnisburð, merkimiða, lagalegar skilgreiningar og skilgreiningar á orðum. AP fréttaveitan segir stöðuna hvorki til marks um að kviðdómendur eigi erfitt með að sammælast um niðurstöðu né það að þau séu skammt frá niðurstöðu. Þá bað dómarinn kviðdómendur um að gefa sér meiri tíma í dag til að ræða málið og komast að niðurstöðu um sekt Maxwell eða sýknu. Meðal þess sem kviðdómendur hafa beðið um er eftirrit af vitnisburði manns sem bjó með konu sem hefur sakað Epstein um að brjóta á sér. Hann sagði hana hafa lýst Epstein sem nokkurs konar guðföður sem hefði hjálpað fjölskyldu hennar fjárhagslega vegna veikinda og dauða föður hennar. Hún var fjórtán ára gömul þegar hún kynntist Epstein og sagði seinna við þáverandi kærasta sinn að hjálp Epsteins hefði ekki verið ókeypis, án þess þó að fara nánar út í það. Kviðdómendur báðu einnig um eftirrit vitnisburðar Juan Alessi, fyrrverandi ráðsmanni Epsteins, sem sagði meðal annars frá því að Maxwell hefði meinað honum að horfa í augun á Epstein.
Jeffrey Epstein Kynferðisofbeldi Bandaríkin Tengdar fréttir Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag. 2. desember 2021 21:23 Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55 Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30 Mest lesið Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Fleiri fréttir Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Segir Grænland ekki falt Trump setur eignarhald Grænlands aftur á dagskrá Brenndi konu til bana í neðanjarðarlest í New York Sádar sagðir hafa sent fjórar viðvaranir Skutu niður eigin herþotu yfir Rauðahafi Færeyingar fagna tvennum göngum Íslenskur skurðlæknir hlúir að fólki í Magdeburg Mótmælt á meðan minningarathöfn stóð yfir „Þetta var gjörsamlega hræðilegt“ Fimm látnir og tvö hundruð særðir Koma naumlega í veg fyrir stöðvun ríkisreksturs Sjá meira
Sagði ráðsmanni að horfa ekki í augu Epsteins Ghislaine Maxwell, aðstoðarkona barnaníðingsins og auðjöfursins heitna, Jeffreys Epstein, sagði ráðsmanni hans að hún væri „lafði hússins“ og sagði honum að horfa ekki í augun á Epstein. Þetta kom fram í vitnisburði Juan Alessi, ráðsmanni Epstein í Flórída, fyrir dómi í dag. 2. desember 2021 21:23
Segir Maxwell hafa tekið þátt í kynferðislegum athöfnum Kona sem sakar Jeffrey Epstein um að misnotað sig kynferðislega þegar hún var unglingur bar vitni um að Ghislaine Maxwell hefði tekið þátt í sumum kynferðislegum athöfnum þeirra fyrir dómi í New York í dag. 30. nóvember 2021 23:55
Sagði Maxwell gerða að blóraböggli fyrir slæma hegðun Epstein Verjandi Ghislaine Maxwell sagði að hún væri gerð að blóraböggli fyrir slæma hegðun karlmanns líkt og fjölmargar aðrar konur í mannkynssögunni. Saksóknari sagði Maxwell meðseka í kynferðisofbeldi Jeffreys Epstein gegn ungum stúlkum. 29. nóvember 2021 23:30