Flóttafólk á Íslandi

Fréttamynd

Með veika móður og ein­hverfa dóttur en fær ekki hæli

Umsókn venesúelskrar konu og einhverfrar dóttur hennar um hæli hér á landi var nýlega hafnað. Hún segir ástandið í heimalandinu mun verra en fólk hér á landi átti sig á. Lágmarksmánaðarlaun þar samsvara fjórum íslenskum krónum í tímakaup.

Innlent
Fréttamynd

„Það er ekki sjálf­stætt mark­mið að Ís­land verði enda­stöð“

Formenn ríkisstjórnarflokkanna sammælast um það að nauðsynlegt sé að gera meira í málefnum útlendinga. Katrín Jakobsdóttir segir engan efast um það að aukinn fjöldi hælisleitenda, og ekki síst innflytjenda, valdi álagi á alla innviði. Bjarni Benediktsson segir Sjálfstæðisflokkinn vilja að fleira fólki sé snúið við strax við komuna til landsins og vill koma móttökubúðum upp nálægt landamærunum. Sigurður Ingi Jóhannsson kallar eftir opnu samtali við alla þjóðina um málaflokkinn.

Innlent
Fréttamynd

Reykja­nes­bær látinn sitja einn í súpunni

Formaður bæjarráðs Reykjanesbæjar segir innviði sprungna vegna fjölda hælisleitenda í bænum. Hann segir það hafa verið óheppni hversu mikið var af lausu húsnæði á Ásbrú þegar Vinnumálastofnun tók íbúðir þar á leigu. 

Innlent
Fréttamynd

Stafi af hræðslu við fólk af erlendum uppruna

Félagsmálaráðherra segir sögur af því að ríkið hafi yfirboðið leiguhúsnæði, sem hafi orðið til þess að íbúar hafi neyðst til að leita annað, eigi ekki við rök að styðjast. Fleiri sögur, svo sem af miklu áreiti hælisleitenda, geti stafað af hræðslu við hið óþekkta. 

Innlent
Fréttamynd

„Útlendingamálin“ - stór vandamálapakki?

Undanfarna daga hefur eins konar áróður einkennst í umræðu stjórnandi fólks í þjóðfélaginu. Guðrún Hafsteinsdóttir, nýorðinn dómsmálaráðherra, sagði í viðtali við RÚV í kjölfar embættistökunnar: „Kerfi útlendingamála sé komið að þolmörkum.“ 

Skoðun
Fréttamynd

Enginn setur börnin sín í bátinn nema sjórinn sé öruggari en landið

Aldrei í sögunni hefur fleira fólk verið á flótta í heiminum. Það er rétt að minna á þá dapurlegu staðreynd í dag, þann 20. júní, á alþjóðadegi flóttafólks, þegar ljósi er varpað á þann vanda sem flóttafólk stendur frammi fyrir. Foreldrar, börn, systkini, ömmur og afar hafa hrakist heiman frá sér. Frá ættingjum, skólagöngu, vinum, atvinnu, eignum, ættjörð sinni og öðru því sem skiptir fólk máli.

Skoðun
Fréttamynd

„Jón Gunnarsson er karl og ég er kona“

Guðrún Hafsteinsdóttir hefur tekið við embætti dómsmálaráðherra. Að hennar mati þarf að bregðast við auknu streymi fólks hingað til lands með einhverjum hætti. Hún segir þó að það sé munur á sér og forvera sínum.

Innlent
Fréttamynd

Sögu­boð á al­þjóða­degi flótta­fólks

Í tilefni af Alþjóðadegi flóttafólks þann 20. júní býður Ungliðahreyfing Amnesty International til viðburðar sem haldinn er á morgun og nefnist Söguboð eða „Story Sharing Café“. Viðburðurinn er öllum opinn og verður haldinn í Húsi Máls og menningar á Laugavegi 18.

Lífið
Fréttamynd

Ein­stefnu­gata eða stefna í báðar áttir?

Fjölmenning og inngildin er ekki einstefnugata þar sem innflytjendur eða flóttafólk þurfa að aðlagast öllum gildum samfélagsins sem þau flytja í. Hér um ræðir Ísland, þar sem við búum hér, en málið snýst ekki endilega um það. Málið snýst um að þeir sem flytja til landsins þurfa að fá stuðning, skilning og tíma til að læra á nýtt samfélag.

Skoðun
Fréttamynd

Draumurinn rættist: „Þetta er pabbi minn!“

Draumur Twana Khalid Ahmed, kúrdísks flóttamanns frá Írak, rættist á fimmtudaginn var þegar hann dæmdi sinn fyrsta leik í efstu deild karla. Hann þurfti að bíða lengi eftir tækifæri til þess að fá dæma hér á landi en hefur unnið sig hratt upp metorðastigann.

Íslenski boltinn
Fréttamynd

Djöfla­eyjan, raun­veru­leika­þáttur í boði ríkis­stjórnar

Allflestir íslendingar kunna þríleik Einars Kárasonar um Djöflaeyjuna, Gulleyjuna og Fyrirheitna landið utanbókar. Þríleikurinn sem öllu jöfnu er nefnd Djöflaeyjan er nýtt sem kennsluefni í skólum, hún sviðsett í áhuga- sem og atvinnuleikhúsum og auk þess hefur verið gerð um hana bíómynd. Bækur, leikrit og bíómynd sem slegið hafa öll vinsældamet.

Skoðun
Fréttamynd

„Búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“

Öryrkjabandalag Íslands segir ekki hægt að verjast þeirri hugsun að með frumvarpi innviðaráðherra um breytingar á lögum vegna tímabundinna undanþága frá skipulags- og byggingalöggjöf og skipulagi sé verið að veita leyfi til að „búa til gettó fyrir viðkvæma hópa í biðstöðu“

Innlent
Fréttamynd

Að berjast við vindmyllur

Vald býr í orðum og orð ber að nota af ábyrgð og varkárni. Á það sérstaklega við hjá kjörnum fulltrúum sem vinna í þágu fólksins. Það er ekki hægt að segja að ábyrg og vel upplýst umræða hafi verið höfð að leiðarljósi hjá ákveðnum kjörnum fulltrúum undanfarið í garð flóttafólks og fólks sem leitar hér alþjóðlegrar verndar.

Skoðun
Fréttamynd

„Það er mikill smánar­blettur fyrir sveitar­fé­lagið“

Félagið Vinir Kópavogs segja með öllu óskiljanlegt að meirihlutanum í Kópavogi hafi ekki enn tekist að ganga frá samningi við ríkið um samræmda móttöku flóttafólks, um tíu mánuðum eftir að þeir voru tilbúnir af hálfu ríkisins. Þau vísa allri ábyrgð til bæjarstjóra og meirihluta bæjarstjórnar í Kópavogi.

Innlent
Fréttamynd

Mikil ánægja með hælisleitendur á Laugarvatni

Mikil ánægja er hjá heimamönnum á Laugarvatni með þá sextíu hælisleitendur, sem dvelja nú tímabundið á heimavist á Laugarvatni. Sumt af fólkinu er farið að vinna sjálfboðavinnu á staðnum eða láta gott af sér leiða á annan hátt á meðan það bíður niðurstöðu sinna mála.

Innlent
Fréttamynd

Finnst réttast að dóms­mála­ráð­herra stígi til hliðar

Stjórnarandstaðan íhugar nú hvaða skref verða stigin til að draga dómsmálaráðherra til ábyrgðar eftir að skrifstofa þingsins fjallaði um í minnisblaði að honum væri skylt að afhenda þinginu upplýsingar innan tiltekins frests í máli sem tengist veitingu ríkisborgararéttar. Þingflokksformaður Pírata finnst réttast að ráðherrann stígi til hliðar.

Innlent
Fréttamynd

„Þeir koma hér trekk í trekk með lygina að vopni“

Fjórir nefndarmenn og áheyrnarfulltrúi allsherjar- og menntamálanefndar báru af sér sakir á Alþingi í dag. Þingmennirnir fundu sig knúna til að gera það eftir að dómsmálaráðherra sakaði nefndarmenn og aðra alþingismenn um að þiggja þakklætisvott frá fólki sem hefur fengið íslenskan ríkisborgararétt.

Innlent