Mótmæla við Útlendingvastofnun vegna brottflutnings Venesúelabúa Lovísa Arnardóttir skrifar 17. nóvember 2023 11:00 Mikill fjöldi fólks hefur flúið bágar aðstæður í Venesúela síðustu ár og komið til Íslands. Á þessu ári hafa í það minnsta rúmlega 1.300 manns komið til landsins frá Venesúela. Vísir/Vilhelm Töluverður fjöldi fólks mótmælir nú fyrir utan skrifstofu Útlendingastofnunar í Bæjarhrauni í Hafnarfirði vegna fjöldaflutnings Venesúelabúa í vikunni. Flogið var með alls 180 einstaklinga, þar af 25 börn, til Venesúela í beinu flugi frá Íslandi í vikunni. Fólkið var allt umsækjendur um alþjóðlega vernd en hafði annaðhvort fengið synjun eða dregið sína umsókn til baka. Eftir að fólkið kom til landsins greindi margt þeirra frá því að hafa verið yfirheyrt og komið fyrir í úrræði. Þau dvelji sex saman og fái ekki að yfirgefa úrræðið. Dómsmálaráðuneytið sagði í tilkynningu í gær að ráðuneytið væri með málið til skoðunar. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins sagði í gær að Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), hafi í gær aðstoðað 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela „í sjálfviljugri heimför“ en í henni felst, meðal annars, að að fólk er styrkt til fararinnar og greitt fyrir flugfar. Mikill fjöldi fólks er nú við Útlendingastofnun til að mótmæla aðgerðum dómsmálaráðuneytisins og brottflutningi Venesúelabúa frá Íslandi. Vísir/Vilhelm „Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma. Þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi. Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Fólkið safnaðist saman við skrifstofu Útlendingastofnunar í morgun til að mótmæla.Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er,“ sagði enn fremur í tilkynningunni. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér að neðan. Um friðsamleg mótmæli er að ræða. Vísir/Vilhelm Fólk ræðir málin þó af nokkrum hita. Vísir/Vilhelm Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Flogið var með alls 180 einstaklinga, þar af 25 börn, til Venesúela í beinu flugi frá Íslandi í vikunni. Fólkið var allt umsækjendur um alþjóðlega vernd en hafði annaðhvort fengið synjun eða dregið sína umsókn til baka. Eftir að fólkið kom til landsins greindi margt þeirra frá því að hafa verið yfirheyrt og komið fyrir í úrræði. Þau dvelji sex saman og fái ekki að yfirgefa úrræðið. Dómsmálaráðuneytið sagði í tilkynningu í gær að ráðuneytið væri með málið til skoðunar. Í tilkynningu á vef dómsmálaráðuneytisins sagði í gær að Útlendingastofnun og embætti ríkislögreglustjóra, í samvinnu við Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu (Frontex), hafi í gær aðstoðað 180 venesúelska ríkisborgara við að snúa aftur heim til Venesúela „í sjálfviljugri heimför“ en í henni felst, meðal annars, að að fólk er styrkt til fararinnar og greitt fyrir flugfar. Mikill fjöldi fólks er nú við Útlendingastofnun til að mótmæla aðgerðum dómsmálaráðuneytisins og brottflutningi Venesúelabúa frá Íslandi. Vísir/Vilhelm „Flugið gekk vel og farþegarnir gengu heilu og höldnu frá borði og inn í flugstöð á miðvikudagskvöld að íslenskum tíma. Þar skildu leiðir Venesúelabúanna og starfsfólksins frá Frontex og Íslandi. Síðar bárust þær fregnir frá einstaklingum innan hópsins að fólkið hafi ekki fengið að fara frjálst ferða sinna. Fólkið safnaðist saman við skrifstofu Útlendingastofnunar í morgun til að mótmæla.Vísir/Vilhelm Íslensk stjórnvöld og Frontex vinna nú að því að afla nánari upplýsinga um fólkið og stöðu þeirra og verða veittar nánari upplýsingar um leið og hægt er,“ sagði enn fremur í tilkynningunni. Fleiri myndir af mótmælunum má sjá hér að neðan. Um friðsamleg mótmæli er að ræða. Vísir/Vilhelm Fólk ræðir málin þó af nokkrum hita. Vísir/Vilhelm
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Hælisleitendur Tengdar fréttir Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07 Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20 Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Óttast um afdrif bróður síns í Venesúela Ungur Venesúelamaður segist dauðhræddur um hálfbróður sinn, sem er einn af 180 Venesúelamönnum sem sneru aftur til landsins í gær. Frásagnir af fjandsamlegum móttökum við heimkomuna hafa skotið fólki skelk í bringu. 16. nóvember 2023 22:07
Kanna hvort vegabréf og peningar hafi verið haldlögð Íslensk stjórnvöld og Landamæra- og strandgæslustofnun Evrópu vinna að því að kanna afdrif 180 Venesúelamanna sem synjað var um alþjóðlega vernd hér á landi. Fólkinu var flogið í beinu leiguflugi til Venesúela í gær. Talið er að fólkið sé í haldi lögreglu í Venesúela. Vegabréf þess hafi verið handlögð. 16. nóvember 2023 15:20