Neyðarskýli fyrir flóttamenn ekki lausnin sem vantar Lovísa Arnardóttir skrifar 1. nóvember 2023 21:27 Ali og vinur hans frá Gíneu sem einnig er í hungurverkfalli. Vísir/Arnar Flóttamenn í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar segja neyðarskýli fyrir flóttamenn ekki lausnina sem vantar. Þeir eru réttinda- og heimilislausir á landinu og kalla eftir vernd eða búseturétti. Þeir mótmæla í tjöldum í Hafnarfirði. Þrír flóttamenn eru í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar. Þar ætla þeir að sofa í tjaldi þar til úrlausn finnst í máli þeirra. Allir hafa þeir fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi. Einn þeirra, Ali, er 25 ára, frá Írak og hefur verið á landinu í um tvö ár. Hann hefur, eins og kveður á um í útlendingalögum, misst allan rétt á þjónustu og búsetu eftir að hann fékk endanlega synjun í sínu máli. Hann segir að hann, og hinir mennirnir, vilji vernd eða búseturétt á Íslandi. Mest vilji þeir þó fá raunverulega lausn í sínu máli. Hann segir neyðarskýli fyrir heimilislausa flóttamenn ekki lausnina sem þeir þurfi. „Það er vandamálið. Það opnar klukkan fimm og lokar klukkan tíu. Ég var þar áður. En ekki lengur. Það er ekki það sem ég þarf. Ég þarf einhverja lausn fyrir mig. Í tvö ár hef ég sofið hér og þar. Það er enginn staður fyrir mig og það er vandamálið,“ segir Ali. Hann segir að hann ætli að vera í hungurverkfalli þar til lausn finnst í málinu eða þar til líkami hans getur ekki meir. Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Samtal enn í gangi um þjónustusvipt flóttafólk Félags-og vinnumarkaðsráðherra segir samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðu flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu enn í gangi. Ekki er ljóst hvenær þeirri vinnu lýkur. 29. ágúst 2023 18:56 Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25 Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun. 28. september 2023 13:00 Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Þrír flóttamenn eru í hungurverkfalli við skrifstofu Útlendingastofnunar. Þar ætla þeir að sofa í tjaldi þar til úrlausn finnst í máli þeirra. Allir hafa þeir fengið endanlega synjun um alþjóðlega vernd hér á landi. Einn þeirra, Ali, er 25 ára, frá Írak og hefur verið á landinu í um tvö ár. Hann hefur, eins og kveður á um í útlendingalögum, misst allan rétt á þjónustu og búsetu eftir að hann fékk endanlega synjun í sínu máli. Hann segir að hann, og hinir mennirnir, vilji vernd eða búseturétt á Íslandi. Mest vilji þeir þó fá raunverulega lausn í sínu máli. Hann segir neyðarskýli fyrir heimilislausa flóttamenn ekki lausnina sem þeir þurfi. „Það er vandamálið. Það opnar klukkan fimm og lokar klukkan tíu. Ég var þar áður. En ekki lengur. Það er ekki það sem ég þarf. Ég þarf einhverja lausn fyrir mig. Í tvö ár hef ég sofið hér og þar. Það er enginn staður fyrir mig og það er vandamálið,“ segir Ali. Hann segir að hann ætli að vera í hungurverkfalli þar til lausn finnst í málinu eða þar til líkami hans getur ekki meir.
Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Reykjavík Tengdar fréttir Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59 Samtal enn í gangi um þjónustusvipt flóttafólk Félags-og vinnumarkaðsráðherra segir samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðu flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu enn í gangi. Ekki er ljóst hvenær þeirri vinnu lýkur. 29. ágúst 2023 18:56 Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25 Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00 Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun. 28. september 2023 13:00 Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Afleiðing „skelfilegra útlendingalaga“ og ekki varanleg lausn Talskona Stígamóta segir úrræði fyrir hælisleitendur sem sviptir hafa verið þjónustu og búsetu, sem félagsmálaráðherra kynnti í gær, ekki ásættanlega lausn. Umræðan hafi færst til og nú virðist sem margir telji málefnum fólksins betur borgið. 28. september 2023 18:59
Samtal enn í gangi um þjónustusvipt flóttafólk Félags-og vinnumarkaðsráðherra segir samtal á milli ríkis og sveitarfélaga um stöðu flóttafólks sem svipt hefur verið þjónustu enn í gangi. Ekki er ljóst hvenær þeirri vinnu lýkur. 29. ágúst 2023 18:56
Mótmælendur með fleiri en einn málstað við þingsetningu Fjöldi fólks var saman kominn á Austurvelli í dag, til að mótmæla við setningu Alþingis. Brottvísanir hælisleitenda, takmörkun á strandveiðum og hinsegin fræðslu í grunnskólum var mótmælt. 12. september 2023 18:25
Þjónustusvipt flóttafólk til Hjálpræðishers í mat og virkniúrræði Svæðisstjóri Hjálpræðishersins segir þjónustusvipt flóttafólk leita til þeirra í mat og virkniúrræði. Ræða á málefni þessa hóps á samráðsfundi seinnipartinn í dag. Fjöldi félagasamtaka hafa skorað á yfirvöld að tryggja öryggi fólksins og grunnaðstoð. 23. ágúst 2023 13:00
Neyðarskýli fyrir hælisleitendur ekki góð eða varanleg lausn Dómsmálaráðherra segir það ekki góða lausn að setja upp neyðarskýli fyrir hælisleitendur sem búið er að svipta rétti til þjónustu og búsetu. Hún segir útlendingalögin skýr og að fólki beri að fara af landi brott eftir að það fær endanlega synjun. 28. september 2023 13:00