Ítrekar afstöðu sína gegn því að svipta fólk heilbrigðisþjónustu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 6. október 2023 07:13 Alma Möller er landlæknir. Vísir/Vilhelm Landlæknisembættið hefur ítrekað þá afstöðu sína að það sé óásættanlegt að svipta fólk réttinum til heilbrigðisþjónustu og að þjónustan eigi að vera undanskilin þjónustusviptingu einstaklinga sem hafa fengið synjun á umsókn um alþjóðlega vernd. Afstaða embættisins er skýrð í umsögn um frumvarp Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám þjónustusviptingar. Í umsögninni segir meðal annars að það sé afstaða embættisins að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta eigi að vera undanskilin þjónustusviptingu, enda eigi allir að njóta þeirra grundvallarmannréttinda að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu. Landlæknisembætti segir að þrátt fyrir undanþáguákvæði er varða barnshafandi, alvarlega veika og fatlaða einstaklinga gætu komið upp aðstæður þar sem fólk yrði svipt réttinum til heilbrigðisþjónstu. „Sem fyrr telur embættið slíkt vera óásættanlegt. Þau sem ekki falla undir fyrrnefndar undanþágur geta engu að síður glímt við sjúkdóma og heilsufarsvandamál sem nauðsynlegt er að bregðast við og í vissum tilfellum getur rof á meðferð haft slæmar afleiðingar. Umræddur hópur er nú þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu og frekari jaðarsetning gagnvart heilbrigðisþjónustu er sérlega varhugaverð. Þá getur rof á meðferð við langvinnum sjúkdómum haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í umsögninni. Öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé einnig mikilvægt þegar kemur að ákveðnum öryggisþáttum, til að mynda hvað varðar því að aftra útbreiðslu smitsjúkdóma og að veita þeim sem glíma við geðraskanir þjónustu þannig að þeir séu hvorki hættulegir sjálfum sér né öðrum. Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Heilbrigðismál Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira
Afstaða embættisins er skýrð í umsögn um frumvarp Arndísar Önnu Kristínardóttur Gunnarsdóttur, þingmanns Pírata, um afnám þjónustusviptingar. Í umsögninni segir meðal annars að það sé afstaða embættisins að öll nauðsynleg heilbrigðisþjónusta eigi að vera undanskilin þjónustusviptingu, enda eigi allir að njóta þeirra grundvallarmannréttinda að hafa aðgang að heilbrigðisþjónustu. Landlæknisembætti segir að þrátt fyrir undanþáguákvæði er varða barnshafandi, alvarlega veika og fatlaða einstaklinga gætu komið upp aðstæður þar sem fólk yrði svipt réttinum til heilbrigðisþjónstu. „Sem fyrr telur embættið slíkt vera óásættanlegt. Þau sem ekki falla undir fyrrnefndar undanþágur geta engu að síður glímt við sjúkdóma og heilsufarsvandamál sem nauðsynlegt er að bregðast við og í vissum tilfellum getur rof á meðferð haft slæmar afleiðingar. Umræddur hópur er nú þegar í sérstaklega viðkvæmri stöðu og frekari jaðarsetning gagnvart heilbrigðisþjónustu er sérlega varhugaverð. Þá getur rof á meðferð við langvinnum sjúkdómum haft alvarlegar afleiðingar,“ segir í umsögninni. Öruggt aðgengi að heilbrigðisþjónustu sé einnig mikilvægt þegar kemur að ákveðnum öryggisþáttum, til að mynda hvað varðar því að aftra útbreiðslu smitsjúkdóma og að veita þeim sem glíma við geðraskanir þjónustu þannig að þeir séu hvorki hættulegir sjálfum sér né öðrum.
Flóttafólk á Íslandi Flóttamenn Hælisleitendur Heilbrigðismál Mest lesið Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Innlent Segir Robert frænda sinn athyglissjúkt rándýr Erlent „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Innlent Gómuðu leðurblökuna Innlent Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Innlent Líkur á eldgosi fara vaxandi Innlent Örfáir læknar sinni hundruðum Innlent Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Innlent Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Innlent Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Innlent Fleiri fréttir Fæddi barn í flugvél og nauðlenti á Íslandi Vestfirðingar þokast nær langþráðum vegabótum Æfðu viðbrögð við svörtustu sviðsmyndinni Inga iðrast og biðst afsökunar á símtali Fólk að „gambla“ með líf sitt ef það kaupir svona lyf Gómuðu leðurblökuna Stórhættuleg falskvíðalyf, ný könnun og iðrun Ingu „Líklegt að framganga Ingu liggi þungt á mörgum samráðherrum“ Flokkur fólksins leitar að upplýsingafulltrúa Líkur á eldgosi fara vaxandi Pawel stýrir utanríkismálanefnd Fjórtán metra hvalur í Guðlaugsvík Viðvörunarljós hefðu átt að blikka í ráðuneytinu Gagnrýna „glæfralegar ályktanir“ um „meintan veldisvöxt“ ADHD Hvatvísin hafi verið við völd þegar hún tók upp tólið Telur umræðu um styrki flokkanna háværa umfram tilefni Hótanir Trumps eigi ekki að líðast í lýðræðissamfélagi Kári nýr formaður Sameykis Styrkjamál flokkanna og ásælni Trumps í Grænland Örfáir læknar sinni hundruðum „Líta svo á“ að Sjálfstæðisflokkurinn hafi uppfyllt lögin Fjörutíu og fjórir einstaklingar 100 ára eða eldri Kallar eftir rannsókn og endurgreiðslu á styrkjum til stjórnmálaflokka Uppákoma eftir sérsveitaraðgerð á Bakkafirði „kornið sem fyllti mælinn“ Segir Grænland mikilvægt fyrir íslenska flugrekendur Telur efasemdir íbúa vegna áforma Carbfix eðlilegar Vegum lokað vegna snjóflóðahættu Rannsaka hvort dauðsfall megi rekja til falsaðs Xanax Kennaraverkföll: Hvenær, hvar og hve lengi? Myndi setja ríkisstjórnina í „algjöra úlfakreppu“ Sjá meira