„Það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar“ Bjarki Sigurðsson skrifar 1. október 2023 11:53 Helgi Þorsteinsson Silva, lögmaður. Vísir/Arnar Lögmaður hælisleitenda frá Venesúela býst við miklum brottflutningi fólks vegna nýs úrskurðar kærunefndar útlendingamála. Meirihluta þeirra sem bíða svars verði vikið úr landi. Niðurstaðan sé mikil vonbrigði. Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða svara og gæti þeim verið vísað úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður nokkurra hælisleitenda frá Venesúela. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar vera vonbrigði og telur að rúmlega helmingur þeirra sem bíða svara þurfi að fara úr landi. „Þetta eru bara margar margar skýrslur og þúsundir blaðsíðna af gögnum og niðurstaðan mín eftir að hafa lesið þetta er að það er ekki slík breyting að þetta mat eigi að breytast,“ segir Helgi. Hann segir rök nefndarinnar vera að miklu leyti þau að ástandið í Venesúela sé nú ögn skárra en það var áður. Þrátt fyrir að það sé skárra sé það ekki endilega gott. „Það er til dæmis að ef það er tekið, hér er ein skýrsla sem segir að 65 prósent af fólki árið 2021 hafi verið undir fátæktarmörkum og nú er það fimmtíu prósent. Það er svona, hefur þetta í alvöru þau áhrif að nú fái enginn vernd en fram að því allir? Þetta eru frekar litlar breytingar. Jújú, þær eru í rétta átt en samhengisins vegna þá verður maður eiginlega að benda á það að það kemur fram að vígahópar á vegum stjórnvalda, það er enn þá vandamál að þeir myrði fólk. Það er bara að sú morðtíðni hafi lækkað. En ef þú horfir á hlutina á mannamáli, þá er þetta ekki eitthvað sem ég held að fólk finni almennt fyrir þarna,“ segir Helgi. Aðstæðurnar í Venesúela séu hræðilegar. „Það sem kannski slær mig mest í þessu er það að það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar og þær eru eiginlega algjörlega hörmulegar. Þó það séu einhverjar framfarir mælanlegar þá held ég að hinn hefðbundni einstaklingur í þessu landi finni ekki fyrir því,“ segir Helgi. Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira
Samkvæmt úrskurðum kærunefndar útlendingamála er Útlendingastofnun heimilt að synja umsóknum venesúelskra ríkisborgara um alþjóðlega vernd á Íslandi. Fimmtán hundruð Venesúelamenn bíða svara og gæti þeim verið vísað úr landi. Helgi Þorsteinsson Silva er lögmaður nokkurra hælisleitenda frá Venesúela. Hann segir niðurstöðu nefndarinnar vera vonbrigði og telur að rúmlega helmingur þeirra sem bíða svara þurfi að fara úr landi. „Þetta eru bara margar margar skýrslur og þúsundir blaðsíðna af gögnum og niðurstaðan mín eftir að hafa lesið þetta er að það er ekki slík breyting að þetta mat eigi að breytast,“ segir Helgi. Hann segir rök nefndarinnar vera að miklu leyti þau að ástandið í Venesúela sé nú ögn skárra en það var áður. Þrátt fyrir að það sé skárra sé það ekki endilega gott. „Það er til dæmis að ef það er tekið, hér er ein skýrsla sem segir að 65 prósent af fólki árið 2021 hafi verið undir fátæktarmörkum og nú er það fimmtíu prósent. Það er svona, hefur þetta í alvöru þau áhrif að nú fái enginn vernd en fram að því allir? Þetta eru frekar litlar breytingar. Jújú, þær eru í rétta átt en samhengisins vegna þá verður maður eiginlega að benda á það að það kemur fram að vígahópar á vegum stjórnvalda, það er enn þá vandamál að þeir myrði fólk. Það er bara að sú morðtíðni hafi lækkað. En ef þú horfir á hlutina á mannamáli, þá er þetta ekki eitthvað sem ég held að fólk finni almennt fyrir þarna,“ segir Helgi. Aðstæðurnar í Venesúela séu hræðilegar. „Það sem kannski slær mig mest í þessu er það að það er alveg augljóst að aðstæðurnar eru ekki góðar og þær eru eiginlega algjörlega hörmulegar. Þó það séu einhverjar framfarir mælanlegar þá held ég að hinn hefðbundni einstaklingur í þessu landi finni ekki fyrir því,“ segir Helgi.
Hælisleitendur Flóttamenn Flóttafólk á Íslandi Venesúela Mest lesið Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Banaslys í Rangárþingi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Innlent Inga vill skóla með aðgreiningu Innlent Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Innlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Fleiri stelpur týndar en áður Innlent Fleiri fréttir Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Seinka læknisskoðun fyrir endurnýjun ökuskírteina Íranir mótmæltu við stjórnarráðið Sjá meira