Gengu um rústir ratsjárstöðvar og klifu fáfarnasta fjall Hornstranda Magnús Jochum Pálsson skrifar 4. september 2025 07:02 Darri og Ritur eru fjöll á Hornströndum á norðanverðum Vestfjörðum. Garpur fór þangað reglulega sem barn og gekk á fjöllin í nýjasta þætti Okkar eigin Íslands. Vísir/Garpur Garpur Elísabetarson fór ásamt Þorsteini Mássyni, skipstjóra og framkvæmdastjóra, til Aðalvíkur á Hornströndum þar sem þeir gengu upp á fjöllin Darra, sem geymir rústir breskrar ratsjárstöðvar og Rit, einn fáfarnasta stað Hornstranda. Fjallgöngurnar tværu eru umfjöllunarefni nýjasta þáttar Okkar eigin Íslands en í þeim ferðast Garpur Elísabetarson, dagskrárgerðarmaður vítt og breitt um Ísland og lendir í ýmsum ævintýrum. Hornstrandir eru ansi afskekktar og kemst maður þangað með bát. „Aðalvík á stóran part í mínu hjarta. Hér kom ég sem barn, byrjaði að koma hingað sumarið 1987 og hef komið hér reglulega síðan. Eyddi mörgum vikum í senn, ekkert rafmagn og ekkert símasamband,“ segir Garpur um tengsl sín við Aðalvík sem er á Hornströndum norðarlega á Vestfjörðum. Þeir félagarnir byrjuðu þáttinn á að fara upp á uppáhalds fjall Garps, hinn 495 metra háa Darra, fyrir ofan Sæból í Aðalvík. Garpur og Jökull Elísabetarsynir ungir að árum á Hornströndum. Bretar reistu ratsjárstöð á Darra árið 1943 þegar breski herinn kom til landsins í Seinni heimsstyrjöldinni. Í setuliðinu voru tuttugu menn uppi á fjallinu em stöðinni var lokað í stríðslok. Hins vegar eru enn miklar leifar upp á fjallinu eftir stöðina og skoðuðu Garpur og Þorsteinn sig um þar. „Við sjáum einhvern veginn allt, við sjáum yfir í Hornstrandirnar, svo alveg hinum megin yfir á Austurstrandirnar, svo jökulinn og ef við löbbum þarna sjáum við bara Djúpið þannig að útsýnið er eiginlega galið,“ sagði Garpur þegar þeir komust upp á Darra. Skammt frá rústunum eftir breska herinn á Darra eru rústir eftir bandaríska herinn á Straumnesfjalli fyrir ofan Látra í Aðalvík. Félagarnir gengu síðan í gegnum rústir ratsjárstöðvarinnar og skoðuðu þar misheillega steinveggina sem hafa margir hverjir staðist tímans tönn óvenjuvel og ýmsar gamlar ryðgaðar vélar. Eftir að hafa gengið um Darra fóru þeir félagar upp á Rit sem er einn fáfarnasti tindur Hornstranda. Þar kvað Þorsteinn eina lífsseiga mýtu um tindinn í kútinn en hún tengist Grænlandi. Þáttinn má horfa í heild sinni hér að neðan: Okkar eigið Ísland Hornstrandir Fjallamennska Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira
Fjallgöngurnar tværu eru umfjöllunarefni nýjasta þáttar Okkar eigin Íslands en í þeim ferðast Garpur Elísabetarson, dagskrárgerðarmaður vítt og breitt um Ísland og lendir í ýmsum ævintýrum. Hornstrandir eru ansi afskekktar og kemst maður þangað með bát. „Aðalvík á stóran part í mínu hjarta. Hér kom ég sem barn, byrjaði að koma hingað sumarið 1987 og hef komið hér reglulega síðan. Eyddi mörgum vikum í senn, ekkert rafmagn og ekkert símasamband,“ segir Garpur um tengsl sín við Aðalvík sem er á Hornströndum norðarlega á Vestfjörðum. Þeir félagarnir byrjuðu þáttinn á að fara upp á uppáhalds fjall Garps, hinn 495 metra háa Darra, fyrir ofan Sæból í Aðalvík. Garpur og Jökull Elísabetarsynir ungir að árum á Hornströndum. Bretar reistu ratsjárstöð á Darra árið 1943 þegar breski herinn kom til landsins í Seinni heimsstyrjöldinni. Í setuliðinu voru tuttugu menn uppi á fjallinu em stöðinni var lokað í stríðslok. Hins vegar eru enn miklar leifar upp á fjallinu eftir stöðina og skoðuðu Garpur og Þorsteinn sig um þar. „Við sjáum einhvern veginn allt, við sjáum yfir í Hornstrandirnar, svo alveg hinum megin yfir á Austurstrandirnar, svo jökulinn og ef við löbbum þarna sjáum við bara Djúpið þannig að útsýnið er eiginlega galið,“ sagði Garpur þegar þeir komust upp á Darra. Skammt frá rústunum eftir breska herinn á Darra eru rústir eftir bandaríska herinn á Straumnesfjalli fyrir ofan Látra í Aðalvík. Félagarnir gengu síðan í gegnum rústir ratsjárstöðvarinnar og skoðuðu þar misheillega steinveggina sem hafa margir hverjir staðist tímans tönn óvenjuvel og ýmsar gamlar ryðgaðar vélar. Eftir að hafa gengið um Darra fóru þeir félagar upp á Rit sem er einn fáfarnasti tindur Hornstranda. Þar kvað Þorsteinn eina lífsseiga mýtu um tindinn í kútinn en hún tengist Grænlandi. Þáttinn má horfa í heild sinni hér að neðan:
Okkar eigið Ísland Hornstrandir Fjallamennska Mest lesið Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Lífið Töframaður fann Dimmu heila á húfi Lífið Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Lífið „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Lífið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Lífið Þessar jólagjafir hitta í mark Lífið samstarf Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Lífið Lyktarlítill dans, Lux og „metnaðarlaus stefna í íslensku“ Menning Breyta bíóinu í risastórt skemmtisvæði í tilefni afmælis Lífið samstarf Fleiri fréttir Missti seinni fótinn sex árum eftir þann fyrri Töframaður fann Dimmu heila á húfi Dauða kindin óheppileg byrjun á brúðkaupi Skrautlegur dagur Guðrúnar Hafsteins og Fannars Jólaskreytingin þarf ekki að vera dýr og margt hægt að endurnýta „Lífið hefur ekkert alltaf verið auðvelt“ Norðurslóðastjörnu sagt að frumbyggjaskírteini væri „fals“ Féll niður fimmtán metra á Súlum: „Þetta er bara búið, ég átti gott líf“ Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sjá meira