Neyðarþyrluflug með ferðamann á Jökulfjörðum „vísir að misnotkun“ Kjartan Kjartansson skrifar 24. júlí 2024 16:22 Þyrla Landhelgisgæslunnar flaug eftir ferðamanninum í Jökulfirði þangað sem ekki er fært með bíl. Þaðan var hann fluttur á flugvöllinn á Ísafirði þar sem hann taldi ekki þörf á frekari aðhlynningu. Heit sturta, pítsa og hótelbergi var honum efst í huga. Vísir/Sara Slökkviliðsstjórinn á Vestfjörðum telur það „vísi að misnotkun“ á neyðarþjónustu Landhelgisgæslunnar að þyrla hafi sótt bandarískan ferðamann sem óskaði eftir aðstoð á Jökulfjörðum. Landhelgisgæslan hefur ekki á dagskrá að kryfja málið frekar. Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem var sagður veikur á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum í gærmorgun. Fulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði Vísi þá að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða og að maðurinn væri í skoðun á Heilbrigðisstofun Vestfjarða. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Ferðamaðurinn fór þó aldrei til skoðunar á sjúkrahúsinu á Ísafirði heldur hélt upp í bílaleigubíl og á hótel eftir stutt spjall við bráðatækni og sjúkraflutningamann sem komu á sjúkrabíl til móts við þyrluna á flugvöllinn, að sögn Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði. Slökkviliðsstjórinn segir að ferðamaðurinn, um þrítugur Bandaríkjamaður, hafi meitt sig á hné á mánudag og síðan byrjað að kasta upp í gær. Hann hafi þó hvorki kennt sér meins í hnénu né þjáðst af uppköstum þegar hann kom til Ísafjarðar með þyrlunni í gær. „Hann var alveg sprelllifandi og bara mjög þakklátur fyrir þessa þjónustu sem hann fékk og ætlaði bara að fara í heita sturtu, fá sér pítsu og fara á hótel. Hann var örugglega nær dauða en lífi að eigin sögn þegar hann hringdi á þyrlu. Hann meiddi sig eitthvað í hnénu og var með gubbupest en það var allt liðið hjá þegar hann kemur til okkar,“ segir Sigurður. Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, staðfestir við Vísi að stofnunin hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Leið örugglega illa þegar hann óskaði eftir aðstoð Staðarmiðillinn Bæjarins ýjaði að því að neyðarþjónusta Gæslunnar hefði verið misnotuð í tilfelli ferðamannsins en gat þó ekki staðfest að hann hefði horfið á braut án þess að þarfnast frekari aðhlynningar. Sigurður telur sjúkraflutninginn stappa nærri misnoktun. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En honum vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir hann við Vísi. Ferðamaðurinn var á ferð með fjórum löndum sínum. Þeir séu alvanir ferðamenn og maðurinn hafi verið verið útbúinn. Sá sem var fluttur með þyrlunni ætli sér að taka á móti félögunum þegar þeir ljúka göngu sinni á morgun. Sækja mismikið slasað fólk Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvort að óeðlilegt hefði verið að fá þyrlu til þess að sækja ferðamanninn. Landhelgisgæslan sæki mismikið slasað fólk og ekki sé óalgengt að minna slasað fólk sé sótt með þyrlu ef ekki er hægt að nálgast það öðruvísi. „Þannig er okkar þjónusta stundum,“ segir hann. Ekki sé á dagskrá að kryfja málið frekar hvað Landhelgisgæsluna varðar. Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hornstrandir Ísafjarðarbær Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira
Þyrla Landhelgisgæslunnar sótti göngumann sem var sagður veikur á Jökulfjörðum í norðanverðu Ísafjarðardjúpi á Vestfjörðum í gærmorgun. Fulltrúi Landhelgisgæslunnar sagði Vísi þá að ekki hefði verið um alvarleg veikindi að ræða og að maðurinn væri í skoðun á Heilbrigðisstofun Vestfjarða. Sigurður A. Jónsson hefur verið slökkviliðsstjóri á Ísafirði frá árinu 2019. Ferðamaðurinn fór þó aldrei til skoðunar á sjúkrahúsinu á Ísafirði heldur hélt upp í bílaleigubíl og á hótel eftir stutt spjall við bráðatækni og sjúkraflutningamann sem komu á sjúkrabíl til móts við þyrluna á flugvöllinn, að sögn Sigurðar A. Jónssonar, slökkviliðsstjóra á Ísafirði. Slökkviliðsstjórinn segir að ferðamaðurinn, um þrítugur Bandaríkjamaður, hafi meitt sig á hné á mánudag og síðan byrjað að kasta upp í gær. Hann hafi þó hvorki kennt sér meins í hnénu né þjáðst af uppköstum þegar hann kom til Ísafjarðar með þyrlunni í gær. „Hann var alveg sprelllifandi og bara mjög þakklátur fyrir þessa þjónustu sem hann fékk og ætlaði bara að fara í heita sturtu, fá sér pítsu og fara á hótel. Hann var örugglega nær dauða en lífi að eigin sögn þegar hann hringdi á þyrlu. Hann meiddi sig eitthvað í hnénu og var með gubbupest en það var allt liðið hjá þegar hann kemur til okkar,“ segir Sigurður. Lúðvík Þorgeirsson, forstjóri Heilbrigðisstofnunar Vestfjarðar, staðfestir við Vísi að stofnunin hafi ekki haft neina aðkomu að málinu. Leið örugglega illa þegar hann óskaði eftir aðstoð Staðarmiðillinn Bæjarins ýjaði að því að neyðarþjónusta Gæslunnar hefði verið misnotuð í tilfelli ferðamannsins en gat þó ekki staðfest að hann hefði horfið á braut án þess að þarfnast frekari aðhlynningar. Sigurður telur sjúkraflutninginn stappa nærri misnoktun. „Það er gott að vera vitur eftir á. Honum leið örugglega illa þegar hann ýtti á neyðarboðin. En honum vantaði bara far hingað í rauninni. Ég myndi halda það að það væri svona vísir að misnotkun,“ segir hann við Vísi. Ferðamaðurinn var á ferð með fjórum löndum sínum. Þeir séu alvanir ferðamenn og maðurinn hafi verið verið útbúinn. Sá sem var fluttur með þyrlunni ætli sér að taka á móti félögunum þegar þeir ljúka göngu sinni á morgun. Sækja mismikið slasað fólk Hreggviður Símonarson, starfsmaður á bakvakt aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, vildi ekki tjá sig sérstaklega um hvort að óeðlilegt hefði verið að fá þyrlu til þess að sækja ferðamanninn. Landhelgisgæslan sæki mismikið slasað fólk og ekki sé óalgengt að minna slasað fólk sé sótt með þyrlu ef ekki er hægt að nálgast það öðruvísi. „Þannig er okkar þjónusta stundum,“ segir hann. Ekki sé á dagskrá að kryfja málið frekar hvað Landhelgisgæsluna varðar.
Heilbrigðisstofnun Vestfjarða Sjúkraflutningar Landhelgisgæslan Hornstrandir Ísafjarðarbær Mest lesið Konan sem ekið var á er látin Innlent Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Innlent Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Innlent Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Innlent Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Innlent Hellidemba í kortunum og líkur á þrumum Veður Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Innlent Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Innlent Fallhlífin flæktist í stélið Erlent Björn Dagbjartsson er látinn Innlent Fleiri fréttir Refsing milduð yfir burðardýri Finnst brotið á réttindum barnsins að orlofið sé skert Þjófar sendir úr landi Fær bara hálft fæðingarorlof og veik leikskólabörn Björn Dagbjartsson er látinn Hvetja til bólusetningar vegna inflúensufaraldurs Slapp ekki með typpamynd til þrettán ára Halda starfsleyfinu þrátt fyrir kröfur íbúa Opna fyrir umferð um „fyrstu hraðbraut á Íslandi“ Vill skoða úrsögn úr EES Leigubílstjóri og vinur í þriggja ára fangelsi fyrir nauðgun Skaftárhlaup enn yfirstandandi Helgi Valberg tekur við ritarastöðunni Stór áfangi Borgarlínu afgreiddur í skipulagsráði og á leið í kynningu Rannsókn lokið þrjátíu árum eftir snjóflóðið Kópavogur svarar: Ljósmagnið á skiltinu minnkað og þverun væntanleg Lífsýni úr öðrum manni nýju sönnunargögnin Ljóst að einhverjir dragi lög sín til baka Konan sem ekið var á er látin Styrkirnir ekki auglýstir: Segir Miðflokkinn haldinn hysteríu og ótta við þjóðina Skora á Rúv að endurskoða þessa „misráðnu ákvörðun“ Trampólín á flugi og vagn á hliðinni Tekist á um fangelsismálin og Útvarpsstjóri ræðir framtíð Söngvakeppninnar Mál Brákarborgar hefur kostað borgina yfir þrjá milljarða „Stóra-Hraun mun rísa“ Varaborgarfulltrúinn vill þriðja sæti Sundmenning Íslands á lista UNESCO Helmingur ríkisstofnana hafi stytt opnunartíma Sæðisgjafamálið: „Við fjölskyldan vöknuðum upp við vondan draum“ Gerðu engin mistök með nafngreiningu vændiskaupanda Sjá meira