Húnninn settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp Lovísa Arnardóttir skrifar 20. september 2024 09:55 Kona á níræðisaldri var nýkomin inn í sumarbústað á Höfðaströnd í Jökulfjörðum þegar hún sá hvítabjörn örskammt frá Lögreglan á Vestfjörðum Tekin verða sýni úr hvítabirninum sem var felldur í gær og hann svo settur í frost þar til hægt verður að stoppa hann upp. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri hjá Náttúrufræðistofnun segir miður að það hafi ekki verið hægt að halda dýrinu lifandi en það hafi ekkert annað verið í stöðunni. Húninn var að öllum líkindum á öðru ári og er um 150 til 200 kíló. Húnninn var felldur við Höfðaströnd í Jökulfjörðum í gær eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör og lét vita af honum. Þorvaldur segir það mikla heppni að konan hafi séð hann og getað látið vita. „Það verða tekin sýni úr heila og DNA sýni,“ segir Þorvaldur. Það sé til að kanna hvort einhver sníkjudýr séu á dýrinu eða hættulegir sjúkdómar eins og hundaæði og af hvoru kyninu hann er. Þá verði tekin DNA sýni til að kanna af hvaða stofni dýrið er. Tveir aðskildir stofnar séu til og það sé töluverður munur á þeim. Húninn var felldur þegar ljóst var að ekki væri hægt að koma honum að annars staðar lifandi.Lögreglan á Vestfjörðum „Það er allt á rúi og stúi á Náttúrufræðistofnun þannig við höfum ekki aðstöðu til að kryfja hann þar,“ segir Þorvaldur. Mygla greindist í húsnæði stofnunarinnar og er verið að laga húsið eins og er. „Eftir að við erum búin að taka sýni verður hann settur beint í frost. Síðar verður svo tekinn hluti innan úr. Svo verður hann settur aftur á frost og svo verður hann sendur í uppstoppun,“ segir Þorvaldur. Það geti liðið nokkur ár þangað til það verði gert vegna þess að tvö dýr bíði þess enn að verða stoppuð upp. Þorvaldur segir afar miður að ekki hafi verið hægt að taka dýrið lifandi. Það sé falleg hugsjón að halda dýrinu lifandi en það verði að hugsa það til enda. Það vilji enginn taka við dýrinu. „Við höfðum samband við Grænland en þau vildu ekki taka við honum. Ef þú tekur svona dýr í náttúrunni, þá þarf að gefa því að éta og það verður vant manninum. Ef því yrði svo skilað eftir það til Grænlands gæti það leitað svo inn í þorp í leit að mat.“ Mögulega hægt að kaupa kvóta Hann segir að á Grænlandi sé kvóti þrátt fyrir að dýrin séu í útrýmingarhættu. Það væri mögulega hægt að kaupa af þeim kvóta og þá falli eitt dýr af þeirra kvóta. Þorvaldur er sjálfur með leyfi til að skjóta dýr með deyfibyssu en segir að leyfinu hafi ekkert fylgt nema pappírarnir sjálfir. Það hafi ekki verið nein æfing og það þurfi, ef það eigi að skjóta þau með deyfibyssu til að flytja annað, að hafa þyrlu og bát til taks. Dýrin geti lagst til sunds eftir að þau eru skotin og þá drukkni þau ef enginn er til að taka það strax. Þorvaldur segir þetta alltaf vekja mikla reiði hjá hluta fólks. Hann lendi reglulega í því að fólk helli sér yfir hann þegar dýrin eru skotin. Hvítabirnir séu hins vegar afar hættulegir og ráðist á menn fái þeir tækifæri til. Hann segir húninn mögulega hafa komið til lands með ísjökum Húnaflóamegin og hafi verið búinn að ganga töluverða vegalengd áður en sást til hans. Hann segir það þvílíka heppni að konan hafi séð hann í gær og verið í símasambandi til að láta vita. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri.Mynd/Náttúrufræðistofnun „Um leið og þeir sáu hann á björgunarbátnum þá rauk hann beint í þá, að bátnum í fjörunni. Því hann var ánægður að sjá lífsmark og að hann gæti fengið bita. Þetta hefði getað farið þannig að við myndum ekki enn vita birninum, ef konan hefði mætt honum utandyra. Þá værum við einni konu færri. Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Lögreglumál Grænland Umhverfismál Hvítabirnir Tengdar fréttir Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Húninn var að öllum líkindum á öðru ári og er um 150 til 200 kíló. Húnninn var felldur við Höfðaströnd í Jökulfjörðum í gær eftir að kona á níræðisaldri varð hans vör og lét vita af honum. Þorvaldur segir það mikla heppni að konan hafi séð hann og getað látið vita. „Það verða tekin sýni úr heila og DNA sýni,“ segir Þorvaldur. Það sé til að kanna hvort einhver sníkjudýr séu á dýrinu eða hættulegir sjúkdómar eins og hundaæði og af hvoru kyninu hann er. Þá verði tekin DNA sýni til að kanna af hvaða stofni dýrið er. Tveir aðskildir stofnar séu til og það sé töluverður munur á þeim. Húninn var felldur þegar ljóst var að ekki væri hægt að koma honum að annars staðar lifandi.Lögreglan á Vestfjörðum „Það er allt á rúi og stúi á Náttúrufræðistofnun þannig við höfum ekki aðstöðu til að kryfja hann þar,“ segir Þorvaldur. Mygla greindist í húsnæði stofnunarinnar og er verið að laga húsið eins og er. „Eftir að við erum búin að taka sýni verður hann settur beint í frost. Síðar verður svo tekinn hluti innan úr. Svo verður hann settur aftur á frost og svo verður hann sendur í uppstoppun,“ segir Þorvaldur. Það geti liðið nokkur ár þangað til það verði gert vegna þess að tvö dýr bíði þess enn að verða stoppuð upp. Þorvaldur segir afar miður að ekki hafi verið hægt að taka dýrið lifandi. Það sé falleg hugsjón að halda dýrinu lifandi en það verði að hugsa það til enda. Það vilji enginn taka við dýrinu. „Við höfðum samband við Grænland en þau vildu ekki taka við honum. Ef þú tekur svona dýr í náttúrunni, þá þarf að gefa því að éta og það verður vant manninum. Ef því yrði svo skilað eftir það til Grænlands gæti það leitað svo inn í þorp í leit að mat.“ Mögulega hægt að kaupa kvóta Hann segir að á Grænlandi sé kvóti þrátt fyrir að dýrin séu í útrýmingarhættu. Það væri mögulega hægt að kaupa af þeim kvóta og þá falli eitt dýr af þeirra kvóta. Þorvaldur er sjálfur með leyfi til að skjóta dýr með deyfibyssu en segir að leyfinu hafi ekkert fylgt nema pappírarnir sjálfir. Það hafi ekki verið nein æfing og það þurfi, ef það eigi að skjóta þau með deyfibyssu til að flytja annað, að hafa þyrlu og bát til taks. Dýrin geti lagst til sunds eftir að þau eru skotin og þá drukkni þau ef enginn er til að taka það strax. Þorvaldur segir þetta alltaf vekja mikla reiði hjá hluta fólks. Hann lendi reglulega í því að fólk helli sér yfir hann þegar dýrin eru skotin. Hvítabirnir séu hins vegar afar hættulegir og ráðist á menn fái þeir tækifæri til. Hann segir húninn mögulega hafa komið til lands með ísjökum Húnaflóamegin og hafi verið búinn að ganga töluverða vegalengd áður en sást til hans. Hann segir það þvílíka heppni að konan hafi séð hann í gær og verið í símasambandi til að láta vita. Þorvaldur Þór Björnsson hamskeri.Mynd/Náttúrufræðistofnun „Um leið og þeir sáu hann á björgunarbátnum þá rauk hann beint í þá, að bátnum í fjörunni. Því hann var ánægður að sjá lífsmark og að hann gæti fengið bita. Þetta hefði getað farið þannig að við myndum ekki enn vita birninum, ef konan hefði mætt honum utandyra. Þá værum við einni konu færri.
Hornstrandir Dýr Landhelgisgæslan Lögreglumál Grænland Umhverfismál Hvítabirnir Tengdar fréttir Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26 Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Erlent Fleiri fréttir Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Boða verkföll í tíu leikskólum í desember Í beinni frá gosstöðvum, undrun á vegferð seðlabankans og lokasprettur Atburðarás gærdagsins í myndum Sjá meira
Tilkynnt um ísbjörn og þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Vestfjörðum fékk fyrir skömmu tilkynningu um að hvítabjörn hafi gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum. 19. september 2024 14:26
Senda vopnaða menn á svæðið Sá sem tilkynnti um að hvítabjörn hefði gengið á land á Höfðaströnd í Jökulfjörðum var staddur í sumarhúsi á svæðinu, og er einn eftir því sem lögregla kemst næst. Ekki hefur náðst aftur í viðkomandi. Lögreglumenn eru á leið á svæðið ásamt mönnum frá Landhelgisgæslunni sem eru sérþjálfaðir í meðferð skotvopna. 19. september 2024 14:59