Vesturbyggð Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Viðskipti innlent 25.11.2022 18:01 Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál. Innlent 5.11.2022 15:04 Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Innlent 14.10.2022 17:45 Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. Innlent 13.10.2022 23:05 Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Innlent 20.9.2022 06:38 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. Innlent 7.9.2022 19:01 Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði. Innlent 6.9.2022 22:22 Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna móðurfélaga Arnarlax og Arctic Fish Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna. Innlent 6.9.2022 06:55 „Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. Lífið 5.9.2022 15:25 Þyrlan kölluð út þegar eldur kom upp í togbáti úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út í kvöld þegar eldur kom upp í vélarrúmi togbáts sem var staddur úti fyrir Patreksfirði. Innlent 22.8.2022 22:47 Syngjandi kaupfélagsstjóri á Bíldudal Staðurinn er eina verslunin á staðnum, veitingastaðurinn, kaffihúsið og barinn í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð bæjarbúa. Hér erum við að tala um Vegamót á Bíldudal þar sem kaupfélagsstjórinn á það til að taka upp gítarinn og spila og syngja fyrir viðskiptavini. Innlent 15.8.2022 21:16 Fjórtán ára meðhjálpari á Rauðasandi Yngsti meðhjálpari landsins, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Hann segir starfið mjög skemmtilegt þó að það sé unnið í sjálfboðavinnu. Innlent 15.8.2022 10:05 Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Viðskipti erlent 2.8.2022 15:36 Þórdís Sif Sigurðardóttir nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar Tillaga um ráðningu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Ráðningin tekur formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á fundinum. Innlent 21.7.2022 15:30 Vestfirska Hringrásarhagkerfið Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð. Skoðun 21.7.2022 13:30 Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. Viðskipti innlent 5.7.2022 14:41 Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. Innlent 28.6.2022 22:44 Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. Innlent 27.6.2022 23:22 Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. Innlent 18.6.2022 19:56 Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. Innlent 18.6.2022 14:08 Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. Innlent 14.6.2022 15:40 Áfram veginn á Vestfjörðum Við Vestfirðingar líkt og íbúar annarra landshluta erum háð greiðum samgöngum í okkar daglega lífi alla daga ársins. Með samþjöppun grunnþjónustu og stærri atvinnusvæðum skiptir nú enn meira máli en áður að hafa greiðar samgöngur og útséð með að sú þróun komi til með að breytast næstu áratugi. Skoðun 13.6.2022 11:00 Mögnuð upplifun á Skrímslasetrinu á Bíldudal Það er mögnuð upplifun að koma inn í Skrímslasetrið í Bíldudal því þar er hægt að sjá sjóskrímsli, sem hafa lifað með þjóðinni í gegnum aldirnar, auk þess að fræðast um sögu skrímslanna. Fjörulalli reyndi meðal annars að lokka ófrískar konur með sér í sjóinn. Magnús Hlynur leit við á safninu. Innlent 12.6.2022 22:12 Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. Bíó og sjónvarp 7.6.2022 13:30 Jólin á Patreksfirði um helgina á Skjaldborg 2022 Fjöldi fólks er nú komin eða er á leiðinni á Patreksfjörð til að taka þátt í Skjaldborg kvikmyndahátíð, sem fer þar fram um helgina. Lofað er miklu stuði og mikilli stemmingu. Innlent 3.6.2022 21:03 Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. Viðskipti innlent 2.6.2022 17:25 Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. Innlent 1.6.2022 22:44 Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. Innlent 31.5.2022 12:00 Grófu upp líkamsleifar til að skoða fimmtíu ára mál Líkamsleifar sem Lögreglan á Vestfjörðum gróf upp fyrir helgi eru af manni sem mun hafa farist í bílslysi á Óshlíðarvegi árið 1973. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson fannst látinn við bíl sem átti að hafa oltið niður af veginum en verið er að rannsaka hvort Kristinn hafi mögulega dáið með öðrum hætti. Innlent 30.5.2022 23:13 Grófu upp líkamsleifar þar sem banaslysið var ekki talið nægjanlega upplýst Líkamsleifar voru grafnar upp úr kirkjugarði á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Ráðist var í uppgröftinn eftir að lögreglunni á Vestfjörðum barst ábending um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Innlent 30.5.2022 12:57 « ‹ 2 3 4 5 6 7 8 9 10 … 11 ›
Arnarlax hyggst kæra 120 milljóna króna sektarákvörðun Arnarlax hyggst kæra ákvörðun Matvælastofnunar um stjórnvaldssekt á fyrirtækið. MAST lagði í dag 120 milljóna króna sekt á fyrirtækið fyrir brot gegn skyldu um að tilkynna um strok á fiski og að beita sér fyrir veiðum á strokfiski. Viðskipti innlent 25.11.2022 18:01
Ungmennaþing á Vestfjörðum í fyrsta sinn um helgina Um fjörutíu ungmenni af öllum Vestfjörðum eru nú saman komin á Laugarhóli í Bjarnarfirði þar sem fyrsta ungmennaþing Vestfjarða fer fram. Mörg málefni eru á dagskrá, eins og um skólamál, einelti, umhverfismál og alþjóðamál. Innlent 5.11.2022 15:04
Hætta rannsókn Óshlíðarmálsins Lögreglan á Vestfjörðum hefur ákveðið að hætta rannsókn á mannsláti í Óshlíð árið 1973. Niðurstaða rannsóknar réttarlæknis var sú að ekkert benti til annars en að farþegi í bíl sem hafnaði utan vegar hafi látist af afleiðingum umferðarslyss. Innlent 14.10.2022 17:45
Eldislaxar í meirihluta í Mjólká Í veiðum Fiskistofu í Mjólká í Arnarfirði veiddust 43 laxar þar sem 28 af þeim koma úr eldi. 15 laxar voru villtir og reyndist einn þeirra eiga uppruna sinn frá Skotlandi. Hóf Fiskistofa veiðar í ágúst síðastliðnum er grunur kom upp um að eldislax væri í Mjólká. Innlent 13.10.2022 23:05
Var ekki í öryggisbelti þegar hann fór útaf veginum og lést Ökumaðurinn sem lést þegar hann missti stjórn á bifreið sinni á bröttum vegi nærri Látravík var ekki í öryggisbelti þegar slysið átti sér stað. Þetta er meðal þess sem kemur fram í skýrslu rannsóknarnefndar samgönguslysa. Innlent 20.9.2022 06:38
Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. Innlent 7.9.2022 19:01
Ráðherra segir vonir um nýjan Baldur um áramót Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra segir vonir standa til þess að Vegagerðin fái nýtt skip til landsins um áramótin í stað Breiðafjarðarferjunnar Baldurs. Á meðan beðið sé eftir nýju skipi verði tryggt að dráttarbátur verði til staðar á Breiðafirði. Innlent 6.9.2022 22:22
Samkeppniseftirlitið rannsakar samruna móðurfélaga Arnarlax og Arctic Fish Samkeppniseftirlitið telur ástæðu til að rannsaka áhrif samruna norsku fiskeldisfyrirtækjanna SalMar og NTS á samkeppni hér á landi. Samruninn gæti haft áhrif hér á landi þar sem íslensku fyrirtækin Arnarlax og Arctic Fish eru dótturfélög norsku fyrirtækjanna. Innlent 6.9.2022 06:55
„Þetta var alveg epískt sjónarspil“ Sjósund er vinsælt áhugamál hér á landi og margir sem stinga sér til sunds í sjó sér til yndisauka. Hvalaskoðun er þá sömuleiðis vinsæl, einkum hjá ferðamönnum, og hvalaskoðunarbátar gerðir út víða á landinu. Þó er afar sjaldgæft að þessu tvennu sé blandað saman. Sú var þó raunin í Arnarfirði á Vestfjörðum á laugardag, þegar tveir menn syntu um fjörðinn með stærðarinnar hnúfubökum. Lífið 5.9.2022 15:25
Þyrlan kölluð út þegar eldur kom upp í togbáti úti fyrir Patreksfirði Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar og sjóbjörgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á Vestfjörðum voru kallaðar út í kvöld þegar eldur kom upp í vélarrúmi togbáts sem var staddur úti fyrir Patreksfirði. Innlent 22.8.2022 22:47
Syngjandi kaupfélagsstjóri á Bíldudal Staðurinn er eina verslunin á staðnum, veitingastaðurinn, kaffihúsið og barinn í bænum, auk þess að vera félagsmiðstöð bæjarbúa. Hér erum við að tala um Vegamót á Bíldudal þar sem kaupfélagsstjórinn á það til að taka upp gítarinn og spila og syngja fyrir viðskiptavini. Innlent 15.8.2022 21:16
Fjórtán ára meðhjálpari á Rauðasandi Yngsti meðhjálpari landsins, Tryggvi Sveinn Eyjólfsson er ekki nema fjórtán ára gamall en hann þjónar í Saurbæjarkirkju á Rauðasandi í Patreksfjarðarprestakalli hjá séra Kristjáni Arasyni, sóknarpresti. Hann segir starfið mjög skemmtilegt þó að það sé unnið í sjálfboðavinnu. Innlent 15.8.2022 10:05
Ný bortækni gæti valdið byltingu í jarðgangagerð Ný aðferð í jarðgangagerð sem felst í að nota plasma-ljósboga til að mölva sér leið í gegnum berg vekur vonir um að jafnvel villtustu draumar margra á Íslandi um veggöng gætu ræst. Fullyrt er að með þessari tækni megi grafa göng margfalt hraðar og margfalt ódýrar en með núverandi tækni og með mun minni umhverfisáhrifum. Viðskipti erlent 2.8.2022 15:36
Þórdís Sif Sigurðardóttir nýr bæjarstjóri Vesturbyggðar Tillaga um ráðningu Þórdísar Sifjar Sigurðardóttur sem bæjarstjóra Vesturbyggðar verður lögð fram á næsta fundi bæjarráðs Vesturbyggðar. Ráðningin tekur formlega gildi þegar hún hefur verið staðfest á fundinum. Innlent 21.7.2022 15:30
Vestfirska Hringrásarhagkerfið Á Íslandi eru fjölmörg tækifæri til að efla hringrásarhagkerfið með því markmiði að lágmarka auðlindanotkun og úrgangsmyndun, og Vestfirðir eru í kjörstöðu til þess að vera leiðandi afl í þeirri vegferð. Skoðun 21.7.2022 13:30
Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. Viðskipti innlent 5.7.2022 14:41
Hitaveita á köldum svæðum álitlegri með tækniframförum í jarðhitaleit Ísafjörður, Patreksfjörður og Grundarfjörður eru í flokki álitlegustu þéttbýlisstaða á Íslandi til að fá hitaveitu, að mati jarðfræðings hjá ÍSOR, sem segir tækniframfarir í jarðhitaleit kalla á endurmat á svokölluðum köldum svæðum hérlendis. Innlent 28.6.2022 22:44
Malarköflum fækkar um tvo á hringleiðinni um Vestfirði Fyrsti kaflinn á Dynjandisheiði sem lagður er bundnu slitlagi var opnaður umferð um helgina og hefur malarköflum á Vestfjarðahringnum núna fækkað um átta kílómetra. Innlent 27.6.2022 23:22
Samgöngur við sunnanverða Vestfirði séu tifandi tímasprengja Sveitarstjóri á Vestfjörðum segir óviðunandi að farþegaferjan Baldur, sem siglir frá Snæfellsnesi yfir á Breiðafjörð, bili ítrekað með tilheyrandi röskun á samgöngum. Slæmir innviðir á sunnanverðum Vestfjörðum séu tifandi tímasprengja. Farþegar sátu fastir í meira en fimm tíma vegna bilunar í morgun. Innlent 18.6.2022 19:56
Algjörlega óboðlegt að leggja líf fólks í hættu Bæjarstjórn Vesturbyggðar og sveitarstjórn Tálknafjarðarhrepps segir margoft hafa verið bent á það öryggisleysi sem fylgi því að vera með gamalt skip í siglingum yfir Breiðafjörð sem hafi ítrekað bilað. Breiðafjarðarferjan Baldur varð vélarvana í Breiðafirði í morgun, einungis nokkrum mínútum eftir að hún fór frá landi. Innlent 18.6.2022 14:08
Klæðning lögð um Pennudal áleiðis upp á Dynjandisheiði Klæðningarflokkur frá Borgarverki, undirverktaka ÍAV, hóf í morgun að leggja fyrri umferð bundins slitlags á kafla Vestfjarðavegar um Pennudal, eða Penningsdal, ofan Flókalundar í Vatnsfirði. Þetta er vegarkafli sem opnaður var umferð í nóvember en ekki náðist þá að klæða hann fyrir veturinn vegna óhagstæðs veðurs. Innlent 14.6.2022 15:40
Áfram veginn á Vestfjörðum Við Vestfirðingar líkt og íbúar annarra landshluta erum háð greiðum samgöngum í okkar daglega lífi alla daga ársins. Með samþjöppun grunnþjónustu og stærri atvinnusvæðum skiptir nú enn meira máli en áður að hafa greiðar samgöngur og útséð með að sú þróun komi til með að breytast næstu áratugi. Skoðun 13.6.2022 11:00
Mögnuð upplifun á Skrímslasetrinu á Bíldudal Það er mögnuð upplifun að koma inn í Skrímslasetrið í Bíldudal því þar er hægt að sjá sjóskrímsli, sem hafa lifað með þjóðinni í gegnum aldirnar, auk þess að fræðast um sögu skrímslanna. Fjörulalli reyndi meðal annars að lokka ófrískar konur með sér í sjóinn. Magnús Hlynur leit við á safninu. Innlent 12.6.2022 22:12
Velkominn Árni og Hækkum rána sigurvegarar á Skjaldborg Skjaldborg – hátíð íslenskra heimildamynda var haldin á Patreksfirði í fimmtánda sinn um helgina. Bíó og sjónvarp 7.6.2022 13:30
Jólin á Patreksfirði um helgina á Skjaldborg 2022 Fjöldi fólks er nú komin eða er á leiðinni á Patreksfjörð til að taka þátt í Skjaldborg kvikmyndahátíð, sem fer þar fram um helgina. Lofað er miklu stuði og mikilli stemmingu. Innlent 3.6.2022 21:03
Patreksfjörður aflahæsta höfnin á strandveiðunum Patreksfjörður er aflahæsta höfnin eftir fyrsta mánuð strandveiða sumarsins og jafnframt sú höfn þar sem flestir bátar hafa landað. Alls hafa 370 tonn borist þar á land frá 61 báti, samkvæmt yfirliti frá Landssambandi smábátaeigenda. Viðskipti innlent 2.6.2022 17:25
Vegagerðin býður út langan vegarkafla á Dynjandisheiði Þrettán kílómetra langur vegarkafli á hæsta hluta Dynjandisheiðar verður boðinn út á morgun. Samtímis er Vegagerðin að skoða málamiðlun að nýju vegstæði við fossinn Dynjanda til að hlífa sem mest bæði landslagi og fornminjum. Innlent 1.6.2022 22:44
Leigubílstjórinn undrast upptöku fimmtíu ára gamals máls Skýrslur voru ekki teknar af ökumanni og farþega í bíl, sem valt á Óshlíðarvegi árið 1973 með þeim afleiðingum að annar farþeginn lést, fyrr en tveimur og þremur mánuðum eftir slysið. Þetta kemur fram í gögnum lögreglu sem fréttastofa hefur undir höndum. Bílstjórinn segir það ekki standast, ekki hafi liðið nema nokkrir dagar þar til skýrsla hafi verið tekin af honum. Innlent 31.5.2022 12:00
Grófu upp líkamsleifar til að skoða fimmtíu ára mál Líkamsleifar sem Lögreglan á Vestfjörðum gróf upp fyrir helgi eru af manni sem mun hafa farist í bílslysi á Óshlíðarvegi árið 1973. Hinn nítján ára gamli Kristinn Haukur Jóhannesson fannst látinn við bíl sem átti að hafa oltið niður af veginum en verið er að rannsaka hvort Kristinn hafi mögulega dáið með öðrum hætti. Innlent 30.5.2022 23:13
Grófu upp líkamsleifar þar sem banaslysið var ekki talið nægjanlega upplýst Líkamsleifar voru grafnar upp úr kirkjugarði á Vestfjörðum síðastliðinn föstudag. Ráðist var í uppgröftinn eftir að lögreglunni á Vestfjörðum barst ábending um að slysaatvikið sem leiddi til andláts mannsins hafi ekki verið upplýst nægjanlega á sínum tíma. Innlent 30.5.2022 12:57