Áfangar að nást í krefjandi vegagerð á Dynjandisheiði Kristján Már Unnarsson skrifar 18. september 2023 21:41 Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina á Dynjandisheiði. Fyrir aftan sér niður í Geirþjófsfjörð. Egill Aðalsteinsson Vegagerð um hæsta hluta Dynjandisheiðar er einhver sú erfiðasta hérlendis um þessar mundir. Verkinu miðar þó vel og er hugsanlegt að umferð verði hleypt á hluta nýja vegarins fyrir veturinn. Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar ekið var upp á heiðina framhjá Hótel Flókalundi. Þar birtist vegfarendum núna ánægjuleg viðbót því búið er að leggja slitlag upp með ánni Pennu á endurbættan kafla, en í sama vegstæði, sem gæti frestað deilum um nýja veglínu um friðland Vatnsfjarðar. Rúmt ár er frá því malbikið kom ofar, á nýja kaflann upp Pennusneiðing, og núna gæti farið að styttast í næstu áfanga efst á heiðinni. Rétt um ár er liðið frá því starfsmenn Suðurverks hófust handa við næsta verkhluta sem hiklaust má telja einhverja erfiðustu vegagerð á Íslandi. Hér er hæsti hluti Dynjandisheiðar í 500 metra hæð yfir sjávarmálið. Nýi vegurinn til vinstri. Fjær sést niður í Arnarfjörð.Egill Aðalsteinsson Eftirlitsmaður verksins fyrir Vegagerðina, Jóhann Birkir Helgason hjá Verkís, segir frostið helstu áskorunina. Svona hátt uppi, í fjögur- til fimmhundruð metra hæð yfir sjávarmáli, frysti yfirleitt snemma á haustin. „Þetta hefur gengið mjög vel núna undanfarið. Það var erfitt í vetur og sérstaklega í vor þegar var frost bara langt fram eftir maí og frost í jarðvegi alveg fram í júní. Þá var þetta svolítið erfitt,“ segir Jóhann Birkir. Að ekki sé ekki minnst á stórviðrin sem 22 manna vinnuflokkur Suðurverks undir stjórn Screckos Knezevic hefur sannarlega þurft að glíma við. Screcko Knezevic, verkstjóri hjá Suðurverki.Egill Aðalsteinsson „Þetta er mjög erfitt vinnusvæði. Þetta er svo langur vetur og harður vetur. Það er erfitt fyrir alla, mannskap og Vegagerðina. Að halda opnum veginum og koma mannskap upp og vinna. En þetta samt gengur og við reynum að halda okkur áfram hérna,“ segir Screcko, sem segist vera frá fyrrum Júgóslavíu og hafa starfað hjá Suðurverki í fimmtán ár. Miklar sprengingar og jarðvegsflutningar eru að baki við mótun nýs vegstæðis á þriggja kílómetra kafla í skeringu um Vatnahvilft undir Botnshesti. Sprengt fyrir nýju vegstæði undir Botnshesti ofan Geirþjófsfjarðar.Egill Aðalsteinsson „Svo erum við að koma hérna niður Botnshestinn, sem er líka mjög erfiður og miklar sprengingar, og vonandi að næstu þá kannski sex kílómetrarnir verði þá einfaldari,“ segir eftirlitsmaðurinn Jóhann. Vegarkaflinn sem Suðurverk vinnur er alls 12,6 kílómetra langur en áfangaskiptur. Vegagerðin er á köflum komin það langt að það virðist stutt í að einhverjir þeirra klárist. „Já, fyrsti kaflinn er tilbúinn undir burðarlag og styrktarlag. Það er bara verið að vinna það í námu núna,“ segir Jóhann og vonast til að unnt verði að keyra það út í þessari viku. En verður hægt að opna hluta vegarins jafnvel fyrir þennan vetur? Í Hærri-Vatnahvilft undir Botnshesti. Neðarlega til hægri er verið að sprengja fyrir nýju vegstæði ofan Geirþjófsfjarðar.Egill Aðalsteinsson „Það væri óskandi. En það er bara komið núna fram í september og ekki víst að það verði hægt að klæða,“ svarar Jóhann. Það er þó enn smávon um að það takist að opna fjögurra kílómetra kafla um hæsta hluta heiðarinnar og niður í Vatnahvilft. „Það er alveg hugsanlegt að það væri hægt. Ef að septembermánuður verður okkur hagstæður, - og fram í október,“ segir Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Í fréttum Stöðvar 2 mátti sjá þegar ekið var upp á heiðina framhjá Hótel Flókalundi. Þar birtist vegfarendum núna ánægjuleg viðbót því búið er að leggja slitlag upp með ánni Pennu á endurbættan kafla, en í sama vegstæði, sem gæti frestað deilum um nýja veglínu um friðland Vatnsfjarðar. Rúmt ár er frá því malbikið kom ofar, á nýja kaflann upp Pennusneiðing, og núna gæti farið að styttast í næstu áfanga efst á heiðinni. Rétt um ár er liðið frá því starfsmenn Suðurverks hófust handa við næsta verkhluta sem hiklaust má telja einhverja erfiðustu vegagerð á Íslandi. Hér er hæsti hluti Dynjandisheiðar í 500 metra hæð yfir sjávarmálið. Nýi vegurinn til vinstri. Fjær sést niður í Arnarfjörð.Egill Aðalsteinsson Eftirlitsmaður verksins fyrir Vegagerðina, Jóhann Birkir Helgason hjá Verkís, segir frostið helstu áskorunina. Svona hátt uppi, í fjögur- til fimmhundruð metra hæð yfir sjávarmáli, frysti yfirleitt snemma á haustin. „Þetta hefur gengið mjög vel núna undanfarið. Það var erfitt í vetur og sérstaklega í vor þegar var frost bara langt fram eftir maí og frost í jarðvegi alveg fram í júní. Þá var þetta svolítið erfitt,“ segir Jóhann Birkir. Að ekki sé ekki minnst á stórviðrin sem 22 manna vinnuflokkur Suðurverks undir stjórn Screckos Knezevic hefur sannarlega þurft að glíma við. Screcko Knezevic, verkstjóri hjá Suðurverki.Egill Aðalsteinsson „Þetta er mjög erfitt vinnusvæði. Þetta er svo langur vetur og harður vetur. Það er erfitt fyrir alla, mannskap og Vegagerðina. Að halda opnum veginum og koma mannskap upp og vinna. En þetta samt gengur og við reynum að halda okkur áfram hérna,“ segir Screcko, sem segist vera frá fyrrum Júgóslavíu og hafa starfað hjá Suðurverki í fimmtán ár. Miklar sprengingar og jarðvegsflutningar eru að baki við mótun nýs vegstæðis á þriggja kílómetra kafla í skeringu um Vatnahvilft undir Botnshesti. Sprengt fyrir nýju vegstæði undir Botnshesti ofan Geirþjófsfjarðar.Egill Aðalsteinsson „Svo erum við að koma hérna niður Botnshestinn, sem er líka mjög erfiður og miklar sprengingar, og vonandi að næstu þá kannski sex kílómetrarnir verði þá einfaldari,“ segir eftirlitsmaðurinn Jóhann. Vegarkaflinn sem Suðurverk vinnur er alls 12,6 kílómetra langur en áfangaskiptur. Vegagerðin er á köflum komin það langt að það virðist stutt í að einhverjir þeirra klárist. „Já, fyrsti kaflinn er tilbúinn undir burðarlag og styrktarlag. Það er bara verið að vinna það í námu núna,“ segir Jóhann og vonast til að unnt verði að keyra það út í þessari viku. En verður hægt að opna hluta vegarins jafnvel fyrir þennan vetur? Í Hærri-Vatnahvilft undir Botnshesti. Neðarlega til hægri er verið að sprengja fyrir nýju vegstæði ofan Geirþjófsfjarðar.Egill Aðalsteinsson „Það væri óskandi. En það er bara komið núna fram í september og ekki víst að það verði hægt að klæða,“ svarar Jóhann. Það er þó enn smávon um að það takist að opna fjögurra kílómetra kafla um hæsta hluta heiðarinnar og niður í Vatnahvilft. „Það er alveg hugsanlegt að það væri hægt. Ef að septembermánuður verður okkur hagstæður, - og fram í október,“ segir Jóhann Birkir Helgason, eftirlitsmaður Verkís fyrir Vegagerðina. Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Vegagerð Samgöngur Vesturbyggð Ísafjarðarbær Tengdar fréttir Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41 Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01 Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11 Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11 Mest lesið Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Innlent „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Innlent Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Innlent „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Innlent Læti í miðbænum og í veðrinu Innlent Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Innlent Breyti engu á jörðu niðri að viðurkenna sjálfstæði Palestínu Erlent Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Innlent Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Innlent Maxwell flutt í þægilegra fangelsi Erlent Fleiri fréttir Mannmergð vildi sjá fyrsta konunglega breska gestinn Óveður í Eyjum og verbúðarstemning á Hjalteyri Hnífurinn reyndist grilltangir „Það var töluvert verra veður en spáin sagði“ Hávaðarok á Snæfellsnesi og Faxaflóa Læti í miðbænum og í veðrinu Stóra tjaldið fellt og hætt við brennuna vegna óveðurs Þjóðhátíðargestum hleypt inn í Herjólfshöll meðan veðrið gengur yfir Klíndu límmiðum á Ormsson sem versla ekki einu sinni við Rapyd Opnun Samverks á Hellu fagnað „Manneskja sem er komin á þetta plan hlýtur að vera rökþrota“ Þjóðarpúls Gallups: Kristrún og Þorgerður gætu myndað meirihluta án Flokks fólksins „Ég upplifi þetta sem mikinn yfirgang og ofbeldi“ Íbúar við Þjórsá æfir og þrumuveður um Versló Handtekinn með reipi um hálsinn eftir ofsaakstur á flugbraut undir áhrifum fíkniefna Búast við þrumuveðri og vatnavöxtum Ný verðskrá kindakjöts vonbrigði fyrir sauðfjárbændur Sagði foreldrana líklega hafa dottið í aðdraganda andlátsins Fjölskyldufaðir stunginn meðan sonurinn horfði á Fundu engan hvítabjörn Hraunbreiðan þykknar og líkur á framhlaupum aukast „Hann skilar algjörlega auðu í náttúruverndarmálum“ Þjóðhátíð í Eyjum: Farþegafjöldi í Herjólfi komi á óvart Skýrara hvar besta veðrið verður um helgina Vann skemmdir á golfvelli og skildi eftir smokk Trump hækkar tolla á Ísland og viðbúnaður á Þjóðhátíð Þyrlan farin vestur í hvítabjarnareftirlit Fékk sex milljónum of há laun og neitaði að endurgreiða þau Annasamt ár á Bessastöðum: Kóngafólk, keisari, umtöluð undirskrift og brúnir skór Áhrifin af stöðvunarkröfunni óveruleg Sjá meira
Suðurverk átti lægsta boð í næsta áfanga vegarins yfir Dynjandisheiði Suðurverk hf. í Kópavogi átti lægsta tilboð í nýbyggingu Vestfjarðavegar á 12,6 kílómetra kafla á Dynjandisheiði. Tilboð Suðurverks hljóðar upp á 2.455 milljónir króna sem var 1,8 prósent, eða 42 milljónum króna, yfir áætluðum verktakakostnaði upp á 2.412 milljónir króna. 5. júlí 2022 14:41
Slitlagið á Dynjandisheiði lengist og bætt í við Flókalund Klæðningarflokkur Borgarverks, sem undirverktaki ÍAV, lauk núna undir kvöld við að leggja síðari umferð bundins slitlags á fjögurra kílómetra kafla Vestfjarðavegar um Dynjandisheiði. Þar með hafa tólf kílómetrar malbiks bæst við á einu ári á þjóðveginn milli Flókalundar og Mjólkárvirkjunar en tvö ár eru frá því Íslenskir aðalverktakar hófu þennan fyrsta áfanga endurbóta vegarins um Dynjandisheiði. 7. september 2022 19:01
Styttist í slitlagið á fyrstu kaflana á Dynjandisheiði Miklar samgöngubætur verða á Vestfjörðum á næstu vikum þegar tveir erfiðir vegarkaflar, á Dynjandisheiði og í botni Arnarfjarðar, verða leystir af hólmi með nýjum slitlagsköflum, samtals yfir tólf kílómetra löngum. 20. september 2021 22:11
Börnin úr Kjálkafirði í skóla á Þingeyri um Dýrafjarðargöng Foreldrarnir sem byggðu eyðijörð í Kjálkafirði kjósa að senda börnin sín í skóla á Þingeyri fremur en á Patreksfjörð og nýta sér þannig nýopnuð Dýrafjarðargöng. Þannig stytta þau tíma barnanna í skólaakstri úr þremur klukkustundum á dag niður í tvær klukkustundir á dag. 17. desember 2020 23:11