Eldislaxar fundust í Ósá í Patreksfirði Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 25. ágúst 2023 15:45 Frá Patreksfirði. Vísir/Einar Fjórir eldislaxar veiddust í net Arctic Fish sem fyrirtækið lagði undir eftirliti Fiskistofu nálægt ósi Ósár í Patreksfirði og í ánni sjálfri síðastliðinn miðvikudag. Matvælastofnun rannsakar hversu margir fiskar hafa sloppið. Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Fish í Kvígindisdal í Patreksfirði síðasta sunnudag. Greindi fyrirtækið sjálft frá því í tilkynningu en í kvínni eru 72.522 fiskar. Voru götin hvort um sig 20x30 sentímetrar. Vísir leitaði viðbragða hjá Fiskistofu vegna málsins. Í kjölfarið birti stofnunin tilkynningu á vef sínum. Þar segir að engir fiskar hafi veiðst í net sem Arctic Fish hafi lagt við sjókvína. Segir í tilkynningunni að í framhaldi hafi verið viðhaft eftirlit meðal annars með dróna og sást til fiska í Ósá í Patreksfirði þriðjudaginn 22. ágúst. Fiskistofa gerði viðkomandi landeigendum viðvart og mælti fyrir um að Arctic Fish skyldi leggja net í sjó nálægt ósi Ósár, 23. ágúst, og einnig voru net lögð í Ósá. Var það gert og var eftirlitsmaður Fiskistofu með við lagningu neta. Fjórir laxar veiddust í netin sem allir höfðu eldiseinkenni. Fiskarnir verða afhentir Hafrannsóknastofnun til erfðagreininga og frekari rannsókna í dag. Segist stofnunin hafa mælt fyrir um það að fleiri net skuli lögð. Áfram verði netaveiði reynd í sjó í Patreksfirði um helgina. Segist stofnunin fylgjast náið með veiðunum og segist hún muna endurmeta þörf fyrir aðgerðir ef tilefni verður til. Matvælastofnun rannsakar götin Þá segir í tilkynningu frá Matvælastofnun að stofnunin hafi strax hafið rannsókn á málinu. Sú rannsókn standi yfir. Segir að rannsókn stofnunarinnar miði að því að finna út ástæðu fyrir götunum, fjölda fiska sem hafi strokið og einnig að kanna hvort innri gæðaferlum fyrirtækisins hafi verið fylgt í hvívetna. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Matvælastofnun. Vesturbyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira
Tvö göt komu í ljós á kví númer átta hjá Arctic Fish í Kvígindisdal í Patreksfirði síðasta sunnudag. Greindi fyrirtækið sjálft frá því í tilkynningu en í kvínni eru 72.522 fiskar. Voru götin hvort um sig 20x30 sentímetrar. Vísir leitaði viðbragða hjá Fiskistofu vegna málsins. Í kjölfarið birti stofnunin tilkynningu á vef sínum. Þar segir að engir fiskar hafi veiðst í net sem Arctic Fish hafi lagt við sjókvína. Segir í tilkynningunni að í framhaldi hafi verið viðhaft eftirlit meðal annars með dróna og sást til fiska í Ósá í Patreksfirði þriðjudaginn 22. ágúst. Fiskistofa gerði viðkomandi landeigendum viðvart og mælti fyrir um að Arctic Fish skyldi leggja net í sjó nálægt ósi Ósár, 23. ágúst, og einnig voru net lögð í Ósá. Var það gert og var eftirlitsmaður Fiskistofu með við lagningu neta. Fjórir laxar veiddust í netin sem allir höfðu eldiseinkenni. Fiskarnir verða afhentir Hafrannsóknastofnun til erfðagreininga og frekari rannsókna í dag. Segist stofnunin hafa mælt fyrir um það að fleiri net skuli lögð. Áfram verði netaveiði reynd í sjó í Patreksfirði um helgina. Segist stofnunin fylgjast náið með veiðunum og segist hún muna endurmeta þörf fyrir aðgerðir ef tilefni verður til. Matvælastofnun rannsakar götin Þá segir í tilkynningu frá Matvælastofnun að stofnunin hafi strax hafið rannsókn á málinu. Sú rannsókn standi yfir. Segir að rannsókn stofnunarinnar miði að því að finna út ástæðu fyrir götunum, fjölda fiska sem hafi strokið og einnig að kanna hvort innri gæðaferlum fyrirtækisins hafi verið fylgt í hvívetna. Fréttin hefur verið uppfærð með upplýsingum frá Matvælastofnun.
Vesturbyggð Fiskeldi Sjókvíaeldi Mest lesið Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Innlent Umfangsmiklar og óútskýrðar rafmagnstruflanir á Íberíuskaga Erlent Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Innlent Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Innlent Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Innlent Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Innlent Rafmagnsleysið „fordæmalaust“ en engar vísbendingar um tölvuárás Erlent Réðust á tvo menn á göngu Innlent Vissu ekki að þeir væru að ræna Kim Kardashian Erlent Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Innlent Fleiri fréttir Fangelsi oft eina úrræðið Allt á áætlun en Spánarfarar beðnir um að fylgjast með Björn tekur við af Helga Ráðist að fólki við Breiðholtsskóla um hábjartan dag Um níutíu hælisleitendur setið í fangesli síðustu mánuði fyrir brottvísun Kryfja mál Ásthildar Lóu fyrir opnum tjöldum Saka Ingu um metnaðarleysi eftir skipun flokksmanna í stjórn Engin hópnauðgun um páskana á borði lögreglu Nýtt met slegið í fjölda giftinga Benedikt telur undanbrögð útvarpsstjóra grátleg Vill þyngri refsingar fyrir alvarleg kynferðisbrot Tekur við sem framkvæmdastjóri Bergsins Headspace Hafi verið látinn fljúga þrátt fyrir þekkt andleg veikindi Alþingi kemur saman á ný eftir páskafrí Réðust á tvo menn á göngu Fjölgun safngripa kallar á stækkun Flugsafnsins Hljóðheimur sumarsins í hættu: Mikil fækkun lóu og spóa Höllu dreymir um að fá gróðurhús á Bessastaði Bogi les sinn síðasta fréttatíma á morgun Hælisleitendur í einangrun: Versta úrræðið sem hægt er að beita Geðheilbrigði í fangelsum og fækkun lóu og spóa Áætlun Trump gangi engan veginn upp Vill selja bílastæðahús borgarinnar og Iðnó Ráðamenn hneykslast á Exit-auglýsingu SFS Mikill viðsnúningur hjá Árborg í fjármálum sveitarfélagsins Amman handleggsbrotin eftir hundsbit með barnabarnið í göngutúr Kvenkyns ökumönnum fækkað: Áhyggjuefni ef almenningur treystir ekki leigubílstjórum Áhyggjur leigubílstjóra og kólnandi hagkerfi Óvissa um heimshagkerfið og úrsögn Sólveigar Önnu „Ég vildi óska að fólk gæti séð drenginn minn eins og hann er“ Sjá meira