Akureyri

Fréttamynd

Hollendingar aftur byrjaðir að spóka sig á Akureyri

Flugvél á vegum hollensku ferðaskrifstofunnar Voigt Travel lenti á Akureyrarflugvelli í morgun. Vélin kom frá Amsterdam en um er að ræða fyrstu ferð vetrarins. Leiguflug ferðaskrifstofunnar milli höfuðborgar Hollands og Akureyrar hefur legið niðri frá því að heimsfaraldurinn skall á.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Hóta að loka hjúkrunar­heimilinu vegna ó­full­nægjandi bruna­varna

Hjúkrunarheimilinu Hlíð á Akureyri verður lokað af slökkviliðinu í bænum verði ekki ráðist í endurbætur á brunavörnum hússins fyrir 25. febrúar næstkomandi. Bæjarstjórinn segir að undirbúningur að úrbótum sé þegar hafinn og að ekki sé reiknað með að slökkviliðið munu neyðast til að loka hjúkrunarheimilinu.

Innlent
Fréttamynd

Reksturinn sem byrjaði og endaði í far­aldri

Kaffihúsið Barr sem starfrækt var í Menningarhúsinu Hofi á Akureyri í um sex mánaða skeið hefur hætt rekstri. Silja Björk Björnsdóttir, rekstrarstjóri og veitingastjóri kaffihússins, segir að kórónuveirufaraldurinn hafi vissulega haft sín áhrif en þó sé alltaf erfitt fyrir nýja staði að koma undir sig fótunum.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Handboltakempa ætlar sér fyrsta sætið

Heimir Örn Árnason, fyrrverandi handboltakempa og stjórnandi í Naustaskóla á Akureyri, hefur ákveðið að gefa kost á sér í fyrsta sæti Sjálfstæðisflokksins á Akureyri fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar.

Innlent
Fréttamynd

Saman til heilsu­eflingar

Umræða um álagsáhrif og minnkandi úthald ákveðinna hópa, hefur verið áberandi í samfélaginu undanfarið. Alþjóðaheilbrigðismálastofnunin, WHO varar við flótta úr framlínustörfum í heilbrigðisþjónustu vegna álags og veikinda starfsfólks og mögulegt er að slíkt gæti einnig átt við um aðrar starfsstéttir.

Skoðun
Fréttamynd

Vilhelm Þorsteinsson fljótur að slá aflamet systurskipsins

Heimsmet Barkar NK, skips Síldarvinnslunnar, í loðnuafla stóð ekki lengi. Vilhelm Þorsteinsson EA, skip Samherja, er búinn að slá metið en hann landaði 3.448 tonnum í Fuglafirði í Færeyjum í gær. Það reyndist 39 tonnum meira en þau 3.409 tonn sem Börkur landaði á Seyðisfirði um helgina.

Innlent
Fréttamynd

Hörður stígur fram og viðurkennir brot gegn Jódísi

Hörður J. Oddfríðarson dagskrárstjóri göngudeildar SÁÁ á Akureyri segir í samtali við Stundina að hann gangist við því að vera maðurinn sem misnotaði yfirburðarstöðu sína gagnvart Jódísi Skúladóttur þingkonu Vinstri grænna.

Innlent
Fréttamynd

Magnús Guðmundsson er látinn

Magnús Guðmundsson er látinn, 88 ára að aldri. Hann var einn þekktasti íþróttamaður Akureyringa. Hann lést á heimili sínu í Montana í Bandaríkjunum í gær.

Innlent
Fréttamynd

Deilt um fyrirhugaða áfengissölu í Hlíðarfjalli

„Satt að segja finnst mér þessi hugmynd alveg út í hött og andstaða mín er alveg skýr,“ segir Sóley Björk Stefánsdóttir, áheyrnarfulltrúi Vinstri grænna í bæjarráði um hugmyndir um að heimila áfengissölu í Hlíðarfjalli.

Innlent
Fréttamynd

Konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar

Dagvinnulaun félagsmanna Einingar-Iðju hafa hækkað að sögn formannsins og eru konur í fyrsta skipti með hærri dagvinnulaun en karlar. Meðallaun kvenna hækkuðu um rúmlega  fimmtíu þúsund milli ára en karla um þrettán þúsund krónur.

Innlent
Fréttamynd

MS ætlar í miklar framkvæmdir á Selfossi og á Akureyri

Mjólkursamsalan (MS) ætlar að ráðast í nokkra milljarða króna framkvæmdir á Akureyri og á Selfossi á nýju ári með byggingu nýrra húsa og endurnýjun véla og tækja á stöðunum. Afkoma Mjólkursamsölunnar var með allra besta móti á nýliðnu ári.

Innlent
Fréttamynd

Tímamót á Akureyri þar sem uppbyggingin færist norður

Fyrsta skóflustungan að Holtahverfi, nýju hverfi á Akureyri var tekin í dag. Skóflustungan markar tímamót þar sem uppbygging á íbúðarhúsnæði færist nú norður í bæinn eftir mikla uppbyggingu í suðurhluta hans.  Formaður skipulagsráðs bæjarins segir eftirspurn eftir lóðum hafa verið gríðarlega síðasta árið.

Innlent
Fréttamynd

Rússneskur risi kaupir meirihluta í Vélfagi

Rússneska sjávarútvegsfyrirtækið Norebo hefur keypt meirihluta í Vélfagi ehf. Akureyringurinn Finnbogi Baldvinsson, sem rekur ráðgjafafyrirtæki í Þýskalandi, hafði milligöngu um kaupin og sest í stjórn Vélfags fyrir hönd stofnendanna, hjónanna Bjarma Sigurgarðarssonar og Ólafar Ýrar Lárusdóttur. Þau eiga eftir viðskiptin 45,5% í félaginu.

Viðskipti innlent