Ferðum í Hrísey verður ekki fækkað Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 25. nóvember 2022 14:28 Úr Hrísey. Vísir/Vilhelm Ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars verður ekki fækkað í nýju útboði Vegagerðarinnar. Engin slík breyting er fyrirhuguð en Vegagerðin vill auka svigrúm til að ekki þurfi að sigla að óþörfu með tóma ferju. Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að í „tilboðsgögnum komi fram að óskað sé eftir tilboðum í 2.840 ferðir sem er lægri tala en þær 3.100 ferðir sem gilda á yfirstandandi tímabili. En hins vegar hljóðar útboðið upp á 2.840 ferðir með möguleika á 20 prósent fleiri ferðum sem verður nýtt á næstu árum þannig að ferðatíðnin verður óbreytt 3.100. Möguleiki verður þá líka á því að fjölga ferðum upp í ríflega 3.400 en engar breytingar verða gerðar á ferðaáætlun nema í samráði við heimafólk.“ Ferjan þjóðvegur á sjó Hríseyingar sendu opið bréf til þingmanna í Norðausturkjördæmi á dögunum. Þar kemur fram að ferjan sé þjóðvegur á sjó og í raun eina virka aðkomuleiðin til eyjarinnar. Mikil áhersla sé því lögð á mjög hátt þjónustustig ferjunnar. Hríseyjarferjan Sævar siglir frá Árskógssandi.hrisey.is „Almenn sátt ríkir um núverandi ferjuáætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningar- viðburði svo eitthvað sé nefnt. Teljum við fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða ferjuáætlun, hún ætti að vera föst í útboðsgögnum og breytingar á henni gerðar í samráði við íbúa og notendur þjónustunnar,“ segir í bréfinu. Vilja ekki sigla tómri ferju Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segir að ekki standi til að breyta siglingum ferjunnar Sævars, sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. „Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á ferðum ferjunnar út í Hrísey. Hins vegar viljum við ekki sigla tómri ferju á milli lands og Hríseyjar. Því viljum við hjá Vegagerðinni hafa svigrúm til að breyta áætlun í samráði við íbúa ef útlit er fyrir mjög slæma nýtingu á ferðum ferjunnar. Það er best að sigla ekki ef það eru ekki farþegar um borð. Það er stóra málið,“ segir Halldór í frétt á vef Vegagerðarinnar. Hrísey Samgöngur Vegagerð Akureyri Tengdar fréttir Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Vegagerðin óskaði í lok síðasta mánaðar eftir tilboðum í rekstur ferjunnar, það er að annast fólks- og vöruflutninga til og frá Hrísey. Í útboðsgögnum Vegagerðarinnar fyrir rekstur ferjunnar á næstu þremur árum segir Vegagerðin áskilji sér „rétt til að fjölga/fækka ferðum um +/- 20% á samningstíma“. Í frétt á vef Vegagerðarinnar segir að í „tilboðsgögnum komi fram að óskað sé eftir tilboðum í 2.840 ferðir sem er lægri tala en þær 3.100 ferðir sem gilda á yfirstandandi tímabili. En hins vegar hljóðar útboðið upp á 2.840 ferðir með möguleika á 20 prósent fleiri ferðum sem verður nýtt á næstu árum þannig að ferðatíðnin verður óbreytt 3.100. Möguleiki verður þá líka á því að fjölga ferðum upp í ríflega 3.400 en engar breytingar verða gerðar á ferðaáætlun nema í samráði við heimafólk.“ Ferjan þjóðvegur á sjó Hríseyingar sendu opið bréf til þingmanna í Norðausturkjördæmi á dögunum. Þar kemur fram að ferjan sé þjóðvegur á sjó og í raun eina virka aðkomuleiðin til eyjarinnar. Mikil áhersla sé því lögð á mjög hátt þjónustustig ferjunnar. Hríseyjarferjan Sævar siglir frá Árskógssandi.hrisey.is „Almenn sátt ríkir um núverandi ferjuáætlun og getur breyting á áætlun eða fækkun ferða haft veruleg áhrif á skilyrði til búsetu í Hrísey. Niðurfelling á ákveðnum ferðum getur haft þau áhrif að ómögulegt yrði fyrir íbúa að sækja atvinnu í landi ásamt takmörkun á möguleikum íbúa að stunda félagsstarf, íþróttastarf, sækja menningar- viðburði svo eitthvað sé nefnt. Teljum við fráleitt að það sé á valdi rekstraraðila að ákveða ferjuáætlun, hún ætti að vera föst í útboðsgögnum og breytingar á henni gerðar í samráði við íbúa og notendur þjónustunnar,“ segir í bréfinu. Vilja ekki sigla tómri ferju Halldór Jörgensson, forstöðumaður almenningssamgangna hjá Vegagerðinni, segir að ekki standi til að breyta siglingum ferjunnar Sævars, sem siglir milli Hríseyjar og Árskógssands. „Ekki eru fyrirhugaðar breytingar á ferðum ferjunnar út í Hrísey. Hins vegar viljum við ekki sigla tómri ferju á milli lands og Hríseyjar. Því viljum við hjá Vegagerðinni hafa svigrúm til að breyta áætlun í samráði við íbúa ef útlit er fyrir mjög slæma nýtingu á ferðum ferjunnar. Það er best að sigla ekki ef það eru ekki farþegar um borð. Það er stóra málið,“ segir Halldór í frétt á vef Vegagerðarinnar.
Hrísey Samgöngur Vegagerð Akureyri Tengdar fréttir Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08 Mest lesið Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Innlent Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Erlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Innlent Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Innlent Hefur ekki fengið starfsleyfi eftir fimm mánuði: „Þetta hefur lagst þungt á mig“ Innlent Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Erlent Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Innlent Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Erlent Fleiri fréttir Tugir á bráðamóttökuna á dag vegna hálku Framsóknarmenn boða til blaðamannafundar Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Ákall íbúa leiðir til enn minni þéttingar í Grafarvogi Lögmannafélagið aðhefst ekki Allir Grindvíkingar fái að kjósa í Grindavík Stjórn RÚV vill vísa Ísraelum úr Eurovision Mjófirðingar segja laxeldi geta lyft byggðinni snöggt „Við erum með stórt sár á sálinni“ Grindvíkingar fá orðið, hálkuslys og frestun barneigna „Það er búið að vera steinpakkað“ Þakkar fjölmiðlaumfjöllun að grænt ljós fékkst „Fullkomið hneyksli“ ef Alþingi veitti Daða Má skattlagningarvald Vísuðu þremur frá Keflavíkurflugvelli Sóttvarnarlæknir gegnir embætti landlæknis tímabundið Semur um DNA-próf til að koma í veg fyrir ólöglegan flutning barna Staðfesta sextán ára dóm Dagbjartar Páll áfram í leyfi en leggur fyrirhugaðri nýrri stofnun lið Ekki hægt að treysta mælum vélarinnar þar sem afísunarvökvinn fraus Þekktu efnin enn þau vinsælustu Formaður Afstöðu vill á lista Samfylkingarinnar Andstaða almennings hvati til að búa vel um hnútana Búast við að mál lögmannsins verði fellt niður Ráðherra ræðir laxeldi í Mjóafirði og sprautusjúklingum fer fækkandi Þráhyggjuhegðunin staðið í fjórtán ár Losna við nágranna eftir þriggja ára baráttu Auknar líkur á kvikuhlaupi en óvissa um hvenær gýs næst Svarar til saka því barn í hans umsjá komst í hlaupbangsa Með lögregluna á hælunum með fullan BMW af kókaíni Skipti mestu máli að halda góðri rútínu í svartasta skammdeginu Sjá meira
Hríseyingar óttast fækkun ferða Sævars og skjóta á „starfsmenn Vegagerðarinnar í Garðabæ“ Íbúar í Hrísey hafa miklar áhyggjur af því að ferðum Hríseyjarferjunnar Sævars muni fækka um fimmtung á næstu árum. Telja þeir að slíkt myndi hafa verulega neikvæð áhrif á búsetuskilyrðin í brothættri byggð. 7. nóvember 2022 14:08
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent