Réðst á þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 22. nóvember 2022 19:54 Árásin átti sér stað á Hamarskotstúni á Akureyri í júní síðastliðnum. Vísir/Tryggvi Karlmaður hefur verið dæmdur í þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi fyrir að ráðast þroskaskertan mann vegna ágreinings um almenningsbekk. Hann var sakfelldur fyrir að hafa sparkað fótunum undan manninum með þeim afleiðingum að hann féll í jörðina og axlarbrotnaði. Atvikið átti sér stað hinn 10. júní síðastliðinn en Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóm í málinu fyrir helgi. Atvik voru þau að ákærði hafði fært almenningsbekk af Hamarskotstúninu á Akureyri og sett hann á göngustíg sem liggur um svæðið. Brotaþoli, sem er þroskaskertur, gerði athugasemd við þetta og ýtti við ákærða sem féll á bekkinn. Við það reiddist ákærði, stóð upp af bekknum og var upphaflega sagður hafa kýlt brotaþola í andlitið. Því næst hafi hann sparkað undan brotaþola fótunum með þeim afleiðingum að hann datt í jörðina. Brotaþoli axlarbrotnaði og hlaut brotna framtönn og skrámur við árásina. Við fyrirtöku málsins breytti ákæruvaldið ákærunni á þann veg að tekið væri út að ákærði hafi kýlt brotaþola í andlitið. Maðurinn játaði brotið eftir breytingu ákæruvaldsins. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði hafi gengist undir sátt fyrir vörslur fíkniefna fyrr á árinu. Dómari taldi honum það til hegningarauka og taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákærða ber enn fremur að greiða brotaþola 600 þúsund krónur í miskabætur, rúmar 200 þúsund krónur vegna fjártjóns og tæpar 600 þúsund krónur í sakarkostnað. Dómsmál Akureyri Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira
Atvikið átti sér stað hinn 10. júní síðastliðinn en Héraðsdómur Norðurlands eystra kvað upp dóm í málinu fyrir helgi. Atvik voru þau að ákærði hafði fært almenningsbekk af Hamarskotstúninu á Akureyri og sett hann á göngustíg sem liggur um svæðið. Brotaþoli, sem er þroskaskertur, gerði athugasemd við þetta og ýtti við ákærða sem féll á bekkinn. Við það reiddist ákærði, stóð upp af bekknum og var upphaflega sagður hafa kýlt brotaþola í andlitið. Því næst hafi hann sparkað undan brotaþola fótunum með þeim afleiðingum að hann datt í jörðina. Brotaþoli axlarbrotnaði og hlaut brotna framtönn og skrámur við árásina. Við fyrirtöku málsins breytti ákæruvaldið ákærunni á þann veg að tekið væri út að ákærði hafi kýlt brotaþola í andlitið. Maðurinn játaði brotið eftir breytingu ákæruvaldsins. Við ákvörðun refsingar var litið til þess að ákærði hafi gengist undir sátt fyrir vörslur fíkniefna fyrr á árinu. Dómari taldi honum það til hegningarauka og taldi hæfilega refsingu þriggja mánaða skilorðsbundið fangelsi. Ákærða ber enn fremur að greiða brotaþola 600 þúsund krónur í miskabætur, rúmar 200 þúsund krónur vegna fjártjóns og tæpar 600 þúsund krónur í sakarkostnað.
Dómsmál Akureyri Mest lesið Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Erlent „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Innlent Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent Enginn læknir á vaktinni Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Ólga innan Sjálfstæðisflokksins og maður sem á fimm hundruð derhúfur Holtavörðuheiði og Súðavíkurhlíð lokað „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Hvað þarf að ræða í Kryddsíldinni? Enginn læknir á vaktinni „Þetta er dæmigert baktjaldamakk“ Flugeldasala Landsbjargar hafin Ósætti með mögulega frestun landsfundar og flugeldasala Hvað vildu Íslendingar vita á árinu? Konan trúverðug en maðurinn sýknaður því brotið er fyrnt Ófært í Ísafjarðardjúpi Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Sjá meira