Tafir á stáli seinka viðbyggingunni til vorsins 2024 Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 24. nóvember 2022 07:01 Tölvuteiknið mynd af hinni fyrirhuguðu viðbyggingu sem hér er gráleit. Flugstöðin sem fyrir er hvíta byggingin. Isavia Reiknað er með að hægt verði að taka langþráða nýja viðbyggingu við Akureyrarflugvöll í notkun vorið 2024, tæpu ári á eftir áætlun. Tafir við afhendingu á ýmsum aðföngum, svo sem stálgrind hússins, gera þetta að verkum. Heimamenn og ýmsir hagsmunaaðilar hafa lengi kallað eftir stækkun á aðstöðu flugvallarins. Með auknumillilandaflugi hefur núverandi flugstöðvarbygging ekki verið talin duga. Auk þess hafa flugmenn gert athugasemd við stærð flughlaðsins, ekki síst með tilliti til hlutverks flugvallarins sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll. Það var því mikið fagnað í júní á síðasta ári þegar fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu var tekin. Um er að ræða 1.100 fermetra viðbygging við núverandi flugstöð með aðstöðu fyrir toll og lögreglu, fríhöfn og veitingastað, auk endurbóta á núverandi flugstöð. Framkvæmdir hófust á þessu ári og samhliða hófust framkvæmdir við stækkun flughlaðs flugvallarins. Áætluð verklok voru síðsumars á næsta ári. Stálgrindin berst í mars Greint var frá því í haust að ljóst væri að vegna tafa á aðföngum myndi framkvæmdin frestast um einhverja mánuði. Nú er útlit fyrir að stálgrind hússins, sem vonir voru bundnar við að myndi koma til landsins fyrir áramót, muni ekki berast fyrr en í mars. Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Myndin er tekin í tilefni af fyrstu skólfustungu verksins í júní á síðasta ári.Isavia „Það sem við höfum fengið staðfest frá verktakanum er að stálgrindin komi í mars og það mun taka einhverja mánuði að byggja húsið, reisa það og gera klárt að innan. Í beinu framhaldi af því verður farið í gömlu flugstöðina, eða núverandi flugstöð, og hún aðlöguð,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, í samtali við Vísi. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verði allt saman tilbúið vorið 2024, eða fyrir sumarið 2024,“ segir hún enn fremur og bætir við að ástæðan sé einfaldlega sú að víða um heim sé verið að glíma við skort á aðföngum og tafir í aðfangakeðjum. Covid-19 og innrás Rússa í Úkraínu hefur sett strik í marga slíka reikninga, víða um heim. „Hvort sem það eru íhlutir eða færibönd. Þetta tekur allt miklu lengri tíma en við þekkjum,“ segir Sigrín Björk. AkureyrarflugvöllurVísir/Tryggvi Framkvæmdir við stækkun flughlaðsins eru þó á áætlun. Reiknað er með að síðasti áfangi þess, malbikun, verði boðin út í kringum áramótin. „Það gengur samkvæmt áætlun. Þar er nú verið að vinna lagnavinnuna. Það er töluvert mikil lagnavinna því að þarna er verið að leggja fyrir hlaðljósum, olíuskiljum og fleiru. Það er áætlað að því ljúki næsta vor. Síðasti áfanginn í því verkefni er að malbika,“ segir Sigrún Björk. Aðspurð að því hvort, í ljósi mikillar eftirvæntingar heimamanna fyrir stærri og betri flugstöð, að það séu ekki vonbrigði að horfa upp á tæplega árs töf á framkvæmdum, segir hún einfaldlega ekkert við því að gera. „Þetta er bara staðan hjá flestum fyrirtækjum í dag sem standa í þessu. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að horfumst í augu við að taki lengri tíma. Það er alveg hægt að ergja sig á þessu en það þjónar engum tilgangi.“ Akureyrarflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Akureyri Byggingariðnaður Innrás Rússa í Úkraínu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö tilboð bárust í þetta skiptið vegna viðbyggingar við Akureyrarflugvöll Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna, en þetta var í annað sitt sem verkið var boðið út. 3. nóvember 2021 16:55 Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. 17. desember 2019 20:19 Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðahópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. 22. desember 2019 22:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Heimamenn og ýmsir hagsmunaaðilar hafa lengi kallað eftir stækkun á aðstöðu flugvallarins. Með auknumillilandaflugi hefur núverandi flugstöðvarbygging ekki verið talin duga. Auk þess hafa flugmenn gert athugasemd við stærð flughlaðsins, ekki síst með tilliti til hlutverks flugvallarins sem varaflugvöll fyrir Keflavíkurflugvöll. Það var því mikið fagnað í júní á síðasta ári þegar fyrsta skóflustungan að nýrri viðbyggingu var tekin. Um er að ræða 1.100 fermetra viðbygging við núverandi flugstöð með aðstöðu fyrir toll og lögreglu, fríhöfn og veitingastað, auk endurbóta á núverandi flugstöð. Framkvæmdir hófust á þessu ári og samhliða hófust framkvæmdir við stækkun flughlaðs flugvallarins. Áætluð verklok voru síðsumars á næsta ári. Stálgrindin berst í mars Greint var frá því í haust að ljóst væri að vegna tafa á aðföngum myndi framkvæmdin frestast um einhverja mánuði. Nú er útlit fyrir að stálgrind hússins, sem vonir voru bundnar við að myndi koma til landsins fyrir áramót, muni ekki berast fyrr en í mars. Hjördís Þórhallsdóttir, flugvallarstjóri á Akureyrarflugvelli, Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, og Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla. Myndin er tekin í tilefni af fyrstu skólfustungu verksins í júní á síðasta ári.Isavia „Það sem við höfum fengið staðfest frá verktakanum er að stálgrindin komi í mars og það mun taka einhverja mánuði að byggja húsið, reisa það og gera klárt að innan. Í beinu framhaldi af því verður farið í gömlu flugstöðina, eða núverandi flugstöð, og hún aðlöguð,“ segir Sigrún Björk Jakobsdóttir, framkvæmdastjóri Isavia Innanlandsflugvalla, í samtali við Vísi. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verði allt saman tilbúið vorið 2024, eða fyrir sumarið 2024,“ segir hún enn fremur og bætir við að ástæðan sé einfaldlega sú að víða um heim sé verið að glíma við skort á aðföngum og tafir í aðfangakeðjum. Covid-19 og innrás Rússa í Úkraínu hefur sett strik í marga slíka reikninga, víða um heim. „Hvort sem það eru íhlutir eða færibönd. Þetta tekur allt miklu lengri tíma en við þekkjum,“ segir Sigrín Björk. AkureyrarflugvöllurVísir/Tryggvi Framkvæmdir við stækkun flughlaðsins eru þó á áætlun. Reiknað er með að síðasti áfangi þess, malbikun, verði boðin út í kringum áramótin. „Það gengur samkvæmt áætlun. Þar er nú verið að vinna lagnavinnuna. Það er töluvert mikil lagnavinna því að þarna er verið að leggja fyrir hlaðljósum, olíuskiljum og fleiru. Það er áætlað að því ljúki næsta vor. Síðasti áfanginn í því verkefni er að malbika,“ segir Sigrún Björk. Aðspurð að því hvort, í ljósi mikillar eftirvæntingar heimamanna fyrir stærri og betri flugstöð, að það séu ekki vonbrigði að horfa upp á tæplega árs töf á framkvæmdum, segir hún einfaldlega ekkert við því að gera. „Þetta er bara staðan hjá flestum fyrirtækjum í dag sem standa í þessu. Þetta er bara eitthvað sem við verðum að horfumst í augu við að taki lengri tíma. Það er alveg hægt að ergja sig á þessu en það þjónar engum tilgangi.“
Akureyrarflugvöllur Samgöngur Fréttir af flugi Akureyri Byggingariðnaður Innrás Rússa í Úkraínu Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Tvö tilboð bárust í þetta skiptið vegna viðbyggingar við Akureyrarflugvöll Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna, en þetta var í annað sitt sem verkið var boðið út. 3. nóvember 2021 16:55 Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. 17. desember 2019 20:19 Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14 Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48 Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðahópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. 22. desember 2019 22:00 Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Vill að skýrslutaka Murdochs fari fram eins fljótt og hægt er Erlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Tvö tilboð bárust í þetta skiptið vegna viðbyggingar við Akureyrarflugvöll Tvö tilboð bárust Isavia Innanlandsflugvöllum í viðbætur og breytingar á flugstöðinni á Akureyrarflugvelli. Tilboðin bárust frá verktakafyrirtækjunum Húsheild og Hyrna, en þetta var í annað sitt sem verkið var boðið út. 3. nóvember 2021 16:55
Skipa aðgerðarhóp um Akureyrarflugvöll Sigurður Ingi Jóhansson samgönguráðherra og Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir ferðamálaráðherra munu skipa aðgerðahóp sem falið verður að setja fram tillögur um hvernig megi byggja Akureyrarflugvöll upp sem aðra gátt fyrir ferðamenn inn í landið. 17. desember 2019 20:19
Jón segir uppbyggingu varaflugvalla ekki þola bið Varaformaður umhverfis- og samgöngunefndar og fyrrverandi samgönguráðherra segir uppbyggingu varaflugvalla á Akureyri og Egilsstöðum ekki þola bið. Breyta þurfi fyrirliggjandi samgönguáætlun og þar með fjárlögum næsta árs til að framkvæmdir geti hafist. 29. október 2019 12:14
Þýskt flugfélag hefur flug til Akureyrar og Egilsstaða 2023 Þýska flugfélagið Condor mun hefja áætlunarflug til Akureyrar og Egilsstaða og verður flogið frá maí til loka október. Flug hefst sumarið 2023. 13. júlí 2022 10:48
Vilja að aðgerðahópurinn vinni hratt Samgönguráðherra og ferðamálaráðherra hafa undirritað viljayfirlýsingu um frekari uppbyggingu á Akureyrarflugvelli. Aðgerðahópur hefur verið stofnaður sem á að vinna tillögur að uppbyggingu. 22. desember 2019 22:00