„Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja“ Jakob Bjarnar skrifar 28. nóvember 2022 13:33 Bubbi er furðu lostinn vegna harðs dóms sem féll yfir ungum manni sem ræktaði 15 kannabisplöntur í íbúðarhúsi á Akureyri. Hann telur okkur á algjörum villigötum í stefnu í fíkniefnamálunum. vísir/vilhelm Bubbi Morthens tónlistarmaður getur ekki leynt furðu sinni vegna dóms yfir Vigni Þór Liljusyni sem dæmdur var í 15 mánaða fangelsi vegna ræktunar 15 kannabisplantna í íbúðarhúsi á Akureyri. Bubbi tjáir sig um þetta umbúðalaust að hætti hússins á Facebook-síðu sinni þar sem fjölmargir taka undir með Bubba. Vísir greindi frá því fyrir stundu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni Vigni Þór. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. „15 mánuði, ertu ekki að grínast?“ spyr Bubbi. Hann heldur áfram og segir: Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja. Þetta er þetta er galið. Við eigum að lögleiða gras og hætta þessu að dæma ungt fólk í fangelsi. Hvert landið á fætur öðru í kringum okkur er að leyfa gras. Ég er búinn að fatta að þetta er ekki virka að dæma fólk í fangelsi fyrir það eitt að velja sér sinn vímugjafa sem er ekki valdhöfum þókanlegur, segir Bubbi. Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, en hann á það sammerkt með Bubba að hafa sagt skilið við alla vímugjafa fyrir löngu, er Bubba hjartanlega sammála. „Skömm að þessu,“ segir Pálmi. Egill Helgason sjónvarpsmaður er á sama máli og segir: „Mjög vafasamt.“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þarna sé það: „Stríðið gegn fólki.“ Og þannig má áfram telja, almennt þykir fólki sem sig tjáir um dóminn hann ganga í berhögg við siðferðisvitund þjóðarinnar. Fíkniefnabrot Dómsmál Dómstólar Samfélagsmiðlar Akureyri Tengdar fréttir Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00 Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Bubbi tjáir sig um þetta umbúðalaust að hætti hússins á Facebook-síðu sinni þar sem fjölmargir taka undir með Bubba. Vísir greindi frá því fyrir stundu að Landsréttur hafi staðfest úrskurð Héraðsdóms Norðurlands eystra yfir karlmanni Vigni Þór. Þrír aðrir einstaklingar voru sakfelldir fyrir aðild sína að brotinu en þau leituðu ekki endurskoðunar héraðsdóms. „15 mánuði, ertu ekki að grínast?“ spyr Bubbi. Hann heldur áfram og segir: Ungt fólk gert að glæpamönnum og fyrir það eitt að rækta arfa sem má reykja. Þetta er þetta er galið. Við eigum að lögleiða gras og hætta þessu að dæma ungt fólk í fangelsi. Hvert landið á fætur öðru í kringum okkur er að leyfa gras. Ég er búinn að fatta að þetta er ekki virka að dæma fólk í fangelsi fyrir það eitt að velja sér sinn vímugjafa sem er ekki valdhöfum þókanlegur, segir Bubbi. Pálmi Gunnarsson tónlistarmaður, en hann á það sammerkt með Bubba að hafa sagt skilið við alla vímugjafa fyrir löngu, er Bubba hjartanlega sammála. „Skömm að þessu,“ segir Pálmi. Egill Helgason sjónvarpsmaður er á sama máli og segir: „Mjög vafasamt.“ Grímur Atlason framkvæmdastjóri Geðhjálpar segir að þarna sé það: „Stríðið gegn fólki.“ Og þannig má áfram telja, almennt þykir fólki sem sig tjáir um dóminn hann ganga í berhögg við siðferðisvitund þjóðarinnar.
Fíkniefnabrot Dómsmál Dómstólar Samfélagsmiðlar Akureyri Tengdar fréttir Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00 Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51 Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09 Mest lesið Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Innlent Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Fleiri fréttir „Það verður boðið fram í nafni VG“ Loka aftur fyrir umferð á slóðum Vítisengla „Þjóðaröryggisráð er ekki upp á punt“ Rak frá Bretlandi til Íslands á einum mánuði Bátur sekkur við Hafnarfjarðarhöfn Ellilífeyrisþegar sá hópur sem hafi það einna best Rándýr og stórbrotin afmæli hitta ekki í mark hjá krökkunum Þór sækist eftir endurkjöri Furðar sig á þjóðaröryggisráði og rándýr barnaafmæli Aftur flagnar Vesturbæjarlaug: „Eins og hún sé með skallablett“ Þyrlan kölluð út vegna vélsleðaslyss á Langjökli „Gervigreind er líka fyrir heimilið“ Hringvegurinn opnaður á ný klukkan 17 Snæfellsnes orðið að vistvangi UNESCO „Stór húsnæðis- og efnahagspakki“ á leiðinni Afplána líklegast í fjögur til fimm ár á Litla Hrauni Þungir dómar ekki óvæntir og fyrsti vistvangur landsins Ferðamaður réðst á leiðsögukonu: „Ísland hefur brugðist mér“ Byrjað að moka í Hringveginn en talsverð vinna framundan Tíu gistu í fangageymslu og þar af tveir „peruölvaðir“ „Við þurfum ekki öll að fara á sjúkrahús“ Vilja RÚV af auglýsingamarkaði Ýmsar aðferðir til að ná niður drónum Jónína vill taka við af Ásmundi Einari „Við viljum bara finna fyrir öryggi“ Gerður sveitarstjóri Þingeyjarsveitar Þungur dagur, myndir frá óveðrinu og ítrekuð innbrot Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Anna ljósa fallin frá Ásmundur Einar segir skilið við stjórnmálin Sjá meira
Þjóðverjar ætla að leyfa kannabis í afþreyingarskyni Neysla og sala kannabis í afþreyingarskyni verður gefin alveg frjáls í Þýskalandi, verði lagafrumvarp ríkisstjórnarinnar samþykkt í þýska þinginu. Heilbrigðisráðherra segir úrelta löggjöf síðustu áratuga hafa beðið skipbrot og að lögleiðing efnisins muni skila milljörðum evra í ríkissjóð. 6. nóvember 2022 16:00
Alvarlegt að ráðherra rugli saman hugtökum Sérfræðingur í skaðaminnkun telur alvarlegt að ráðherrar vilji eins og því er lýst halda áfram að refsa fólki fyrir neyslu eiturlyfja. Úrræðaleysi í málaflokknum eigi ekki að standa í vegi fyrir afglæpavæðingu. 27. mars 2022 13:51
Willum stefnir á eigið frumvarp um neysluskammta Heilbrigðisráðherra stefnir á að leggja fram eigið frumvarp um lögleiðingu neysluskammta ávana- og fíkniefna á yfirstandandi þingi. Þó komi til greina að semja um innihald frumvarps sem þingflokksformaður Pírata mælti fyrir á Alþingi í vikunni. 23. janúar 2022 19:09