Akureyri

Bílaleiga Akureyrar með sjö þúsund bíla og 300 starfsmenn
Umsvif Bílaleigu Akureyrar hafa aldrei verið eins mikil og í ár en fyrirtækið er með yfir sjö þúsund bíla í leigu og starfsfólkið fór yfir þrjú hundruð í sumar. Þá styttist óðum í fimm hundraðasta rafmagnsbílinn.

Nökkvi bestur og markakóngur | Anton Ari fær gullhanskann
KA-maðurinn NökkviÞeyr Þórisson var í dag valinn besti leikmaður Bestu-deildar karla af leikmönnum deildarinnar. Ekki nóg með það heldur getur Nökkvi einnig fagnað markakóngstitlinum.

Óheyrilegar hörmungar heillar mannsævi undir
Guðrún Frímannsdóttir sendi nýverið frá sér bókina Elspa – saga konu og er óhætt að segja að hún hafi slegið rækilega í gegn. Um er að ræða sláandi harmsögu Elspu Sigríðar Salberg Olsen frá Akureyri. Hún ólst upp við sárafátækt um miðja síðustu öld; ofbeldi, alkóhólisma og kynferðislega misnotkun.

Akureyringar fundu vel fyrir skjálfta af stærðinni 4 í nótt
Klukkan 02.13 í nótt mældist skjálfti af stærðinni 4 um það bil 30 kílómetra austsuðaustur af Grímsey. Skjálftinn fannst vel á Akureyri, samkvæmt tilkynningu frá Veðurstofu.

Fimm ný ríkisstörf á Akureyri
Húsnæðis- og mannvirkjastofnun hyggst flytja fimm opinber sérfræðistörf til Akureyrar. Nýtt teymi verður stofnað í bænum og 21 stöðugildi verða á skrifstofum stofnunarinnar á Akureyri. Ráðherra fagnar fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni.

Súrt slátur eða rúsínur í grjónagrautinn frá Akureyri?
„Það kemur vel til greina að setja súrt slátur eða rúsínur með grjónagrautnum“, segir verkstjóri hjá Mjólkursamsölunni á Akureyri en fyrirtækið hefur varla undan að framleiða grjónagraut með kanil ofan í landsmenn. Oft eru framleiddar þar tuttugu til tuttugu og fimm þúsund dósir í hverri viku. Neytendur kalla eftir slátri og rúsínum með grautnum.

Fólk færir störf
Fyrr í dag var haldinn fundur á starfsstöð Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar á Akureyri þar sem tilkynnt var að fimm sérfræðistörf á sviði brunabótamats yrðu auglýst. Verða þau störf staðsett á Akureyri.

Þjóðbraut liggi um Hjaltadal á ný með göngum undir Tröllaskaga
Margir Norðlendingar sjá fyrir sér að jarðgöng undir Tröllaskaga verði til þess að Hólar í Hjaltadal endurheimti fyrri sess sem miðstöð Norðurlands.

Flytja til Akureyrar frá Egilsstöðum yfir jólin enda ekki í boði að fæða fyrir austan
Barnshafandi kona á Egilsstöðum þarf að flytja alla fjölskyldu sína til Akureyrar yfir jólin þar sem ljóst þykir að hún muni ekki geta fætt barn í Neskaupstað. Þar finnst enginn skurðlæknir til að vera á vakt. Þetta er ástand sem þarf að breytast, segir konan, sem sjálf er hjúkrunarfræðingur. Aðeins er hægt að ganga út frá fæðingarþjónustu vísri árið um kring á þremur stöðum á landinu.

Bróðir Jóns segir Ingu og Guðmund vera siðblind
Þorsteinn Hjaltason, bróðir Jóns Hjaltasonar, segir Ingu Sæland og Guðmund Inga Kristinsson vera siðblind. Þorsteini finnst furðulegt að enginn hafi beðið bróður hans afsökunar.

Segir alla elska Akureyrarflugvöll
Umsvif flugvallarins á Akureyri eru alltaf að aukast og aukast enda mikið um farþegaþotur, sem koma með farþega á völlinn eða fljúga út með farþega í millilandaflugi . Þá er verið að stækka flugstöðina. „Það elska allir flugvöllinn á Akureyri,“ segir flugvallarstjórinn.

Tekist á um vitneskju um hámarkshraða rafhlaupahjóls
Tekist var á um það í Héraðsdómstól Norðurland eystra á dögunum hvort að eigandi rafhlaupahjóls á Akureyri hafi mátt vita að rafhlaupahjól hennar kæmist á meiri hraða en 25 km/klst og væri þar af leiðandi skráningarskylt. Í prófunum lögreglu mældist hámarkshraði hjólsins á yfir 50 km/klst. Héraðsdómur taldi þó ekki sannað að eigandanum hafi mátt vera ljóst um þennan hámarkshraða.

250 manna flugslysaæfing á Akureyri
Fjölmargir tóku þátt í flugslysaæfingu Almannavarna og Isavia á Akureyrarflugvelli í gær. Líkt var eftir því að farþegaflugvél hafi bilað og rekist á aðra vél á flugbrautinni.

Bíllinn hafnaði ofan í grýttri fjöru
Umferðarslys varð úti í Grímsey í gærkvöldi þegar bíll fór út af vegi við Grímseyjarhöfn. Bíllinn endaði ofan í grýttri fjöru en slæmt veður var á vettvangi.

Brjálað að gera á skriðsundnámskeiðum á Akureyri
Tuttugu og tveggja ára sundkappi hefur slegið í gegn í Sundlaug Akureyrar því þar er hann með námskeið fyrir fullorðna í skriðsundi og komast færri að en vilja.

Ekki þurfti lengi að bíða þess að við Háskólann á Akureyri færi fram doktorsvörn
Heimild til doktorsnáms skiptir sköpum fyrir sjálfstæðan háskóla. Með doktorsnámi er tryggt að nám og rannsóknir eru stundaðar jöfnum höndum við Háskólann á Akureyri og að háskólinn getur sérhæft sig enn frekar til að verða uppspretta þekkingar fyrir landið allt – en ekki síst fyrir landsvæði utan höfuðborgarinnar.

Keyrði í fyrsta sinn í snjókomu í gær
Paul Dao, bandarískur ferðamaður sem nú er staddur á Akureyri, hafði aldrei nokkurn tímann keyrt í snjókomu fyrr en í gær. Nú vinnur hann að því að endurskipuleggja dvöl sína á landinu en hann er veðurtepptur fyrir norðan.

Brjálað veður í kortunum
Almannavarnir hafa lýst yfir hættustigi vegna óveðurs á Norðurlandi eystra og Austurlandi á morgun. Veðurspáin er sögð minna á Aðventustorminn sem skall á árið 2019 og olli miklu tjóni á Norðurlandi. Gera má ráð fyrir miklu hvassviðri á svæðinu og gríðarlegri úrkomu, mest slyddu.

Fólk ætti að búa sig undir rafmagnsleysi á morgun
Búist er við miklu óveðri fyrir norðan á morgun og hefur Veðurstofan fært appelsínugula viðvörun á svæðinu upp í rauða. Mikill undirbúningur er í gangi á Akureyri til að koma í veg fyri flóðaástand líkt og skapaðist í bænum fyrir tveimur vikum. Mikil hætta er á rafmagnsleysi á svæðinu á morgun.

Óttast að sjór gangi aftur á land í óveðrinu á sunnudag
Óttast er að sjór geti gengið á land á Akureyri á sunnudag og hefur verið gripið til ráðstafana vegna þessa. Spáð er afar slæmu veðri á sunnudag og hefur aðgerðastjórn Almannavarnarnefndar Eyjafjarðar verið virkjuð.

Vill fá afsökunarbeiðni frá Ingu, Guðmundi og konunum þremur
Frambjóðandi Flokks fólksins á Akureyri vill fá afsökunarbeiðni frá forystu flokksins og konunum þremur sem hafa sakað hann og tvo aðra menn um óásættanlega framkomu. Hann segist ekki efast um niðurstöður óháðrar rannsóknar.

Stal fartölvum og veski á skrifstofum sýslumanns á Akureyri
Héraðsdómur Norðurlands eystra hefur dæmt karlmann í sextíu daga fangelsi fyrir að hafa stolið fartölvum og peningaveski á skrifstofum sýslumannembættis á Akureyri.

Setja hús Landsbankans á Akureyri á sölu
Landsbankinn mun setja hús sitt við Ráðhústorgið á Akureyri á sölu um helgina og stefnir bankinn að því að leigja hluta húsnæðisins fyrir bankastarfsemina af nýjum eigendum – en að starfsemin verði þá hýst í talsvert minna rými en nú er.

Stakk reiðufé sem greitt var með beint í eigin vasa
Karlmaður á fertugsaldri var á þriðjudaginn dæmdur 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir þjófnað úr verslun sem hann starfaði í. Maðurinn stakk reiðufé sem viðskiptavinir greiddu með beint í sinn eigin vasa.

Ársbann fyrir eldri kylfinga sem gáfu frat og löngutöng í dómara
Þrír kylfingar sem var vísað frá Íslandsmóti eldri kylfinga á Akureyri í sumar hafa verið úrskurðaðir í árslangt keppnisbann fyrir alvarleg agabrot. Þeir tóku meðal annars höndum saman um að hunsa vítahögg sem dómari hafði dæmt á tvo þeirra.

Segist aldrei hafa haft samband við Brynjólf til að hóta brottrekstri
Inga Sæland, formaður Flokks fólksins, segist hvorki hafa hótað því að rekja Brynjólf Ingvarsson, fyrrverandi bæjarfulltrúa flokksins á Akureyri, úr flokknum né að draga slíka hótun til baka.

Spila á Dalvík vegna árshátíðar
Karlalið Þórs í handbolta bregður nú á sama ráð og karlalið KA í fótbolta þurfti að gera á síðustu misserum, með því að spila heimaleik á Dalvík vegna aðstöðuleysis á Akureyri.

Ætla að „fela“ 120 herbergja hótel við Skógarböðin
Eigendur Skógarbaðanna í Eyjafjarðarsveit stefna á að byggja 120 herbergja hótel við böðin. Hönnun hótelsins verður eins og baðanna þannig að það mun falla inn í umhverfið.

Háskólinn á Akureyri og heiðursdoktorsnafnbót dr. Ólafs Ragnars Grímssonar — Sterkt samstarf um málefni Norðurslóða
Dr. Ólafur Ragnar Grímsson, fræðimaður og fyrrverandi forseti, verður sæmdur heiðursdoktorsnafnbót í félagsvísindum við Hug- og félagsvísindasvið Háskólans á Akureyri í dag.

Úrsagnir og brottrekstur úr Flokki fólksins vegna ásakana
Brynjólfur Ingvarsson og Jón Hjaltason, fulltrúar Flokks fólksins á Akureyri hafa sagt sig úr flokknum. Einnig hefur Hjörleifi Hallgríms Herbertssyni verið vikið úr flokknum. Þetta kemur í kjölfar ásakana flokksystra þeirra um hegðun mannanna gagnvart þeim en stjórn flokksins sendi frá sér tilkynningu hvað málið varðar rétt í þessu.