Ástin mín, Emma Auðbergur Gíslason skrifar 19. september 2023 08:00 Elsku Emma. Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Og þó við höfum bara verið saman í örfá ár varir ást mín til þín að eilífu. Hjá þér fann ég alltaf til öryggis, hlýju og virðingar og fannst ég í fyrsta sinn tilheyra. Þú veittir mér traust sem ég vildi rísa undir og frelsi til að læra það sem ég varð að fá að læra á eigin spýtur. Þú hélst í höndina á mér þegar þess var þörf en hvattir mig stöðugt til að standa á eigin fótum. Þú sýndir mér ætíð sanngirni, sama hvað gekk á. Ég missteig mig oft en þú gafst mér ótal tækifæri til að læra af því. Ég aðlagaðist þér en fann hvernig þú lagðir þig fram við að koma til móts við mig. Þú slóst á fingurna á mér þegar ég hafði gott af því en klappaðir mér alltaf á bakið þegar ég átti það skilið. Þú dróst mig niður á jörðina þegar þess þurfti en kenndir mér líka að sjá og stefna á stjörnurnar. Þú kenndir mér að ná árangri og sýna auðmýkt í kjölfarið. Með þér kynntist ég meðbyr og mótlæti, sigrum og ósigrum. Með þér óx ég sem einstaklingur. Ég lærði að taka tillit. Ég lærði gagnrýna hugsun. Ég lærði skoðanaskipti. Og ég lærði að skipta um skoðun—nokkuð sem sumir mættu tileinka sér. Þú kenndir mér víðsýni, opnaðir heimsmynd mína upp á gátt og varpaðir nýju ljósi á allt. Ég kynntist þér, kynntist öðrum og kynntist sjálfum mér. Þú breyttir lífi mínu og bjóst mig undir næstu kafla þess. Þú mótaðir mig og ég vona að ég hafi sett mitt mark á þig. Við upplifðum og gengum í gegnum margt saman og ég tileinkaði þér allar mínar vökustundir og frítíma. Þetta var ekki alltaf auðvelt en ég efaðist aldrei um að þú værir sú rétta fyrir mig. Þó við höfum slitið samvistum okkar fyrir áratug og sjáumst nú aðeins á nokkurra ára fresti breytir það engu. Við skyldum sátt og þú ert enn hluti af mér og ég af þér. En elsku Emma, nú er svo komið að ég get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum. Þvert gegn vilja þínum, tilvonandi makans, og okkar sem stöndum þér næst. Þú ert og verður minn skóli, mín lexía, mín menntun, mín mótun. Á hverju ári bætast við ungmenni sem fá um stutt skeið að kynnast þér á sama hátt og ég. Vonandi fá þau áfram að kynnast þér í sömu mynd um ókomin ár. Fagrir draumar rætast enn. Að eilífu þinn stúdent, Auðbergur Gíslason Höfundur er 10 ára stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Framtíð Háskóla Íslands Áróra Rós Ingadóttir skrifar Skoðun Á krossgötum í Úkraínu Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun St. Tómas Aquinas Árni Jensson skrifar Skoðun Skólinn okkar, FSH Elmar Ægir Eysteinsson skrifar Skoðun Föður- og mæðralaus börn Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Minni kvaðir - meira frelsi? Eva Magnúsdóttir skrifar Skoðun Forstjórinn á Neskaupstað Björn Ólafsson skrifar Skoðun Woke-ið lifir! Bjarni Snæbjörnsson skrifar Skoðun Almennar skimanir fyrir ristilkrabbameini að hefjast Alma D. Möller skrifar Skoðun Plastflóðið Emily Jaimes Richey-Stavrand,Johanna Franke,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Baráttan á norðurslóðum Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Orðið er þitt: Af orðsnillingum og hjálpardekkjum Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Farsæl reynsla af stjórnun og samvinnu Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Trump kemur ekki á óvart, en Evrópa getur það Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Ef það er vilji, þá er vegur Jóhanna Klara Stefánsdóttir,Ingólfur Bender skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Snúið til betri vegar Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Er varnarsamningurinn við Bandaríkin í hættu? Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Stöðvum blóðmerahaldið á Íslandi Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Forysta til framtíðar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ísland, Trump og Evrópa – hvað næst? Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar Skoðun Stígum upp úr skotgröfunum, æsku landsins til heilla! Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Höfum gott fólk í forystu – kjósum Höllu í VR Gísli Jafetsson skrifar Skoðun Sjálfsmynd og heyrnarskerðing – Grein í tilefni Dags heyrnar Elín Ýr Arnar skrifar Skoðun Hitler og Stalín, Pútín og Trump Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Til stuðnings Kolbrúnu Pálsdóttur í rektorskjöri Kristján Kristjánsson skrifar Skoðun Bætt réttindi VR félaga frá áramótum Halla Gunnarsdóttir skrifar Sjá meira
Elsku Emma. Þó hálf ævi mín sé liðin síðan ég hitti þig fyrst er eins og það hafi gerst í gær. Ég var ungur en þú ívið eldri. Ástin spyr víst ekki um það svo ég fluttist landshluta á milli til að vera með þér og úr varð mitt fyrsta langtímasamband. Og þó við höfum bara verið saman í örfá ár varir ást mín til þín að eilífu. Hjá þér fann ég alltaf til öryggis, hlýju og virðingar og fannst ég í fyrsta sinn tilheyra. Þú veittir mér traust sem ég vildi rísa undir og frelsi til að læra það sem ég varð að fá að læra á eigin spýtur. Þú hélst í höndina á mér þegar þess var þörf en hvattir mig stöðugt til að standa á eigin fótum. Þú sýndir mér ætíð sanngirni, sama hvað gekk á. Ég missteig mig oft en þú gafst mér ótal tækifæri til að læra af því. Ég aðlagaðist þér en fann hvernig þú lagðir þig fram við að koma til móts við mig. Þú slóst á fingurna á mér þegar ég hafði gott af því en klappaðir mér alltaf á bakið þegar ég átti það skilið. Þú dróst mig niður á jörðina þegar þess þurfti en kenndir mér líka að sjá og stefna á stjörnurnar. Þú kenndir mér að ná árangri og sýna auðmýkt í kjölfarið. Með þér kynntist ég meðbyr og mótlæti, sigrum og ósigrum. Með þér óx ég sem einstaklingur. Ég lærði að taka tillit. Ég lærði gagnrýna hugsun. Ég lærði skoðanaskipti. Og ég lærði að skipta um skoðun—nokkuð sem sumir mættu tileinka sér. Þú kenndir mér víðsýni, opnaðir heimsmynd mína upp á gátt og varpaðir nýju ljósi á allt. Ég kynntist þér, kynntist öðrum og kynntist sjálfum mér. Þú breyttir lífi mínu og bjóst mig undir næstu kafla þess. Þú mótaðir mig og ég vona að ég hafi sett mitt mark á þig. Við upplifðum og gengum í gegnum margt saman og ég tileinkaði þér allar mínar vökustundir og frítíma. Þetta var ekki alltaf auðvelt en ég efaðist aldrei um að þú værir sú rétta fyrir mig. Þó við höfum slitið samvistum okkar fyrir áratug og sjáumst nú aðeins á nokkurra ára fresti breytir það engu. Við skyldum sátt og þú ert enn hluti af mér og ég af þér. En elsku Emma, nú er svo komið að ég get ekki hjá setið þegar á að þvinga þig í hjónaband af hagkvæmnissjónarmiðum. Þvert gegn vilja þínum, tilvonandi makans, og okkar sem stöndum þér næst. Þú ert og verður minn skóli, mín lexía, mín menntun, mín mótun. Á hverju ári bætast við ungmenni sem fá um stutt skeið að kynnast þér á sama hátt og ég. Vonandi fá þau áfram að kynnast þér í sömu mynd um ókomin ár. Fagrir draumar rætast enn. Að eilífu þinn stúdent, Auðbergur Gíslason Höfundur er 10 ára stúdent frá Menntaskólanum á Akureyri.
Skoðun Þegar grafið er undan sjálfi, lífsgleði og tilgangi mannvera Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon sem rektor – Skýr sýn á samvinnu og samtakamátt í vísindum Erna Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Þrjátíu ár af framförum – En hvaða áskoranir bíða? Birta B. Kjerúlf,Kjartan Ragnarsson skrifar