Erum við virkilega svona fátæk? Guðrún Sævarsdóttir skrifar 17. september 2023 14:01 Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði. MA á sér um hundrað ára sögu sem menntaskóli, og er mikilvægur burðastólpi mennta og menningar utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er sá byggðakjarni sem helst myndar mótvægi við hið altumlykjandi aðdráttarafl Reykjavíkur. Sveitafélagið er nægjanlega burðugt til að hafa bæði háskóla, sögulegan menntaskóla, öflugan verkmenntaskóla, leikfélag og ótal margt annað sem hefur aðdráttarafl. Akureyri hefur því burði til að vaxa sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið, og styðja við alla byggð á norðan og austanverðu landinu. Það er ekki sjálfgefið, í okkar strjálbýla landi, að hafa þetta mótvægi. MA og öll þau verðmæti sem skólinn færir svæðinu og landinu í heild varð ekki til sem hluti af byggðastefnu, heldur er hann afrakstur heillar aldar sögu og þróunar. Það þarf bara eitt pennastrik í ráðuneyti í Reykjavík til að þurrka þau verðmæti út. Það kemur á óvart að Framsóknarflokkurinn vilji veikja Akureyri með þessum hætti. Ég tala oft fyrir mikilvægi verkmenntunar, en það hentar ekki öllum framhaldsskólanemum að fara í fjölbrautakerfi. Það að bæta við nokkrum námskeiðum svo hægt sé að segja að hinn nýji VMA bjóði sömu námsbrautir, er bara svo langt frá því að koma í staðinn. Verði sameining MA og VMA keyrð í gegn veikjum við Norðurland sem búsetukost, við fækkum valmöguleikum á landsbyggðinni og Ísland verður fábreyttara, flatara, leiðinlegra. Erum við virkilega svo fátæk að við þurfum að gera þetta? Höfundur er verkfræðingur og prófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Framhaldsskólar Skóla - og menntamál Akureyri Mest lesið Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason Skoðun Skoðun Skoðun Hlustum á náttúruna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Skattheimta sem markmið í sjálfu sér Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tæknin hjálpar lesblindum Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Tryggja þarf aðkomu sjómanna að fiskveiðiráðgjöfinni Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar Skoðun Skjólveggur af körlum og ungum mönnum Ólafur Elínarson skrifar Skoðun Menntamál eru ekki afgangsstærð Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun ‘Vók’ er djók Alexandra Briem skrifar Skoðun Er friður tálsýn eða verkefni? Inga Daníelsdóttir skrifar Skoðun Kattahald Jökull Jörgensen skrifar Skoðun Framtíðin er rafmögnuð Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í blokkinni Bjarni Þór Sigurbjörnsson skrifar Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar Skoðun Ég hataði rafíþróttir! Þorvaldur Daníelsson skrifar Skoðun Því miður hefur lítið breyst Áslaug Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Versta sem Ísland gæti gert Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eru græn svæði í útrýmingarhættu í Reykjavík? Sigrún Ásta Einarsdóttir skrifar Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar Skoðun „...ég lærði líka að nota gagnrýna hugsun“ Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun Látið okkur í friði Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Gefðu fimmu! Ágúst Arnar Þráinsson skrifar Skoðun Allar hendur á dekk! Oddný G. Harðardóttir skrifar Skoðun Engin sátt án sannmælis Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Að finna rétt veiðigjald... Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Hvað viltu að samskiptin á vinnustaðnum kosti? Carmen Maja Valencia skrifar Skoðun Stórt inngrip í rekstur íþróttafélaga! Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Börn voga sér inn í afbrotaheim fullorðinna eða er það öfugt? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Sjá meira
Menntaskólinn á Akureyri hefur mjög gott orðspor. Sem prófessor í verkfræði veit ég til dæmis að hann er einn af þeim framhaldsskólum sem best undirbýr nemendur fyrir háskólanám í verkfræði. MA á sér um hundrað ára sögu sem menntaskóli, og er mikilvægur burðastólpi mennta og menningar utan höfuðborgarsvæðisins. Akureyri er sá byggðakjarni sem helst myndar mótvægi við hið altumlykjandi aðdráttarafl Reykjavíkur. Sveitafélagið er nægjanlega burðugt til að hafa bæði háskóla, sögulegan menntaskóla, öflugan verkmenntaskóla, leikfélag og ótal margt annað sem hefur aðdráttarafl. Akureyri hefur því burði til að vaxa sem mótvægi við höfuðborgarsvæðið, og styðja við alla byggð á norðan og austanverðu landinu. Það er ekki sjálfgefið, í okkar strjálbýla landi, að hafa þetta mótvægi. MA og öll þau verðmæti sem skólinn færir svæðinu og landinu í heild varð ekki til sem hluti af byggðastefnu, heldur er hann afrakstur heillar aldar sögu og þróunar. Það þarf bara eitt pennastrik í ráðuneyti í Reykjavík til að þurrka þau verðmæti út. Það kemur á óvart að Framsóknarflokkurinn vilji veikja Akureyri með þessum hætti. Ég tala oft fyrir mikilvægi verkmenntunar, en það hentar ekki öllum framhaldsskólanemum að fara í fjölbrautakerfi. Það að bæta við nokkrum námskeiðum svo hægt sé að segja að hinn nýji VMA bjóði sömu námsbrautir, er bara svo langt frá því að koma í staðinn. Verði sameining MA og VMA keyrð í gegn veikjum við Norðurland sem búsetukost, við fækkum valmöguleikum á landsbyggðinni og Ísland verður fábreyttara, flatara, leiðinlegra. Erum við virkilega svo fátæk að við þurfum að gera þetta? Höfundur er verkfræðingur og prófessor.
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun
Skoðun Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard skrifar
Skoðun Ekki biðja um undanþágur heldur krefjast réttar samkvæmt EES-samningnum Erna Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Breiðholtið er frábært! Gerum betur í umfjöllun og orðræðu Kristín Dögg Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Efla á forvarnir og setja börn í öndvegi með 5,7 milljarða niðurskurði Grímur Atlason skrifar
Skoðun Risastór niðurskurður ríkistjórnarinnar er áfall fyrir foreldra og börn í landinu Sigurður Sigurðsson skrifar
Skoðun Sósíalistaflokkurinn verður að snúast um meira en rassgatið á Gunnari Smára Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar
Opið bréf til Friðriks Þórs Steven Meyers,Guðrún Elsa Bragadóttir,Ása Helga Hjörleifsdóttir,Brúsi Ólason,Erlendur Sveinsson,Heather Millard Skoðun