Innlent

Þyrlan kölluð út vegna slasaðs manns í Gemludal

Silja Rún Sigurbjörnsdóttir skrifar
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í kvöld.
Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum í kvöld. Vísir/Vilhelm

Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út á níunda tímanum vegna manns sem slasaðist norðan við Skaftafell. Fyrst var talið af hefja þyrfti leit þar sem ekki lá fyrir hvar maðurinn væri nákvæmlega.

„Þyrlusveitin var kölluð út á níunda tímanum vegna manns sem slasaðist í Gemludal,“ segir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar í samtali við fréttastofu.

Maðurinn hafi verið einn á ferð og slasast með þeim hætti að hann var illa áttaður. Því leit út í fyrstu að hefja þyrfti leit að manninum en að sögn Ásgeirs er nú komin nákvæmari staðsetning. 

„Það var jafnvel talið að það þyrfti að koma á einhverri leit,“ segir Ásgeir.

Hjálp er á leiðinni en lítilli þyrlu, sem var nálægt slysstað, verður flogið með sjúkraflutningamann um borð sem kemur til með að aðstoða manninn. Síðan sé gert ráð fyrir að hann fari með þyrlunni á sjúkrahús í Reykjavík.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×