Mikil ánægja hjá ferðamönnum með alla aðstöðu í Skaftafelli Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 1. september 2025 20:03 Linda Björk Hallgrímsdóttir, sem er aðstoðarþjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Magnús Hlynur Hreiðarsson Um 140 þúsund ferðamenn hafa heimsótt gestastofuna í Skaftafelli það sem af er ári. Um 10% af ferðamönnunum eru Íslendingar. Mikil ánægja er með tjaldsvæðið í Skaftafelli og allan aðbúnað á staðnum. Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Mjög gott tjaldsvæði er á staðnum enda margir, sem nýta sér það hvort sem það er á húsbílum, hjólhýsum, tjaldvögnum eða bara í tjaldi. Þá er alltaf margir ferðamenn í gestastofunni í Skaftafelli þar sem þeir geta leitað eftir allskonar upplýsingum um svæðið hjá starfsfólki, auk þess að fræðast um gönguleiðir svæðisins. „Við erum með 34 þúsund gesti, sem eru að gista á tjaldsvæðinu það sem komið er yfir allt árið og 400 manns hafa komið í fræðslugöngur hjá okkur,” segir Linda Björk Hallgrímsdóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Linda segir að um 140 þúsund ferðamenn hafi heimsótt gestastofuna í Skaftafelli þar sem af er ári, sem hún er mjög ánægð og sátt með. Og þetta er rosalega flott aðstaða og allt svona til fyrirmyndar hjá ykkur, ertu ekki sammála því? „Þakka þér fyrir það, það er skemmtilegt að heyra. Við fáum alveg hrós fyrir eins og á tjaldsvæðinu og annað hvað umgengnin er góð og og það hefst allt á góðu starfsfólki og svo náttúrulega góðir gestir, sem ganga vel um svæðið,” segir Linda brosandi og bætir strax við. Tjaldsvæðið í Skaftafelli er mjög vinsælt og öll aðstaða þar til fyrirmyndar. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Erlendu gestirnir eru kannski frekar að stoppa stutt og ef það er gott veður þá koma Íslendingarnir kannski frekar til okkar og þá dvelja þeir yfirleitt lengur en eina nótt, þar að segja ef veðrið er gott. Það er opið hjá okkur allt árið þannig að það er aldrei lokað. Tjaldsvæðið opið allt árið og gestastofan opin allt árið,” segir Linda. Þannig að fólk er að koma hérna líka mikið yfir vetrartímann? „Já, það er það og það, sem er að gerast líka, jaðar tíminn er alltaf að verða stærri og stærri hjá okkur, þannig að ágúst og september eru bara svipaðir,” segir Linda Björk að lokum. Skaftafell er mjög vinsæll ferðamannastaður og þar eru fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ýmsar upplýsingar um Skaftafell Ferðalög Ferðaþjónusta Skaftárhreppur Tjaldsvæði Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira
Þjóðgarðurinn í Skaftafelli er hluti af Vatnajökulsþjóðgarði. Mjög gott tjaldsvæði er á staðnum enda margir, sem nýta sér það hvort sem það er á húsbílum, hjólhýsum, tjaldvögnum eða bara í tjaldi. Þá er alltaf margir ferðamenn í gestastofunni í Skaftafelli þar sem þeir geta leitað eftir allskonar upplýsingum um svæðið hjá starfsfólki, auk þess að fræðast um gönguleiðir svæðisins. „Við erum með 34 þúsund gesti, sem eru að gista á tjaldsvæðinu það sem komið er yfir allt árið og 400 manns hafa komið í fræðslugöngur hjá okkur,” segir Linda Björk Hallgrímsdóttir, aðstoðarþjóðgarðsvörður í Skaftafelli. Linda segir að um 140 þúsund ferðamenn hafi heimsótt gestastofuna í Skaftafelli þar sem af er ári, sem hún er mjög ánægð og sátt með. Og þetta er rosalega flott aðstaða og allt svona til fyrirmyndar hjá ykkur, ertu ekki sammála því? „Þakka þér fyrir það, það er skemmtilegt að heyra. Við fáum alveg hrós fyrir eins og á tjaldsvæðinu og annað hvað umgengnin er góð og og það hefst allt á góðu starfsfólki og svo náttúrulega góðir gestir, sem ganga vel um svæðið,” segir Linda brosandi og bætir strax við. Tjaldsvæðið í Skaftafelli er mjög vinsælt og öll aðstaða þar til fyrirmyndar. Magnús Hlynur Hreiðarsson „Erlendu gestirnir eru kannski frekar að stoppa stutt og ef það er gott veður þá koma Íslendingarnir kannski frekar til okkar og þá dvelja þeir yfirleitt lengur en eina nótt, þar að segja ef veðrið er gott. Það er opið hjá okkur allt árið þannig að það er aldrei lokað. Tjaldsvæðið opið allt árið og gestastofan opin allt árið,” segir Linda. Þannig að fólk er að koma hérna líka mikið yfir vetrartímann? „Já, það er það og það, sem er að gerast líka, jaðar tíminn er alltaf að verða stærri og stærri hjá okkur, þannig að ágúst og september eru bara svipaðir,” segir Linda Björk að lokum. Skaftafell er mjög vinsæll ferðamannastaður og þar eru fjölbreyttar og skemmtilegar gönguleiðir.Magnús Hlynur Hreiðarsson Ýmsar upplýsingar um Skaftafell
Ferðalög Ferðaþjónusta Skaftárhreppur Tjaldsvæði Mest lesið Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Lýsa eftir Karli Helgasyni Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn Innlent Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Innlent Hertogaynjan fær reisupassann vegna tölvupósts til Epstein Erlent Jimmy Kimmel snýr aftur á skjáinn Erlent Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar Innlent Kastrup lokað vegna drónaflugs Erlent Fleiri fréttir Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Lýsa eftir Karli Helgasyni Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Frakkar viðurkenna Palestínu og nýr geðspítali gæti risið í Fossvogi „Ég horfði á son minn brotna meira og meira, ár eftir ár“ Nú má heita Ívalú, Þorbirna og Emerentíana Kvartmilljón fyrir bólusetningu eftir alvarleg veikindi dóttur Frítt í Strætó um allt land í dag Réðst á konur og sló í miðborginni „Dýrlingurinn“ aftur með leigubílaleyfi ESB myndi taka Íslandi opnum örmum Tré ársins 2025 vex í kletti í Ölfusá Íslendingar í flugumferðarstjórn á stærsta flugvelli Grænlands Braust inn og stal bjórkútum Vilja ryðja brautina fyrir aðra í baráttunni við andlitslaust kerfi Eldur kviknaði í íbúð í Bakkahverfi Sjá meira