Reykjavík

Fréttamynd

Málið sem skekið hefur Skeifuna

Hagkaup hefur ekki rekið frægasta kött landsins út á gaddinn, að sögn framkvæmdastjóra. Kettinum er frjálst að dvelja í hlýju anddyrinu þó að heilbrigðiseftirlitið hafi úthýst honum úr búðinni sjálfri. Við kynntum okkur „Stóra Diego-málið“ sem skekið hefur Skeifuna undanfarna daga.

Lífið
Fréttamynd

Lög­reglan kom dyravörðum til að­stoðar

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu fékk í nótt beiðni um aðstoð frá dyravörðum á skemmtistað í Reykjavík. Einn dyravörður hafði verið sleginn og var gerandinn handtekinn og vistaður í fangageymslu.

Innlent
Fréttamynd

Innantómir fagurgalar og Dagur aug­ljós­lega mjög á­hrifa­mikill

Borgarstjóri boðaði í dag sérstakan átakshóp í húsnæðismálum til að efla uppbyggingu íbúðarhúsnæðis í borginni.  Oddviti Sjálfstæðisflokksins segir fyrri átakshóp borgarstjórans sem hún segir að boðað hafi verið til árið 2022 aldrei hafa fundað. Sjálfur kannast borgarstjóri ekki við að hafa boðað slíkan hóp og segir uppbyggingu eiga að vera aðalatriði málsins.

Innlent
Fréttamynd

Pall­borðið á Vísi í dag: Er ógn eld­gosa að færast nær höfuð­borgar­svæðinu?

Ógn sem íbúum höfuðborgarsvæðisins kann að stafa af eldsumbrotum verður umræðuefni Pallborðsins á Vísi í dag. Kristján Már Unnarsson fær til sín bæjarstjórann í Hafnarfirði, Rósu Guðbjartsdóttur, og tvo jarðvísindamenn, Kristínu Jónsdóttur, jarðskjálftafræðing á Veðurstofu Íslands, og Magnús Tuma Guðmundsson, jarðeðlisfræðing við Háskóla Íslands.

Innlent
Fréttamynd

Fjöl­breytni er of­metin

Víða í skipulagi nýrra hverfa er sett fram krafa um fjölbreytni. Hún birtist helst í tvennu: Í fyrsta lagi í kröfu um að útlit húsa sé ekki einsleitt heldur brotið upp með einhverjum hætti. Í öðru lagi í kröfu um að ólíkir arkitektar komi að hönnun ólíkra reita. Hvort tveggja má til dæmis finna í skipulagi Hlíðarenda sem og skipulagi Nýja-Skerjafjarðar.

Skoðun
Fréttamynd

Varar við að bílar muni sitja fastir

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir að erfitt ástand gæti myndast á götunum á höfuðborgarsvæðinu eftir hádegi vegna skafrennings og hvassviðrisins. Hann segir allar líkur á að einhverjir bílar muni festast.

Innlent
Fréttamynd

Ekkert bendir til að kvika sé að safnast saman undir Brenni­steins­fjöllum

Engar mælingar benda til þess að kvika sé að safnast saman eða brjóta sér leið undir Brennisteinsfjöllum. Um tuttugu skjálftar mældust um síðustu helgi milli Húsfells og Bláfjalla. Mikilvægt er þó að hafa í huga að skjálftar sem eiga upptök á Hvalhnúksmisgenginu séu stærstu skjálftar sem hafa riðið yfir Reykjanesskagann.

Innlent
Fréttamynd

Svona er dag­skrá Vetrarhátíðar í ár

Vetrarhátíð verður haldin dagana 1. til 3. febrúar í öllum sex sveitarfélögum höfuðborgarsvæðisins. Dagskráin er fjölbreytt og ættu allir að finna eitthvað við sitt hæfi.

Lífið
Fréttamynd

Dóra Björt ekki að hæðast að Tómasi

Stóra snjómokstursmálið virðist til lykta leitt. Dóra Björt Guðjónsdóttir borgarfulltrúi Pírata segist hafa farið strax í að skoða athugasemdir Tómasar Skúlasonar eftir að Vísir greindi frá þeim.

Innlent
Fréttamynd

Vill hanna varnir strax

Íbúar á höfuðborgarsvæðinu og á Reykjanesi eru að sigla inn í óvissutíma að sögn eldfjallafræðings. Eldgosin séu að færast nær byggð og við því þurfi að bregðast.

Innlent
Fréttamynd

„Ekki spurning um hvort það verði gos, heldur hve­nær“

Þorvaldur Þórðarsson, eldfjallafræðingur, segist telja að skjálfta­hrina í Hús­fells­bruna um helgina sé hluti af þeirri virkni sem er að eiga sér stað á Reykjanesskaga. Ekki sé spurning um hvort heldur hvenær muni gjósa í Brenni­steins­fjöllum, þó hann telji ekki líkur á að það muni gerast á næstunni.

Innlent
Fréttamynd

Síbrotapar dældi í­trekað á bílinn án þess að borga

Karlmaður og kona, sem eiga bæði langan sakaferil að baki, hafa verið dæmd til skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir að rækta kannabisplöntur og fjölda þjófnaða. Þau lögðu það í vana sinn að dæla eldsneyti á bíl og aka á brott án þess að greiða fyrir.

Innlent
Fréttamynd

Sex eldingar á fimm mínútum í Blá­fjöllum

Að minnsta kosti sex eldingum laust niður á Bláfjallasvæðinu á fimm mínútna tímabili skömmu eftir klukkan 13 í dag. Þær fylgdu éljabakka sem nú er farinn hjá, svo ólíklegt þykir að þær verði fleiri á svæðinu. Eld­inga­kerfi Veður­stofu Íslands hefur mælt um sextán eldingar frá því klukkan 9 í morgun.

Innlent
Fréttamynd

Til­kynnt um eld í húsi við Esju­mela

Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins var kallað út eftir að tilkynnt var um eld í iðnaðarhúsnæði við Esjumela skömmu fyrir klukkan 13 í dag. Búið er að slökkva eldinn.

Innlent