Handlagin hjón selja tvær eignir í sögulegu farandshúsi Svava Marín Óskarsdóttir skrifar 27. maí 2025 15:01 Húsið var upprunalega byggt árið 1902. Fasteignavefur Hjónin Vigdís Hrefna Pálsdóttir leikkona og Örn Úlfar Höskuldsson þýðandi hafa sett fallegt hús við Bergstaðastræti í Reykjavík á sölu. Húsið var reist árið 1902 en hefur nýverið verið endurbyggt af alúð með virðingu fyrir upprunalegri hönnun. Heildarstærð hússins er 228 fermetrar og skiptist í þrjár hæðir. Það er til sölu sem tvær aðskildar eignir. Húsið ber með sér merkilega sögu. Það var byggt við Bergstaðastræti 7 og flutt í Hvassahraun á Vatnsleysuströnd fyrir um sextíu árum, en síðar flutt aftur til Reykjavíkur, þar sem það stendur í dag. Hjónin búa sjálf í næsta húsi. Undanfarin ár hafa þau unnið að endurnýjun gamalla húsa, meðal annars húss við Bergstaðastræti 20 sem þau keyptu og fært í upprunalegt horf. Auk þess hefur Örn verið að gera upp hús við Bergstaðastræti 40. Sjá: Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Vigdís Hrefna sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið árið 2017 að þau Örn hefðu sent bréf til borgaryfirvalda árið 2017 þar sem þau óskuðu eftir því að fá lóðina við Bergstaðastræti 18 undir húsið sem var þá í umsjón Minjaverndar. „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ sagði Vigdís Hrefna meðal annars í bréfinu. Vandaðar endurbætur og útsýni Húsinu er skipt í tvær eignir, önnur um 164 fermetra og hin minni um 64 fermetra. Stærri eignin er vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi og víðáttumiklu útsýni. Sérlega vel hefur verið staðið að endurbyggingu eignarinnar, þar sem hvert smáatriði hefur verið unnið af natni. Á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð, en í risinu eru endurgerð furugólf sem endurspegla uppruna hússins. Flísarnar eru handgerðar, upprunnar frá Portúgal. Allar hurðir í eigninni, bæði að utan sem innan, eru sérsmíðaðar fulningahurðir. Þá hafa klassískir breskir pottofnar verið fluttir inn og falla vel að sögulegu yfirbragði eignarinnar. Ásett verð er 229 milljónir króna. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Íbúð með skjólsælum garði Minni eignin er staðsett á jarðhæð hússins og skiptist í litla forstofu, bjarta stofu með eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Útgengt er frá eldhúsinu út í skjólsælt, afgirt og hellulagt baksvæði með fallegum blómabeðum. Eldhúsið er búið nýrri, svartri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ásamt gegnheilri eikarborðplötu. Baðherbergið er flísalagt og innréttað með klassískum Burlington baðtækjum og rúmgóðri walk-in sturtu. Ásett verð er 79,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira
Húsið ber með sér merkilega sögu. Það var byggt við Bergstaðastræti 7 og flutt í Hvassahraun á Vatnsleysuströnd fyrir um sextíu árum, en síðar flutt aftur til Reykjavíkur, þar sem það stendur í dag. Hjónin búa sjálf í næsta húsi. Undanfarin ár hafa þau unnið að endurnýjun gamalla húsa, meðal annars húss við Bergstaðastræti 20 sem þau keyptu og fært í upprunalegt horf. Auk þess hefur Örn verið að gera upp hús við Bergstaðastræti 40. Sjá: Leikkona vill fá týndan sauð á Bergstaðastræti Vigdís Hrefna sagði frá því í viðtali við Fréttablaðið árið 2017 að þau Örn hefðu sent bréf til borgaryfirvalda árið 2017 þar sem þau óskuðu eftir því að fá lóðina við Bergstaðastræti 18 undir húsið sem var þá í umsjón Minjaverndar. „Gaman væri að færa götunni aftur týndan sauð, koma lóð sem hefur verið í órækt og óstandi um árabil í fallegt horf,“ sagði Vigdís Hrefna meðal annars í bréfinu. Vandaðar endurbætur og útsýni Húsinu er skipt í tvær eignir, önnur um 164 fermetra og hin minni um 64 fermetra. Stærri eignin er vönduð efri sérhæð og ris með sérinngangi og víðáttumiklu útsýni. Sérlega vel hefur verið staðið að endurbyggingu eignarinnar, þar sem hvert smáatriði hefur verið unnið af natni. Á neðri hæðinni eru gegnheil afrísk hnotugólfborð, en í risinu eru endurgerð furugólf sem endurspegla uppruna hússins. Flísarnar eru handgerðar, upprunnar frá Portúgal. Allar hurðir í eigninni, bæði að utan sem innan, eru sérsmíðaðar fulningahurðir. Þá hafa klassískir breskir pottofnar verið fluttir inn og falla vel að sögulegu yfirbragði eignarinnar. Ásett verð er 229 milljónir króna. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis. Íbúð með skjólsælum garði Minni eignin er staðsett á jarðhæð hússins og skiptist í litla forstofu, bjarta stofu með eldhúsi, baðherbergi og tvö svefnherbergi. Útgengt er frá eldhúsinu út í skjólsælt, afgirt og hellulagt baksvæði með fallegum blómabeðum. Eldhúsið er búið nýrri, svartri innréttingu með innbyggðum ísskáp og uppþvottavél, ásamt gegnheilri eikarborðplötu. Baðherbergið er flísalagt og innréttað með klassískum Burlington baðtækjum og rúmgóðri walk-in sturtu. Ásett verð er 79,9 milljónir. Nánari upplýsingar á fasteignavef Vísis.
Fasteignamarkaður Hús og heimili Reykjavík Mest lesið Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Lífið Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Lífið Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Lífið Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? Lífið Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Lífið Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lífið Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Lífið Þrýstingur Trump dugði til að fá Rush Hour 4 í gegn Bíó og sjónvarp Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna Lífið Inga Elín hannar fyrir Saga Class Lífið Fleiri fréttir Bróðurinn grunaði að Hulda væri hálfsystir þeirra Útgeislun og glæsileiki í húðvörupartýi Verkefnið kom eins og þruma úr heiðskíru lofti og varð Daníel að þegja í heilt ár Óttast að Dimma hafi endað í gini tófunnar Inga Elín hannar fyrir Saga Class Kjallarinn eins og nýr hjá Ásu og Árna „Ma & pa í apríl“ Bryndís Líf og Stefán eiga von á dreng Leikur plötusnúð á Hollywood sem eltir æskuástina til Spánar Fór í hjartastopp eftir að hafa borðað 10.000 hitaeiningar á dag Er þetta hinn nýi hvíti karlmaður? 50+: Það má segja Nei við barnapössun Gummi Ben gerir aldargamla fjölskylduuppskrift Inga Sæland fór á kostum í „Hvort myndir þú?“ Enn reið Tarantino vegna þess sem hann gerði íslenskum konum Lýsa endalokum vinsæls frasa: „Megi six-seven hvíla í friði“ Harbour og „Madeline“ sögð hafa endurnýjað kynnin Menningarmýs komu saman í jólafíling Retró-draumur í Hlíðunum Fjarlægði tónlistina þar til nýja platan hefur verið fjármögnuð „Ég heillast af hættunni“ „Mér finnst þessi vegferð okkar ótrúlega glæsileg“ Sögufrægt hús falt fyrir tvö hundruð milljónir Máttu ekkert gera og fóru þá að trufla Sunna Ben og Andri Freyr héldu „ponsulítið brúðkaup“ Helgi Ómars nú Heilsu-Helgi Þurfa að staðfesta á fimm ára fresti að dóttir þeirra sé enn með Downs Theodór Elmar og Pattra í sundur Kristján Guðmundsson látinn Simmi Vill í meðferð Sjá meira