Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2025 15:12 Varðturnarnir eru bæði við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg. Vísir/Lýður Valberg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. Turnunum var komið upp í gær og eru að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrsta skrefið í aðgerðum lögreglu gegn vasaþjófnaði. „Það er töluvert mikið um vasaþjófnaði í og við Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, sérstaklega við regnbogahlutann. Alls staðar þar sem fólk hópast saman í myndatöku og myndast mannþröng, þar eru oft vasaþjófar á kreiki, klókir.“ Guðmundur Pétur segir að vandað hafi verið til verka í tengslum við staðsetningu turnanna. Vísir/Lýður Umræða um varðturnana tvo hefur skapast á íbúasíðu miðborgarinnar á Facebook. Þar hafa meðlimir getið sér til um að vasaþjófnaður sé ástæða þessa. Mörgum þykir þetta tímabært skref en einhverjum þykir þetta sjónmengun. Barði Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í miðborginni er einn af þeim. Hann rak augun í turnana í gær þegar hann var með ferðamenn í leiðsöguferð um borgina og lýsir þeim sem skrímslum. „Ég var rosalega hissa að sjá þetta. Þetta er svo forljótt og stingur í stúf,“ segir Barði í samtali við fréttastofu. Guðmundur Pétur segir turnana tímabundið úrræði og að sumrinu lokni komi í ljós hvort þeir hafi þau fælandi áhrif sem þeim er ætlað að hafa. Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Við fórum vel yfir þetta og pössuðum að hafa þetta ekki fyrir þessum helstu myndrænu stöðum, aðeins til hliðar þannig að þetta er ekki í beinni sjónlínu,“ segir Guðmundur. Vandað hafi verið til verka varðandi staðsetningu. Guðmundur ítrekar að turnarnir séu til þess gerðir að hafa fælandi áhrif á vasaþjófa, vera hjálpartæki við að upplýsa eftir afbrot og efla öryggiskennd. Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Sjá meira
Turnunum var komið upp í gær og eru að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrsta skrefið í aðgerðum lögreglu gegn vasaþjófnaði. „Það er töluvert mikið um vasaþjófnaði í og við Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, sérstaklega við regnbogahlutann. Alls staðar þar sem fólk hópast saman í myndatöku og myndast mannþröng, þar eru oft vasaþjófar á kreiki, klókir.“ Guðmundur Pétur segir að vandað hafi verið til verka í tengslum við staðsetningu turnanna. Vísir/Lýður Umræða um varðturnana tvo hefur skapast á íbúasíðu miðborgarinnar á Facebook. Þar hafa meðlimir getið sér til um að vasaþjófnaður sé ástæða þessa. Mörgum þykir þetta tímabært skref en einhverjum þykir þetta sjónmengun. Barði Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í miðborginni er einn af þeim. Hann rak augun í turnana í gær þegar hann var með ferðamenn í leiðsöguferð um borgina og lýsir þeim sem skrímslum. „Ég var rosalega hissa að sjá þetta. Þetta er svo forljótt og stingur í stúf,“ segir Barði í samtali við fréttastofu. Guðmundur Pétur segir turnana tímabundið úrræði og að sumrinu lokni komi í ljós hvort þeir hafi þau fælandi áhrif sem þeim er ætlað að hafa. Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Við fórum vel yfir þetta og pössuðum að hafa þetta ekki fyrir þessum helstu myndrænu stöðum, aðeins til hliðar þannig að þetta er ekki í beinni sjónlínu,“ segir Guðmundur. Vandað hafi verið til verka varðandi staðsetningu. Guðmundur ítrekar að turnarnir séu til þess gerðir að hafa fælandi áhrif á vasaþjófa, vera hjálpartæki við að upplýsa eftir afbrot og efla öryggiskennd.
Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Erlent Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Erlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Fleiri fréttir Ekið inn í verslun og á ljósastaur Þvag, saur og uppköst í klefum Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Símabann skilað góðum árangri þó sumir stelist í símann „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Hildur hlýtur Íslensku bjartsýnisverðlaunin Rússneskt skip í íslenskri lögsögu og nemendur eiga erfitt með símabann Kleip og sparkaði í fjölda lögreglumanna og látin dúsa í einangrun mánuðum saman Árekstur á Álftanesvegi Tvennu vísað úr landi Munu skoða hvort tilefni sé til að hægja á inntöku nýrra barna Útlendingastofnun tilkynnir starfsmanninn til lögreglu Hægt að skíða í Ártúnsbrekku síðar í dag Börnin verði heima einn og hálfan dag í viku Mikill áhugi á fyrsta sæti hjá Viðreisn Stefán vill verða varaformaður Vara við norðaustan hríð á sunnanverðu landinu Jónas Már vill leiða Samfylkingu í Kópavogi Tuddi hlaut dóm fyrir að níðast á nautgripum sínum Björg blandar sér í oddvitaslaginn í borginni Ekkert nema hégómi hjá Trump að vilja setja bandaríska fánann á Grænland Eldur kveiktur í lyftu Segir skynsamlegt að anda með nefinu varðandi Grænland Sami oddviti í fyrsta sinn í tæp þrjátíu ár Skautasvell á Stokkseyri slær í gegn Vill lækka veikindahlutfall opinberra starfsmanna Týnda göngufólkið reyndist vera í Reykjavík Engir símar á neyðarfundi og ráðherrar bregðast við skaupinu Hildur Björnsdóttir óskoraður oddviti í Reykjavík Viðreisn býður fram á Akureyri í fyrsta sinn Sjá meira