Skiptar skoðanir á „forljótum“ varðturnum gegn vasaþjófnaði Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 24. maí 2025 15:12 Varðturnarnir eru bæði við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg. Vísir/Lýður Valberg Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur komið upp varðturnum með eftirlitsmyndavélum við Hallgrímskirkju og á Skólavörðustíg til að sporna gegn aukinni tíðni vasaþjófnaðar. Skiptar skoðanir eru milli íbúa miðborgarinnar á turnunum, sem þykja ljótir þrátt fyrir að gegna göfugum tilgangi. Turnunum var komið upp í gær og eru að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrsta skrefið í aðgerðum lögreglu gegn vasaþjófnaði. „Það er töluvert mikið um vasaþjófnaði í og við Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, sérstaklega við regnbogahlutann. Alls staðar þar sem fólk hópast saman í myndatöku og myndast mannþröng, þar eru oft vasaþjófar á kreiki, klókir.“ Guðmundur Pétur segir að vandað hafi verið til verka í tengslum við staðsetningu turnanna. Vísir/Lýður Umræða um varðturnana tvo hefur skapast á íbúasíðu miðborgarinnar á Facebook. Þar hafa meðlimir getið sér til um að vasaþjófnaður sé ástæða þessa. Mörgum þykir þetta tímabært skref en einhverjum þykir þetta sjónmengun. Barði Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í miðborginni er einn af þeim. Hann rak augun í turnana í gær þegar hann var með ferðamenn í leiðsöguferð um borgina og lýsir þeim sem skrímslum. „Ég var rosalega hissa að sjá þetta. Þetta er svo forljótt og stingur í stúf,“ segir Barði í samtali við fréttastofu. Guðmundur Pétur segir turnana tímabundið úrræði og að sumrinu lokni komi í ljós hvort þeir hafi þau fælandi áhrif sem þeim er ætlað að hafa. Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Við fórum vel yfir þetta og pössuðum að hafa þetta ekki fyrir þessum helstu myndrænu stöðum, aðeins til hliðar þannig að þetta er ekki í beinni sjónlínu,“ segir Guðmundur. Vandað hafi verið til verka varðandi staðsetningu. Guðmundur ítrekar að turnarnir séu til þess gerðir að hafa fælandi áhrif á vasaþjófa, vera hjálpartæki við að upplýsa eftir afbrot og efla öryggiskennd. Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira
Turnunum var komið upp í gær og eru að sögn Guðmundar Péturs Guðmundssonar lögreglufulltrúa hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu fyrsta skrefið í aðgerðum lögreglu gegn vasaþjófnaði. „Það er töluvert mikið um vasaþjófnaði í og við Hallgrímskirkju og niður Skólavörðustíg, sérstaklega við regnbogahlutann. Alls staðar þar sem fólk hópast saman í myndatöku og myndast mannþröng, þar eru oft vasaþjófar á kreiki, klókir.“ Guðmundur Pétur segir að vandað hafi verið til verka í tengslum við staðsetningu turnanna. Vísir/Lýður Umræða um varðturnana tvo hefur skapast á íbúasíðu miðborgarinnar á Facebook. Þar hafa meðlimir getið sér til um að vasaþjófnaður sé ástæða þessa. Mörgum þykir þetta tímabært skref en einhverjum þykir þetta sjónmengun. Barði Guðmundsson leiðsögumaður og íbúi í miðborginni er einn af þeim. Hann rak augun í turnana í gær þegar hann var með ferðamenn í leiðsöguferð um borgina og lýsir þeim sem skrímslum. „Ég var rosalega hissa að sjá þetta. Þetta er svo forljótt og stingur í stúf,“ segir Barði í samtali við fréttastofu. Guðmundur Pétur segir turnana tímabundið úrræði og að sumrinu lokni komi í ljós hvort þeir hafi þau fælandi áhrif sem þeim er ætlað að hafa. Guðmundur Pétur Guðmundsson er lögreglufulltrúi hjá Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu.Vísir/Einar „Við fórum vel yfir þetta og pössuðum að hafa þetta ekki fyrir þessum helstu myndrænu stöðum, aðeins til hliðar þannig að þetta er ekki í beinni sjónlínu,“ segir Guðmundur. Vandað hafi verið til verka varðandi staðsetningu. Guðmundur ítrekar að turnarnir séu til þess gerðir að hafa fælandi áhrif á vasaþjófa, vera hjálpartæki við að upplýsa eftir afbrot og efla öryggiskennd.
Lögreglumál Ferðaþjónusta Reykjavík Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Valhöll auglýst til sölu Rændur fyrir utan Costco um hábjartan dag Sjá meira