Flugmaðurinn hafi verið mjög heppinn Tómas Arnar Þorláksson skrifar 27. maí 2025 21:32 Valdis Bumburs, leigubílstjóri hjá Hreyfli og meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík. vísir/bjarni Meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík segist hafa orðið verulega skelkaður þegar hann sá litla flugvél nálgast Suðurlandsveg óðfluga í gærkvöldi. Hann segir flugmanninn hafa verið í góðu skapi og hund hans jafnvel hressari. Það var rétt fyrir utan bæjarmörkin á Suðurlandsvegi sem að lítil flugvél nauðlenti seint í gærkvöldi. Einhver umferð var á veginum og má teljast mikið lán að ekki hafi farið verr. Eins hreyfils flugvélin virðist hafa orðið vélarvana á leið sinni frá Grænlandi samkvæmt rannsóknarnefnd samgöngumála en ekki liggur fyrir hvað olli því. Landhelgisgæslan hafði lýst yfir óvissustigi skömmu áður eftir að samband við vélina rofnaði á leið hennar frá Grænlandi. Maður sem fylgdist með vélinni lenda segist hafa orðið verulega óttasleginn þegar hann áttaði sig á hvað væri að gerast. „Ég var bara að labba í göngutúr í Heiðmörk og svo sá ég eitthvað, langt í burtu sem leit ekki út fyrir að vera venjulegt. Svo ég tók bara símann og dró aðdráttinn inn og þá sé ég að þetta er einkaflugvél sem er að reyna lenda á þjóðveginum.“ Hundurinn var hvergi banginn þrátt fyrir nauðlendinguna.vísir/Valdis Valdis er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík og ákvað því að nýta reynslu sína og var fyrsti maður á vettvang. „Ég bara kveikti á Hazard ljósunum og náði smá spjalli við manninn. Hann var sem betur fer óslasaður og í góðu skapi, honum var aðeins brugðið. Síðan náði ég aðeins að róa hann og eiga gott spjall.“ frá vettvangivaldis bumburs Valdis gerði sitt besta til að tryggja vettvang áður en viðbragðsaðilar mættu og kannaði hvort olíuleki væri á svæðinu. Hann segir samblöndu af hæfni flugmannsins og heppni hafa tryggt að ekki fór verr. „Ég sá að bara nokkrum mínútum fyrr var fullt af bílum á veginum. Sama var á eftir, það var góð heppni sem spilaði þar þátt líka.“ Flugmaðurinn hafi slegið á létta strengi og hundur hans tekið Valdis vel. „Hann var í góðu skapi, jákvæður og var að gera smá grín og djók. Hundinum fannst gaman að leika aðeins við mig.“ Frá vettvangi.valdis Bumburs Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira
Það var rétt fyrir utan bæjarmörkin á Suðurlandsvegi sem að lítil flugvél nauðlenti seint í gærkvöldi. Einhver umferð var á veginum og má teljast mikið lán að ekki hafi farið verr. Eins hreyfils flugvélin virðist hafa orðið vélarvana á leið sinni frá Grænlandi samkvæmt rannsóknarnefnd samgöngumála en ekki liggur fyrir hvað olli því. Landhelgisgæslan hafði lýst yfir óvissustigi skömmu áður eftir að samband við vélina rofnaði á leið hennar frá Grænlandi. Maður sem fylgdist með vélinni lenda segist hafa orðið verulega óttasleginn þegar hann áttaði sig á hvað væri að gerast. „Ég var bara að labba í göngutúr í Heiðmörk og svo sá ég eitthvað, langt í burtu sem leit ekki út fyrir að vera venjulegt. Svo ég tók bara símann og dró aðdráttinn inn og þá sé ég að þetta er einkaflugvél sem er að reyna lenda á þjóðveginum.“ Hundurinn var hvergi banginn þrátt fyrir nauðlendinguna.vísir/Valdis Valdis er meðlimur í Flugbjörgunarsveitinni Reykjavík og ákvað því að nýta reynslu sína og var fyrsti maður á vettvang. „Ég bara kveikti á Hazard ljósunum og náði smá spjalli við manninn. Hann var sem betur fer óslasaður og í góðu skapi, honum var aðeins brugðið. Síðan náði ég aðeins að róa hann og eiga gott spjall.“ frá vettvangivaldis bumburs Valdis gerði sitt besta til að tryggja vettvang áður en viðbragðsaðilar mættu og kannaði hvort olíuleki væri á svæðinu. Hann segir samblöndu af hæfni flugmannsins og heppni hafa tryggt að ekki fór verr. „Ég sá að bara nokkrum mínútum fyrr var fullt af bílum á veginum. Sama var á eftir, það var góð heppni sem spilaði þar þátt líka.“ Flugmaðurinn hafi slegið á létta strengi og hundur hans tekið Valdis vel. „Hann var í góðu skapi, jákvæður og var að gera smá grín og djók. Hundinum fannst gaman að leika aðeins við mig.“ Frá vettvangi.valdis Bumburs
Fréttir af flugi Reykjavík Samgönguslys Mest lesið Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Innlent Húsleit á heimili þekkts brotamanns Innlent Vöknuðu með rottu upp í rúmi Innlent Ekki allt sem sýnist varðandi launin Innlent Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Innlent „Það er hetja á Múlaborg“ Innlent Segir ásakanir Evrópu barnalegar Erlent „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Erlent Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Innlent Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Erlent Fleiri fréttir Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Jarðskjálfti fjórum kílómetrum frá höfuðborgarsvæðinu Lögregla leitar manns vegna rannsóknar Vesturbæjarlaug aftur lokað vegna viðgerðar Auglýsingaskilti lýsti upp allan Garðabæ Göngu- og hjólabrú við Dugguvog opnuð síðdegis í dag Sjá meira