Reykjavík

Fréttamynd

Sinubruni í Gufu­nesi

Verið er að ráða niðurlögum smávægilegs sinubruna sem geysaði rétt fyrir neðan Hamrahverfið í Gufunesi fyrr í kvöld.

Innlent
Fréttamynd

Stefnu­breyting í fjár­mögnun borgarinnar

Hildur Björnsdóttir, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, segir lántöku borgarinnar upp á 100 milljónir evra frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, marka stefnubreytingu í fjármögnun borgarinnar. Borginni hafi gengið illa að fjármagna sig á skuldabréfaútboðum og hafi ekki átt annarra kosta völ en að leita á náðir þróunarbankans.

Innlent
Fréttamynd

Fimm­tán milljarða króna lán­taka borgarinnar sam­þykkt

Síðdegis kom borgarstjórn saman á aukafundi til þess að ræða lántöku frá Þróunarbanka Evrópuráðsins, CEB, upp á 100 milljónir evra. Það gerir fimmtán milljarða króna. Láninu er ætlað að fjármagna viðhaldsátak í húsnæði grunnskóla, leikskóla og frístundar.

Innlent
Fréttamynd

Pólitísk sjálfs­mörk í Laugar­dalnum – að­för að skóla­starfi

Laugardalurinn er ein af perlum Reykjavíkur með sínar sögufrægu þvottalaugar, glæsileg íþróttamannvirki, Grasagarðinn, Fjölskyldu- og húsdýragarðinn og gróðursæla útivistarparadís. Dalurinn tengir þau íbúðahverfi sem að honum liggja, á Teigunum, í Laugarnesinu, við Laugarásinn, í Klepps- og Langholti og að Heimahverfi.

Skoðun
Fréttamynd

Yo-Yo Ma kemur til landsins

Yo-Yo Ma, einn frægasti tónlistarmaður heims, er væntanlegur til landsins. Hann mun leika með Sinfóníuhljómsveit Íslands á tónleikum í Hörpu og á sérstökum dúótónleikum í Eldborg með breska píanistanum Kathryn Stott í október.

Tónlist
Fréttamynd

Bóka­hilla er ekki bóka­safn

Bókahilla er ekki bókasafn, bókasafn er samfélag. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eykur lífsgæði. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni stuðlar að bættri lýðheilsu. Það að hafa aðgang að góðu bókasafni eru sjálfsögð mannréttindi.

Skoðun
Fréttamynd

Hafði heyrt að ræningjanum hefði verið komið fyrir kattar­nef

„Vá, armur laganna er langur,“ hugsaði Frank Michelsen þegar hann las frétt á Vísi í gær um að sakborningur í einu stærsta ráni Íslandssögunnar hefði hlotið fjögurra ára fangelsisdóm þrettán árum eftir að ránið var framið. Frank hafði heyrt að umræddur sakborningur væri látinn.

Innlent
Fréttamynd

Kakka­lakkar á göngum Land­spítalans Foss­vogi

Þýskættaðir kakkalakkar dreifðu sér um nýrnadeild Landspítalans fyrir nokkrum vikum, þegar erlendur ferðamaður lagðist þar inn með farangur sinn meðferðis. Spítalinn telur að búið sé að útrýma óværunni og öll starfsemi á deildinni er að komast í eðlilegt horf.

Innlent
Fréttamynd

Málið eigi ekki að rýra traust til lög­reglu

Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu segir 30 daga skilorðsbundinn dóm yfir lögreglumanni vegna líkamsárásar ekki eiga að rýra traust fólks til lögreglu. Málið hafi verið rannsakað að frumkvæði embættisins.

Innlent
Fréttamynd

Biluð rúta í Hval­fjarðar­göngum og lokað næstu tvær nætur

Biluð rúta olli því að loka þurfti Hvalfjarðargöngum um sexleytið í kvöld. Hvalfjarðargöngin verða einnig lokuð vegna vinnu frá miðnætti í kvöld þangað til 6:30 í fyrramálið. Göngin verða einnig lokuð á sama tíma aðfararnótt fimmtudags 6. júní. Hjáleið er um Hvalfjarðarveg (47).

Innlent
Fréttamynd

Baðst vægðar áður en lögreglunemi beitti piparúða og kylfu

Ungur lögreglunemi hefur verið dæmdur til þrjátíu daga skilorðsbundinnar fangelsisvistar fyrir líkamsárás og brot í opinberu starfi. Í dóminum er því lýst hvernig hann eltist við brotaþola um miðbæ Reykjavíkur áður en brotaþoli stöðvaði og baðst vægðar. Þá beitti lögregluneminn piparúða ítrekað á manninn.

Innlent
Fréttamynd

Skuggasund

Boðað var til mótmæla fyrir utan þjónustumiðstöð Stjórnarráðsins í Skuggasundi á föstudaginn var, þann 31. maí síðastliðinn. Mótmælin fóru fram á 238. degi yfirstandandi þjóðarmorðshrinu Ísraelshers á Gaza.

Skoðun
Fréttamynd

Hópur ung­menna réðst á starfs­mann veitinga­staðar

Hópur ungmenna réðust á starfsmann veitingastaðar í Mosfellsbæ í gærkvöldi eða nótt. Þetta kemur fram í dagbók lögreglunnar. Þar segir að málið hafi verið afgreitt með aðkomu foreldra og að barnavernd hafi verið upplýst um málið.

Innlent
Fréttamynd

Mót­mælin í dag þau hörðustu í mörg ár

Mótmælin á vegum félagsins Íslands-Palestína í morgun eru þau hörðustu á síðari árum að sögn lögreglu. Mótmælendur segja lögreglu hafa gengið fram af hörku og ofbeldi og sýnt einbeittan brotavilja. Lögregla segist ekki hafa átt annarra kosta völ og fullyrðir að verklagsreglum hafi verið fylgt. Nefnd um eftirlit með störfum lögreglu muni fá aðgang að öllum nauðsynlegum gögnum.

Innlent