Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Hólmfríður Gísladóttir skrifar 26. september 2025 06:51 Toppstöðin telur 6.483 fermetra en þar er meðal annars gert ráð fyrir miklum klifurveggjum. Plan Studio Hugmyndir um framtíð Toppstöðvarinnar voru lagðar fram á fundi menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar fyrr í mánuðinum en þar stendur til að opna „miðstöð útivistar og jaðaríþrótta“. Vísir hefur áður greint frá sölu Toppstöðvarinnar við Rafstöðvarveg en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg standa viðræður enn yfir við hæstbjóðandann; Hilmar Ingimundarson, fyrir hönd óstofnaðs félags. Tilboð Hilmas hljóðaði upp á 420 milljónir króna en Landsvirkjun bauð 300 milljónir í húsnæðið. Teikning af því hvernig húsnæðið gæti litið út utan frá.Plan Studio Hugmyndir um útfærslu Toppstöðvarinnar voru kynntar á fyrrnefndum fundi menningar- og íþróttaráðs, en í kynningunni segir meðal annars að Toppstöðin verði fyrsti áfangi í þróun og uppbyggingu Elliðaárdals sem miðstöðvar í íþróttamálum; íþróttaklasi fyrir jaðargreinar innan Reykjavíkur. Hún verði nýr áfangastaður fyrir alla aldurshópa og haft verði að leiðarljósi að sem flestir Reykvíkingar geti nýtt sér aðstöðuna. Á fyrstu hæð er meðal annars gert ráð fyrir „brettahöll“ og klifuraðstöðu.Plan Studio „Toppstöðin mun verða endurbætt og endurgerð miðað við helstu og metnaðarfyllstu umhverfi skröfur bygginga nú til dags,“ segir í kynningunni. Áhersla verði lögð á varðveitingu og varðveislu minja og sögu Toppstöðvarinnar í samráði við hagsmunaaðila, til að mynda Fiskistofu vegna nálægðar við Elliðaárnar. Vitað er til þess að asbest er í byggingunni, sem þarf að fjarlægja. Heimildir fréttastofu herma að tilfallandi kostnaður vegna þessa sé meðal þess sem um er rætt í viðræðum um sölu húsnæðisins. Gert er ráð fyrir veitingaaðstöðu á jarðhæð hússins og kaffiaðstöðu á öðrum hæðum.Plan Studio Sniðin að þörfum jaðaríþrótta Í kynningunni, sem merkt er Plan Studio, segir að stór hluti starfsemi Toppstöðvarinnar verði sniðin að þörfum jaðaríþrótta og gert að uppfylla þarfir sérsambanda innan vébanda Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Hugmyndinni um útivistarmiðstöð í Elliðaárdal er ætlað að uppfylla þarfir ólíkra hópa, sem stunda svokallaðar jaðaríþróttir ásamt opnu þjónusturými fyrir almenning með aðgangi að veitingakjarna. Með því að samnýta þjónustukjarna fyrir sérsambönd munu nást umtalsverð samlegðaráhrif við uppbyggingu á sameiginlegri íþróttaaðstöðu fyrir jaðaríþróttir og þannig má ná aukinni hagræðingu í rekstri og samstarfi íþróttafélaga,“ segir í kynningunni. Á annarri hæð er gert ráð fyrir fjallahjólabraut og klifurveggjum.Plan Studio Á meðfylgjandi teikningum má meðal annars sjá að gert er ráð fyrir rými fyrir Klifurfélag Reykjavíkur, Hjólafélag Reykjavíkur og Hjólabrettafélag Reykjavíkur. Auk þess er gert ráð fyrir opnum rýmum sem hægt verður að leigja út til ólíkra aðila. Gert er ráð fyrir sirka 1.000 fermetra „brettahöll“, stórum sal með klifurveggjum og fjallahjólabraut. Þá er gert ráð fyrir veitingasal og kaffiaðstöðu, búningsherbergjum, æfingasölum fyrir hinar ýmsu bardagaíþróttir, heitum pottum, skrifstofum og salernum. Svona gæti lóðin litið út.Plan Studio „Brettahöll er staðsett á 1. hæðinni með góða lofthæð og góð tengsl við útisvæði sem hægt væri að hanna með tilliti til hjólabretta, BMX hjóla, skauta og samskonar íþrótta,“ segir í kynningunni. „2. hæðin er hönnuð fyrir Klifurfélag Reykjavíkur og Fjallahjólafélag Reykjavíkur.“ Þriðja og fjórða hæðin verða hannaðar með sveigjanleika í huga og þá er gerð tillaga að því að fimmta hæðin verði tekin í gegn og gert ráð fyrir fjölnota- og samkomusal með útsýnissvölum. Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Klifur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira
Vísir hefur áður greint frá sölu Toppstöðvarinnar við Rafstöðvarveg en samkvæmt upplýsingum frá Reykjavíkurborg standa viðræður enn yfir við hæstbjóðandann; Hilmar Ingimundarson, fyrir hönd óstofnaðs félags. Tilboð Hilmas hljóðaði upp á 420 milljónir króna en Landsvirkjun bauð 300 milljónir í húsnæðið. Teikning af því hvernig húsnæðið gæti litið út utan frá.Plan Studio Hugmyndir um útfærslu Toppstöðvarinnar voru kynntar á fyrrnefndum fundi menningar- og íþróttaráðs, en í kynningunni segir meðal annars að Toppstöðin verði fyrsti áfangi í þróun og uppbyggingu Elliðaárdals sem miðstöðvar í íþróttamálum; íþróttaklasi fyrir jaðargreinar innan Reykjavíkur. Hún verði nýr áfangastaður fyrir alla aldurshópa og haft verði að leiðarljósi að sem flestir Reykvíkingar geti nýtt sér aðstöðuna. Á fyrstu hæð er meðal annars gert ráð fyrir „brettahöll“ og klifuraðstöðu.Plan Studio „Toppstöðin mun verða endurbætt og endurgerð miðað við helstu og metnaðarfyllstu umhverfi skröfur bygginga nú til dags,“ segir í kynningunni. Áhersla verði lögð á varðveitingu og varðveislu minja og sögu Toppstöðvarinnar í samráði við hagsmunaaðila, til að mynda Fiskistofu vegna nálægðar við Elliðaárnar. Vitað er til þess að asbest er í byggingunni, sem þarf að fjarlægja. Heimildir fréttastofu herma að tilfallandi kostnaður vegna þessa sé meðal þess sem um er rætt í viðræðum um sölu húsnæðisins. Gert er ráð fyrir veitingaaðstöðu á jarðhæð hússins og kaffiaðstöðu á öðrum hæðum.Plan Studio Sniðin að þörfum jaðaríþrótta Í kynningunni, sem merkt er Plan Studio, segir að stór hluti starfsemi Toppstöðvarinnar verði sniðin að þörfum jaðaríþrótta og gert að uppfylla þarfir sérsambanda innan vébanda Íþróttabandalags Reykjavíkur. „Hugmyndinni um útivistarmiðstöð í Elliðaárdal er ætlað að uppfylla þarfir ólíkra hópa, sem stunda svokallaðar jaðaríþróttir ásamt opnu þjónusturými fyrir almenning með aðgangi að veitingakjarna. Með því að samnýta þjónustukjarna fyrir sérsambönd munu nást umtalsverð samlegðaráhrif við uppbyggingu á sameiginlegri íþróttaaðstöðu fyrir jaðaríþróttir og þannig má ná aukinni hagræðingu í rekstri og samstarfi íþróttafélaga,“ segir í kynningunni. Á annarri hæð er gert ráð fyrir fjallahjólabraut og klifurveggjum.Plan Studio Á meðfylgjandi teikningum má meðal annars sjá að gert er ráð fyrir rými fyrir Klifurfélag Reykjavíkur, Hjólafélag Reykjavíkur og Hjólabrettafélag Reykjavíkur. Auk þess er gert ráð fyrir opnum rýmum sem hægt verður að leigja út til ólíkra aðila. Gert er ráð fyrir sirka 1.000 fermetra „brettahöll“, stórum sal með klifurveggjum og fjallahjólabraut. Þá er gert ráð fyrir veitingasal og kaffiaðstöðu, búningsherbergjum, æfingasölum fyrir hinar ýmsu bardagaíþróttir, heitum pottum, skrifstofum og salernum. Svona gæti lóðin litið út.Plan Studio „Brettahöll er staðsett á 1. hæðinni með góða lofthæð og góð tengsl við útisvæði sem hægt væri að hanna með tilliti til hjólabretta, BMX hjóla, skauta og samskonar íþrótta,“ segir í kynningunni. „2. hæðin er hönnuð fyrir Klifurfélag Reykjavíkur og Fjallahjólafélag Reykjavíkur.“ Þriðja og fjórða hæðin verða hannaðar með sveigjanleika í huga og þá er gerð tillaga að því að fimmta hæðin verði tekin í gegn og gert ráð fyrir fjölnota- og samkomusal með útsýnissvölum.
Reykjavík Skipulag Borgarstjórn Klifur Mest lesið Það helsta úr fyrsta skammti Epstein-skjalanna Erlent Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Innlent Epstein-skjölin birt Erlent Svona á að raða í uppþvottavélina Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Innlent Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Innlent Talinn hafa komið til landsins til að stela Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði í Vík og rýnt í Epstein-skjölin Morgundagurinn sá stysti á árinu Langtímaleigan 23 þúsund krónum dýrari á ári Grenjandi rigning og hífandi rok á aðfangadag Reyndi að komast inn á lögreglustöð með fíkniefni Svona á að raða í uppþvottavélina „Verður vonandi til að styrkja íslensku einkareknu miðlana“ Talinn hafa komið til landsins til að stela Snorkstelpan snýr aftur eftir ágreining um höfundarrétt Framlög til einkarekinna fjölmiðla næstum tvöfaldast Meðferð við spilafíkn loks niðurgreidd af Sjúkratryggingum Kílómetragjaldið bitni helst á sparneytnum eldsneytisbílum Tvær íslenskar konur létust í umferðarslysinu í Suður-Afríku Íslendingar lentu í alvarlegu slysi í Suður-Afríku Stóraukið fjármagn til Frú Ragnheiðar Standi ekki til að leggja niður Rás 2 þrátt fyrir boðaða heimild Bæta hjóla- og göngustíga í Breiðholti, Grafarholti og í Elliðaárdal Birkir vill þriðja til fjórða sæti hjá Samfylkingu Lítið snjóflóð féll á snjótroðara í Hlíðarfjalli Tímamótasamningur Sjúkratrygginga og SÁÁ Hætta á snjóflóðum til fjalla í Eyjafirði Hluti auglýsingatekna Rúv renni til einkarekinna fjölmiðla „Við látum alltaf taka okkur í bakaríið á endanum“ Götulokanir í miðborginni á Þorláksmessu og um áramót Logi kynnti aðgerðir í þágu fjölmiðla Einn handtekinn í aðgerð sérsveitar á Selfossi Bústaðakirkja opnuð vegna slyssins í Suður-Afríku Stormur gæti skollið á landið á aðfangadag Kílómetragjaldið verður að veruleika og hvassviðri um jólin Funduðu í 320 klukkustundir og afgreiddu 37 frumvörp Sjá meira