Friðarsúlan tendruð í nítjánda sinn 9. október Atli Ísleifsson skrifar 1. október 2025 12:20 Friðarsúlan í Viðey eftir Yoko Ono var reist árið 2007. Þetta er því í nítjánda sinn sem kveikt verður á henni. Róbert Reynisson Kveikt verður á Friðarsúlunni í Viðey í nítjánda sinn, fimmtudaginn 9. október klukkan 20. Í eyjunni verður friðsæl athöfn með tónlistarflutningi Unu Torfadóttur og ávarpi borgarstjóra auk þess sem boðið verður upp á skipulagðar gönguferðir. Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að ferðir út í Viðey séu í boði höfundar listaverksins, Yoko Ono og hefjast frá Skarfabakka klukkan 17:30. „Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007. Verkið er sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning til okkar allra um að halda á lofti hugsjónum friðar, sérstaklega nú þegar stríð geisa víða um veröldina. Yoko Ono skapaði Friðarsúluna til að halda á lofti þeim friðarboðskap sem hún og eiginmaður hennar John Lennon töluðu fyrir og tileinkaði honum verkið sem logar frá fæðingardegi hans 9. október til dánardægurs þann 8. desember. Ljóskeila Friðarsúlunnar sem lýsir upp kvöldhiminn á upptök sín í óskabrunni en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum, sem er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon. Eins og á við um mörg listaverk Yoko Ono er verkið ekki aðeins hlutur tengdur einum stað og stund heldur á það sér tengingar við annað verk eftir listakonuna; það er „Óskatré“ sem finna má víða um heim, þátttökuverk þar sem fólk skrifar niður óskir sínar um um frið og farsæld og hengir á trén. Óskunum er safnað saman og eru þær varðveittar í Friðarsúlunni. Undir Friðarsúlunni liggja hátt í milljón óskir sem safnast hafa frá fólki alls staðar að úr heiminum. Yoko Ono (fædd 1933) er leiðandi myndlistarmaður á sviði tilrauna og framúrstefnu. Hún er iðulega tengd við listhreyfingar sem mótuðust á sjöunda áratugnum á borð við konseptlist, gjörninga, flúxus og viðburðalist og er ein fárra kvenna sem tóku virkan þátt í þeim. Mörg af frægustu verkum Yoko Ono eru svokölluð þátttökuverk þar sem hún býður almenningi að taka þátt í sköpun listarinnar og eru Óskatrén gott dæmi þar um. Siglingar og Strætó Þann 9. október býður Yoko Ono upp á fríar siglingar yfir í Viðey þar sem tendrun súlunnar hefst klukkan 20.00. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 17:30, 18:00, 18:30, 19:00 og 19:30, og svo aftur til baka eftir þörfum. Miðaúthlutun verður takmörkuð við fimm manns á hverja bókun og samtals eru 1200 miðar í boði. Nánari upplýsingar á heimasíðu Eldingar. Fríar strætóferðir verða frá Ráðhúsi Reykjavíkur að Skarfabakka. Fyrsti vagn fer frá Ráðhúsinu klukkan17.30 og ekið verður til klukkan 19.00. Fyrsta ferja eftir tendrun Friðarsúlunnar siglir frá Viðey klukkan 20.30. Hægt verður að taka strætó frá Skarfabakka að Ráðhúsinu frá klukkan 20.40 og þar til allir gestir hafa verið fluttir frá Viðey. Dagskrá fyrir athöfn: 17:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono.18:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur.18:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono.19:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur. Tendrun Friðarsúlunnar 19.45 Una Torfadóttir flytur tónlist við Friðarsúluna.19.58 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri flytur ávarp.20.00 Friðarsúlan tendruð undir laginu Imagine eftir John Lennon og Yoko Ono,“ segir í tilkynningunni. Reykjavík Borgarstjórn Viðey Friðarsúlan í Viðey Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Í tilkynningu frá Reykjavíkurborg segir að ferðir út í Viðey séu í boði höfundar listaverksins, Yoko Ono og hefjast frá Skarfabakka klukkan 17:30. „Friðarsúlan „Imagine Peace Tower“ er útilistaverk eftir Yoko Ono sem var reist í Viðey árið 2007. Verkið er sterkt kennileiti í borginni og þörf áminning til okkar allra um að halda á lofti hugsjónum friðar, sérstaklega nú þegar stríð geisa víða um veröldina. Yoko Ono skapaði Friðarsúluna til að halda á lofti þeim friðarboðskap sem hún og eiginmaður hennar John Lennon töluðu fyrir og tileinkaði honum verkið sem logar frá fæðingardegi hans 9. október til dánardægurs þann 8. desember. Ljóskeila Friðarsúlunnar sem lýsir upp kvöldhiminn á upptök sín í óskabrunni en á hana eru grafin orðin „hugsa sér frið“ á 24 tungumálum, sem er vísun í lagið „Imagine“ eftir John Lennon. Eins og á við um mörg listaverk Yoko Ono er verkið ekki aðeins hlutur tengdur einum stað og stund heldur á það sér tengingar við annað verk eftir listakonuna; það er „Óskatré“ sem finna má víða um heim, þátttökuverk þar sem fólk skrifar niður óskir sínar um um frið og farsæld og hengir á trén. Óskunum er safnað saman og eru þær varðveittar í Friðarsúlunni. Undir Friðarsúlunni liggja hátt í milljón óskir sem safnast hafa frá fólki alls staðar að úr heiminum. Yoko Ono (fædd 1933) er leiðandi myndlistarmaður á sviði tilrauna og framúrstefnu. Hún er iðulega tengd við listhreyfingar sem mótuðust á sjöunda áratugnum á borð við konseptlist, gjörninga, flúxus og viðburðalist og er ein fárra kvenna sem tóku virkan þátt í þeim. Mörg af frægustu verkum Yoko Ono eru svokölluð þátttökuverk þar sem hún býður almenningi að taka þátt í sköpun listarinnar og eru Óskatrén gott dæmi þar um. Siglingar og Strætó Þann 9. október býður Yoko Ono upp á fríar siglingar yfir í Viðey þar sem tendrun súlunnar hefst klukkan 20.00. Siglt verður frá Skarfabakka klukkan 17:30, 18:00, 18:30, 19:00 og 19:30, og svo aftur til baka eftir þörfum. Miðaúthlutun verður takmörkuð við fimm manns á hverja bókun og samtals eru 1200 miðar í boði. Nánari upplýsingar á heimasíðu Eldingar. Fríar strætóferðir verða frá Ráðhúsi Reykjavíkur að Skarfabakka. Fyrsti vagn fer frá Ráðhúsinu klukkan17.30 og ekið verður til klukkan 19.00. Fyrsta ferja eftir tendrun Friðarsúlunnar siglir frá Viðey klukkan 20.30. Hægt verður að taka strætó frá Skarfabakka að Ráðhúsinu frá klukkan 20.40 og þar til allir gestir hafa verið fluttir frá Viðey. Dagskrá fyrir athöfn: 17:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono.18:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur.18:45 Ganga á vegum Listasafns Reykjavíkur um verk Richard Serra og Yoko Ono.19:00 Söguganga á vegum Borgarsögusafns Reykjavíkur. Tendrun Friðarsúlunnar 19.45 Una Torfadóttir flytur tónlist við Friðarsúluna.19.58 Heiða Björg Hilmisdóttir borgarstjóri flytur ávarp.20.00 Friðarsúlan tendruð undir laginu Imagine eftir John Lennon og Yoko Ono,“ segir í tilkynningunni.
Reykjavík Borgarstjórn Viðey Friðarsúlan í Viðey Mest lesið „Ég er óléttur“ Lífið Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum Lífið Fékk leyfi Nóbelskálds fyrir heiti nýrrar bókabúðar í Hamraborg Menning „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Lífið Kynlífssena sautján ára stúlku hafi splundrað samstarfi bræðranna Bíó og sjónvarp Er Ormstunga djarfasta sýning ársins? Gagnrýni Klæðist því sem eykur sjálfstraustið Tíska og hönnun Gert til að efla hvatberana og frumurnar Lífið Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Lífið Skilnaður „ógeðslega erfitt fyrirbæri“ en til eru verkfæri sem hjálpa Lífið samstarf Fleiri fréttir Gert til að efla hvatberana og frumurnar Sló í gegn sem barn en nú fyrsta konan á toppi listans frá aldamótum „Ég er óléttur“ „Pabbi hefði snúið sér við í gröfinni hefði ég hætt við” Bullandi stemning hjá Blikum Elskaði Elvis áður en hann byrjaði að labba Palli og Edgar fagna sambandsafmæli Steinunn Ólína í „friðarinnlögn“ með kæró Kepptu í því að kveikja eld og klifra upp klifurturn Ráðherrann brunar af þingfundi til að horfa á leikinn Á móti vasapeningum og gæfi barni aldrei debetkort Sweeney í vanda fyrir að klæða Hollywood-skiltið í brjóstahaldara Í öndunarvél eftir blóðeitrun Eins og gangandi beinagrindur með húðflygsur á sér Draugur Lilju svífur yfir vötnum Þórdís og Júlí eiga von á öðru barni Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“ Forritara stærðfræðileiks tekið eins og rokkstjörnu „Amma sagði alltaf að við værum líkir“ Kristrún, Sólrún Diego og Jón Jónsson sáu Galdrakarlinn í Oz Fréttatían: Pólitíkin, flug og söngleikir Sveppi þvoði hnausþykkt hár Eiðs Smára Féll eftir tuttugu ára edrúmennsku Ragga Theó fann ástina hjá Davíð Þór Ólst upp með lítið á milli handanna og fór ung að vinna í fiski Stjörnulífið: Fáklædd í fimbulkulda Bríet og Pálmi takast á fyrir dómstólum „Er eðlilegt að kynlíf taki af mér stjórn og að ég sé upptekinn af kynlífi flesta daga?“ Gisti þar sem Verdi andaðist fyrir hreina tilviljun Dagurinn þegar Bessastaðatjörn varð vettvangur harmleiks Sjá meira
Gengst við geðhvarfasýki og biðst afsökunar: „Hlutirnir urðu verri því lengur sem ég hundsaði vandamálið“