Reykjavík Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Róbert Ólafsson, eigandi hins sívinsæla Forréttabars á Nýlendugötu í Reykjavík, stefnir á að opna nýtt útibú staðarins á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar þekkir hann ágætlega til, þar sem hann rak þar barinn og veitingastaðinn Brewdog um árabil. Hann segir að staðurinn á Nýlendugötu verði áfram „móðurskipið“. Viðskipti innlent 4.12.2025 11:04 Lögmaður á villigötum Í grein á Vísi þann 3.12 2025 heldur Agnar Þór Guðmundsson hrl. því fram að starfsmönnum í hlutastörfum hjá Reykjavíkurborg sé með samþykki stéttarfélaga mismunað á grundvelli starfshlutfalls verði þeir fyrir slysum sem bótaskyld kunna að vera skv. reglum Reykjavíkurborgar nr. 1/1990 og 2/1990. Skoðun 4.12.2025 11:01 Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla. Innlent 4.12.2025 09:57 Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að því að Reykjavíkurborg braut ekki jafnréttislög með því að segja upp matráði við leikskóla í september 2023 á meðan hún var í fæðingarorlofi. Ákveðið var að útvista mötuneytisþjónustu til einkaaðila. Tvö stöðugildi voru lögð niður við breytingarnar en annar starfsmaðurinn var færður til í starfi. Konan vildi ekki þiggja annað starf hjá leikskólanum við breytingarnar eða hjá fyrirtækinu sem tók við mötuneytinu. Innlent 4.12.2025 07:33 Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ „Inga hringdi í janúar, ég fékk bara símann frá skiptiborðinu, og hún var ekki í neinu jafnvægi; byrjaði strax að hella sér yfir mig, ákaflega reið og bókstaflega öskraði í símann að það væri búið að stela glænýjum Nike-skóm af barnabarninu.“ Innlent 4.12.2025 06:33 Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Íbúar við Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðu niðurrifi tveggja húsa til að byggja stærri fjölbýlishús á reitnum. Framtíð hverfisins sé í húfi. Eigandi húss sem stendur til að rífa segir það mjög illa farið. Borgarfulltrúi blæs á gagnrýni að arkitekt sitji beggja vegna borðsins. Innlent 4.12.2025 06:02 Selir eru mikilvægari en börn Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Skoðun 3.12.2025 19:01 Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. Innlent 3.12.2025 13:52 Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Skoðun 3.12.2025 12:47 Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Skoðun 3.12.2025 10:30 Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan eitt í nótt til aðstoðar við ferðamann sem hafði fest bíl sinn á Nesjavallaleið og var orðinn verulega kaldur eftir að hafa gengið um fimm kílómetra frá bílnum. Ferðamaðurinn mun hafa spurt gervigreindina hvort aðstoð myndi berast og ekki stóð á svörum. Innlent 3.12.2025 09:21 Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Stefnt er að rúmlega 3,4 milljarða króna rekstrarafgangi A-hluta. Þá er gert ráð fyrir að í fjárhagsáætluninni fyrir 2026 og fyrir tímabilið til 2030 séu öll markmið fjármálastefnu uppfyllt. Innlent 3.12.2025 06:32 „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum. Innlent 2.12.2025 20:19 Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi dagsins að breyta selalauginni í Húsdýragarðinum í lundabyggð og byggja nýja og stærri selalaug á öðrum stað í garðinum. Innlent 2.12.2025 18:50 Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn. Innlent 2.12.2025 18:35 Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Haukur Ægir Hauksson hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart svokölluðum „skutlara“, sem hafði skömmu áður áreitt stúlku kynferðislega. Stúlkan er tengd Hauki Ægi og skutlarinn hlaut á dögunum eins árs fangelsi fyrir áreitnina. Héraðsdómur féllst ekki á það með ákæruvaldinu að Haukur Ægir hafi reynt að myrða skutlarann. Innlent 2.12.2025 16:16 Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Tæming djúpgáma við íbúðarhúsnæði í Reykjavík er um viku á eftir áætlun. Verktakar frá Íslenska gámafélaginu og Terra hafa aðstoðað Reykjarvíkurborg með tæmingu djúpgáma í íbúðarhverfum allt frá því að sorphirðubíll borgarinnar, sem notaður var til að tæma djúpgáma, brann þann 17. nóvember í Bríetartúni. Innlent 2.12.2025 15:52 Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Almenningur er hvattur til að draga úr notkun einkabílsins og nota vistvænar samgöngur í dag og næstu daga. Styrkur svifryks (PM10) mældist hár í mælistöð við Grensásveg í borginni í kjölfar morgunumferðar í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að styrkur þess verði einnig hár í síðdegisumferðinni vegna þess að vindur er hægur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu. Innlent 2.12.2025 13:27 Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Gugga í gúmmíbát kíkti á Herrakvöld á Suðurnesjum þar sem hún bauð upp notaðan brjóstahaldara áður en hún fór niður í bæ til að komast að því skrítnasta sem fólk hafði séð á djamminu. Menning 1.12.2025 16:32 Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Kortleggja á hvernig bæta megi aðstöðu til lifandi tónlistarflutning í Reykjavík og verður til þess skipaður spretthópur. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi menningar- og íþróttaráðs borgarinnar á föstudag. Innlent 1.12.2025 10:27 Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Innlent 1.12.2025 09:23 Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur lagt til að undirbúningur verði hafinn að því að koma upp nýju systurverki Friðarsúlunnar í Viðey samkvæmt hugmyndum listakonunnar Yoko Ono. Innlent 1.12.2025 08:25 Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. Innlent 30.11.2025 14:29 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur? Skoðun 30.11.2025 12:02 Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Óskað var eftir aðstoð lögreglu í tvígang í gærkvöld og nótt vegna vandræðagangs á hótelum í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 30.11.2025 07:30 Brotist inn hjá Viðeyjarferju Brotist var inn í afgreiðsluna við Viðeyjarferju í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort eitthvað hafi verið numið á brott eða hvort skemmdir séu á húsnæðinu. Innlent 29.11.2025 19:47 Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Nýr og fyrsti formaður Pírata segir að taka þurfi samtal um sameiningu flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Borgarfulltrúi flokksins sem laut í lægra haldi í formannskjörinu íhugar sína stöðu. Innlent 29.11.2025 19:23 Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Tveir menn eru grunaðir um að hafa farið inn í bíl ókunnugs manns, taka hann hálstaki og hóta með hníf til þess að fá hann til að opna skott bílsins, en þaðan eru tvímenningarnir grunaðir um að hafa stolið miklu magni áfengis. Innlent 29.11.2025 14:23 Fólk hafi samband áður en það mæti á stappaða Læknavakt Gunnlaugur Sigurjónsson, lækningaframkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir að þangað leiti um 250 til 300 manns á virkum dögum þessi misserin vegna inflúensufaraldurs. Læknavaktin hefur gripið til aðgerða vegna álags, og hvetur Gunnlaugur fólk til að hringja og hafa samband áður en það kemur svo hægt sé að meta hvort þörf sé á því. Innlent 29.11.2025 00:05 Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Nýja sánur verða opnaðar í Vesturbæjarlaug á þriðjudaginn þegar 64 ár verða liðin frá því laugin var opnuð almenningi. Borgarstjóri opnar sánurnar við hátíðlega athöfn og verður ókeypis í laugina um morguninn. Um er að ræða þrjár sánur, ein innrauð og tvær hefðbundnar. Innlent 28.11.2025 10:19 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 334 ›
Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Róbert Ólafsson, eigandi hins sívinsæla Forréttabars á Nýlendugötu í Reykjavík, stefnir á að opna nýtt útibú staðarins á horni Hverfisgötu og Frakkastígs. Þar þekkir hann ágætlega til, þar sem hann rak þar barinn og veitingastaðinn Brewdog um árabil. Hann segir að staðurinn á Nýlendugötu verði áfram „móðurskipið“. Viðskipti innlent 4.12.2025 11:04
Lögmaður á villigötum Í grein á Vísi þann 3.12 2025 heldur Agnar Þór Guðmundsson hrl. því fram að starfsmönnum í hlutastörfum hjá Reykjavíkurborg sé með samþykki stéttarfélaga mismunað á grundvelli starfshlutfalls verði þeir fyrir slysum sem bótaskyld kunna að vera skv. reglum Reykjavíkurborgar nr. 1/1990 og 2/1990. Skoðun 4.12.2025 11:01
Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Fulltrúar úr fráfarandi skólanefnd Borgarholtskóla skora á mennta- og barnamálaráðherra að falla frá ákvörðun sinni um að framlengja ekki skipunartíma Ársæls Guðmundssonar skólameistara skólans. Fulltrúar sem setið hafa í skólanefndinni telja ákvörðun ráðherra órökstudda og án aðdraganda auk þess sem þau gruni að með ákvörðun sinni sé ráðherra að refsa Ársæli fyrir gagnrýni sem hann hafi haldið á lofti um áform stjórnvalda um málefni framhaldsskóla. Innlent 4.12.2025 09:57
Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Kærunefnd jafnréttismála hefur komist að því að Reykjavíkurborg braut ekki jafnréttislög með því að segja upp matráði við leikskóla í september 2023 á meðan hún var í fæðingarorlofi. Ákveðið var að útvista mötuneytisþjónustu til einkaaðila. Tvö stöðugildi voru lögð niður við breytingarnar en annar starfsmaðurinn var færður til í starfi. Konan vildi ekki þiggja annað starf hjá leikskólanum við breytingarnar eða hjá fyrirtækinu sem tók við mötuneytinu. Innlent 4.12.2025 07:33
Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ „Inga hringdi í janúar, ég fékk bara símann frá skiptiborðinu, og hún var ekki í neinu jafnvægi; byrjaði strax að hella sér yfir mig, ákaflega reið og bókstaflega öskraði í símann að það væri búið að stela glænýjum Nike-skóm af barnabarninu.“ Innlent 4.12.2025 06:33
Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Íbúar við Holtsgötu í vesturbæ Reykjavíkur hafa miklar áhyggjur af fyrirhuguðu niðurrifi tveggja húsa til að byggja stærri fjölbýlishús á reitnum. Framtíð hverfisins sé í húfi. Eigandi húss sem stendur til að rífa segir það mjög illa farið. Borgarfulltrúi blæs á gagnrýni að arkitekt sitji beggja vegna borðsins. Innlent 4.12.2025 06:02
Selir eru mikilvægari en börn Fyrir skömmu skrifaði ég grein um kerfisbundið aðgerðarleysi Reykjavíkurborgar gagnvart hættulegum gatnamótum við Laugarnesskóla þar sem ekið hefur verið á fjölmörg börn á stuttum tíma. Þögn borgaryfirvalda var ærandi en svarið sem barst er verra en þögnin. Borgin hefur lýst því yfir að hún hyggst ekkert gera og felur sig á bak við hönnunarstaðla og meintan fjárskort. Á sama tíma berast fréttir af nýjum kostnaðarsömum ævintýrum. Skoðun 3.12.2025 19:01
Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Ársæll Guðmundsson lýkur senn störfum sem skólameistari Borgarholtsskóla. Guðmundur Ingi Kristinsson menntamálaráðherra hefur ákveðið að auglýsa embættið laust til umsóknar. Ársæll segir í tilkynningu til starfsfólks að honum þyki augljóst hvað liggi að baki ákvörðuninni hjá ráðherranum. Aðstoðarmaður ráðherra segir skólameistaranum einungis hafa verið tjáð að starf hans yrði auglýst og það vegna breytinga á framhaldsskólakerfinu. Innlent 3.12.2025 13:52
Það þarf ekki krísu til að reka borg af ábyrgð Það þarf engin áföll eða krísur til að reka Reykjavíkurborg af ábyrgð. Það þarf bara heilbrigðan, stöðugan rekstur og kjark til að taka ákvarðanir sem hafa áhrif til langs tíma. Skoðun 3.12.2025 12:47
Brýtur Reykjavíkurborg vísvitandi á hlutastarfandi starfsmönnum með samþykki stéttarfélaga? Starfsmenn Reykjavíkurborgar, hvort sem þeir eru í aðalstarfi eða hlutastarfi, eru tryggðir kjarasamningbundinni slysatryggingu bæði í vinnuslysum og frítíma – eða réttara sagt eiga að vera það. Skoðun 3.12.2025 10:30
Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Björgunarsveitir í Árnessýslu voru kallaðar út rétt fyrir klukkan eitt í nótt til aðstoðar við ferðamann sem hafði fest bíl sinn á Nesjavallaleið og var orðinn verulega kaldur eftir að hafa gengið um fimm kílómetra frá bílnum. Ferðamaðurinn mun hafa spurt gervigreindina hvort aðstoð myndi berast og ekki stóð á svörum. Innlent 3.12.2025 09:21
Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Fjárhagsáætlun Reykjavíkurborgar var samþykkt í borgarstjórn í gærkvöldi. Stefnt er að rúmlega 3,4 milljarða króna rekstrarafgangi A-hluta. Þá er gert ráð fyrir að í fjárhagsáætluninni fyrir 2026 og fyrir tímabilið til 2030 séu öll markmið fjármálastefnu uppfyllt. Innlent 3.12.2025 06:32
„Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Oddvitar Samfylkingarinnar og Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík segjast báðir finna fyrir meðbyr og stuðningi kjósenda. Báðir flokkar bæta við sig fylgi samkvæmt nýrri könnun Maskínu en meirihlutinn myndi falla, ef kosið yrði í dag. Þær vilja báðar halda oddvitasætum sínum. Innlent 2.12.2025 20:19
Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Formaður menningar- og íþróttaráðs Reykjavíkurborgar viðraði þá hugmynd á borgarstjórnarfundi dagsins að breyta selalauginni í Húsdýragarðinum í lundabyggð og byggja nýja og stærri selalaug á öðrum stað í garðinum. Innlent 2.12.2025 18:50
Ný könnun sýnir meirihlutann fallinn í borginni Fylgi Sjálfstæðisflokksins í Reykjavíkurborg eykst samkvæmt nýrri könnun Maskínu og mælist nú þrjátíu og eitt prósent. Fylgið hefur verið á uppleið síðan í júní þegar það var tuttugu og fimm prósent. Samkvæmt könnuninni er meirihlutinn í borginni fallinn. Innlent 2.12.2025 18:35
Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Haukur Ægir Hauksson hefur verið dæmdur til eins árs fangelsisvistar fyrir stórfellda líkamsárás gagnvart svokölluðum „skutlara“, sem hafði skömmu áður áreitt stúlku kynferðislega. Stúlkan er tengd Hauki Ægi og skutlarinn hlaut á dögunum eins árs fangelsi fyrir áreitnina. Héraðsdómur féllst ekki á það með ákæruvaldinu að Haukur Ægir hafi reynt að myrða skutlarann. Innlent 2.12.2025 16:16
Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Tæming djúpgáma við íbúðarhúsnæði í Reykjavík er um viku á eftir áætlun. Verktakar frá Íslenska gámafélaginu og Terra hafa aðstoðað Reykjarvíkurborg með tæmingu djúpgáma í íbúðarhverfum allt frá því að sorphirðubíll borgarinnar, sem notaður var til að tæma djúpgáma, brann þann 17. nóvember í Bríetartúni. Innlent 2.12.2025 15:52
Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga Almenningur er hvattur til að draga úr notkun einkabílsins og nota vistvænar samgöngur í dag og næstu daga. Styrkur svifryks (PM10) mældist hár í mælistöð við Grensásveg í borginni í kjölfar morgunumferðar í dag. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. Þar kemur einnig fram að gert sé ráð fyrir því að styrkur þess verði einnig hár í síðdegisumferðinni vegna þess að vindur er hægur, götur þurrar og ekki líkur á úrkomu. Innlent 2.12.2025 13:27
Það skrítnasta á djamminu: Amfetamín inni á klósetti og fólk að ríða Gugga í gúmmíbát kíkti á Herrakvöld á Suðurnesjum þar sem hún bauð upp notaðan brjóstahaldara áður en hún fór niður í bæ til að komast að því skrítnasta sem fólk hafði séð á djamminu. Menning 1.12.2025 16:32
Vilja bæta tónleikaaðstöðu í borginni Kortleggja á hvernig bæta megi aðstöðu til lifandi tónlistarflutning í Reykjavík og verður til þess skipaður spretthópur. Tekin var ákvörðun um þetta á fundi menningar- og íþróttaráðs borgarinnar á föstudag. Innlent 1.12.2025 10:27
Kveður Sjálfstæðisflokkinn og hyggur á framboð fyrir Miðflokkinn Kristín Kolbrún Kolbeinsdóttir Waage, uppeldis- og menntunarfræðingur, hefur sagt sig frá trúnaðarstörfum fyrir Sjálfstæðisflokkinn þar sem hún hefur hug á að bjóða fram fyrir Miðflokkinn í komandi sveitarstjórnarkosningum. Kristín var á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í síðustu Alþingiskosningum og varaformaður Hvatar, félags Sjálfstæðiskvenna í Reykjavík. Innlent 1.12.2025 09:23
Nýju systurverki Friðarsúlunnar verði komið upp í Viðey Menningar- og íþróttaráð Reykjavíkur hefur lagt til að undirbúningur verði hafinn að því að koma upp nýju systurverki Friðarsúlunnar í Viðey samkvæmt hugmyndum listakonunnar Yoko Ono. Innlent 1.12.2025 08:25
Innanlandsflugi Icelandair aflýst Öllu innanlandsflugi Icelandair í dag hefur verið aflýst. Innlent 30.11.2025 14:29
3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Samkvæmt tölum frá Reykjavíkurborg nýttu 16.629 börn af alls 20.489 börnum í borginni frístundakortið að einhverju leyti á síðasta ári en meðal nýting kortsins á síðasta ári var 81%. Það þýðir að 19% barna nýttu ekki styrkinn, sem nemur 75 þúsundum króna á hvert barn, 6-18 ára. Hvað veldur? Skoðun 30.11.2025 12:02
Menn til vandræða á hótelum miðbæjarins Óskað var eftir aðstoð lögreglu í tvígang í gærkvöld og nótt vegna vandræðagangs á hótelum í miðbæ Reykjavíkur. Innlent 30.11.2025 07:30
Brotist inn hjá Viðeyjarferju Brotist var inn í afgreiðsluna við Viðeyjarferju í dag. Í dagbók lögreglunnar kemur ekki fram hvort eitthvað hafi verið numið á brott eða hvort skemmdir séu á húsnæðinu. Innlent 29.11.2025 19:47
Túlkar niðurstöðuna sem ákveðin skilaboð Nýr og fyrsti formaður Pírata segir að taka þurfi samtal um sameiningu flokka á vinstri væng stjórnmálanna. Borgarfulltrúi flokksins sem laut í lægra haldi í formannskjörinu íhugar sína stöðu. Innlent 29.11.2025 19:23
Lögðu hníf að ökumanninum og sögðu honum að opna skottið Tveir menn eru grunaðir um að hafa farið inn í bíl ókunnugs manns, taka hann hálstaki og hóta með hníf til þess að fá hann til að opna skott bílsins, en þaðan eru tvímenningarnir grunaðir um að hafa stolið miklu magni áfengis. Innlent 29.11.2025 14:23
Fólk hafi samband áður en það mæti á stappaða Læknavakt Gunnlaugur Sigurjónsson, lækningaframkvæmdastjóri Læknavaktarinnar, segir að þangað leiti um 250 til 300 manns á virkum dögum þessi misserin vegna inflúensufaraldurs. Læknavaktin hefur gripið til aðgerða vegna álags, og hvetur Gunnlaugur fólk til að hringja og hafa samband áður en það kemur svo hægt sé að meta hvort þörf sé á því. Innlent 29.11.2025 00:05
Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Nýja sánur verða opnaðar í Vesturbæjarlaug á þriðjudaginn þegar 64 ár verða liðin frá því laugin var opnuð almenningi. Borgarstjóri opnar sánurnar við hátíðlega athöfn og verður ókeypis í laugina um morguninn. Um er að ræða þrjár sánur, ein innrauð og tvær hefðbundnar. Innlent 28.11.2025 10:19