Áfengi og tóbak

Fréttamynd

Stefna að sam­fé­lagi án sígarettna

Nýja-Sjáland hyggst útrýma tóbaksreykingum í landinu fyrir árið 2025. Aðstoðarheilbrigðisráðherra landsins segir brýnt að vernda komandi kynslóðir fyrir þeim hættum sem fylgja tóbaksreykingum, enda deyi hátt í fimm þúsund Nýsjálendingar ár hvert af völdum tóbaks.

Erlent
Fréttamynd

Óttinn við sam­keppni

Litlum brugghúsum verður leyft að selja vörur sínar á framleiðslustað verði fyrirliggjandi frumvarp um breytingar á áfengislögum samþykkt. ÁTVR hefur gefið út langa umsögn um frumvarpið þar sem fullyrt er að þessi smávægilega breyting höggvi stórt skarð í rekstur ríkisfyrirtækisins og valdi forsendubresti í rekstri þess. Sú umsögn er í besta falli hlægileg.

Skoðun
Fréttamynd

Ekki þetta frelsi

Dómsmálaráðherra hefur lagt fram frumvarp um breytingu á áfengislögum. Þetta er ágætt frumvarp sem ég vona að hljóti brautargengi, en það er samt himinn og haf milli þess og þeirra góðu breytinga sem ráðherrann boðaði upphaflega.

Skoðun
Fréttamynd

Þegar Ströndungar hættu að róa og hófu að brugga

Þeir kalla sig oft Árskógsstrendinga, en einnig Ströndunga, segir Jón Ingi Sveinsson frá Kálfskinni þegar hann er spurður hvað íbúar sveitarinnar eru kallaðir í daglegu tali. Árskógsströnd er við Eyjafjörð á leiðinni milli Akureyrar og Dalvíkur, var áður sjálfstætt sveitarfélag en er núna hluti Dalvíkurbyggðar.

Lífið
Fréttamynd

Forgangsröðun velferðarmála

Samfélagið okkar hefur verið óvenjulegt að mörgu leyti undanfarið árið. Atvinnuleysi hefur náð nýjum hæðum og mjög margi að upplifa mikla félagslega óvissu.

Skoðun
Fréttamynd

Fram­sóknar­menn „hafi séð ljósið“ og hljóti nú að styðja frum­varp sitt um brugg­hús

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra segist hljóta að líta á frumvarp þriggja þingmanna Framsóknarmanna um breytingar á áfengislögum, sem stuðning við sitt eigið frumvarp sama efnis. Áslaug segir sitt frumvarp ítrekað hafa mætt mótstöðu og gerðir við það fyrirvarar í ríkisstjórn og í þingflokkum samstarfsflokkanna og því skjóti skökku við að þingmenn Framsóknarflokksins, þeir sömu og sett hafi fyrirvara við hennar mál, leggi nú fram sambærilegt frumvarp í eigin nafni.

Innlent
Fréttamynd

Skelltu límmiða á Loft og fengu söluleyfið aftur

Umbúðir bjórsins Lofts, sem Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur hafði sett sölubann á vegna brots á lögum um tóbaksvarnir, hafa verið ritskoðaðar og leyfi fengist til að selja bjórinn í ÁTVR á nýjan leik. Bruggmeistari eyddi deginum í að útbúa nýjar umbúðir og gerir ráð fyrir að bjórinn fari í hillur á morgun.

Viðskipti innlent
Fréttamynd

Gagn­rýnir nikó­tín­púða­aug­lýsingu Dr. Foot­ball: „Svona vit­leysingar eru að eitra huga komandi kyn­slóða“

Hjörvar Hafliðason, fjölmiðlamaður og hlaðvarpsstjórnandi, hefur verið harðlega gagnrýndur fyrir auglýsingu á nikótínpúðum í hlaðvarpsþættinum Dr. Football í vikunni. Doktor í íþróttafræðum segir það ljóst að auglýsingin hafi verið sett fram sem grín til þess að draga úr alvarleika notkun ungs fólks á nikótínpúðum.

Innlent
Fréttamynd

Ný úrræðaleitarvél á eittlif.is

Sérsniðin leitarvél er nú aðgengileg á vefnum eittlif.is en henni er m.a. ætlað að auka sýnileika úrræða fyrir ungmenni í vanda og auðvelda þeim og aðstandendum þeirra að finna upplýsingar og aðstoð.

Innlent
Fréttamynd

(fag)Mennskan

Allt frá því að hópur frumkvöðla stofnaði SÁÁ hefur verið haft að leiðarljósi að veita þeim stuðnig sem orðið hafa fíkn að bráð.

Skoðun